Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Þór Ak. 110-81 | Einkar öruggur sigur hjá heimamönnum Íslandsmeistarar Þórs Þorlákshafnar fóru illa með botnlið Þórs Akureyrar í uppgjöri nafnanna í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 110-81 heimamönnum í vil. Körfubolti 19. nóvember 2021 19:50
Hafa tapað sex föstudagsleikjum í röð og mæta til Keflavíkur í kvöld Flestir geta ekki beðið eftir föstudögum en þetta hafa hins vegar ekki verið góðir dagar fyrir karlalið Valsmanna í körfuboltanum. Körfubolti 19. nóvember 2021 13:01
Umfjöllun: Stjarnan - Tindastóll 87-73 | Öruggur sigur Stjörnumanna Stjarnan fékk Tindastól í heimsókn í Mathús Garðabæjarhöllina í kvöld þegar leikið var í Subway-deild karla í örfubolta. Leikurinn var sveiflukenndur en að lokum stóðu heimamenn uppi sem sigurvegarar, 87-73. Körfubolti 18. nóvember 2021 23:43
Arnar Guðjónsson: Það sem þurfti í Garðabæinn var sigur og hann kom Stjörnumenn unnu góðan 87-73 sigur á Tindastól í síðasta leiknum fyrir landsleikjafrí í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur en að lokum voru það heimamenn úr Garðabænum sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var í banni í kvöld en fylgdist auðvitað með leiknum úr stúkunni. Honum var mjög létt eftir sigurinn í kvöld. Körfubolti 18. nóvember 2021 22:46
Umfjöllun og viðtöl: Vestri - Grindavík 86-71 | Nýliðarnir lögðu toppliðið Nýliðar Vestra unnu virkilega sterkan 15 stiga sigur gegn toppliði Grindavíkur í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 86-71, en fyrir leikinn höfðu Grindvíkingar unnið fjóra leiki í röð. Körfubolti 18. nóvember 2021 22:25
„Sáttur að ná loksins að vinna“ Maciej Baginski, leikmaður Njarðvíkur, var ánægður að ná loksins að binda enda á taphrinu Njarðvíkur í Subway deildinni eftir 5 stiga sigur á Blikum í kvöld, 110-105. Körfubolti 18. nóvember 2021 21:03
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 107-85| ÍR skellti KR niður á jörðina ÍR vann sinn fyrsta leik undir stjórn Friðriks Inga Rúnarssonar. KR kom inn í leikinn verandi búinn að vinna síðustu þrjá leiki. ÍR skellti hins vegar KR niður á jörðina með 22 stiga sigri 107-85. Körfubolti 18. nóvember 2021 21:03
Hæstánægður með sigur í fyrsta heimaleik sem þjálfari ÍR ÍR fór illa með KR í kvöld og vann 22 stiga sigur 107-85. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari ÍR, var í skýjunum með sigurinn. Körfubolti 18. nóvember 2021 20:32
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Breiðablik 110-105 | Langþráður sigur Njarðvíkinga Njarðvíkingar unnu í fyrsta skipti í tæpan mánuð er liðið tók á móti nýliðum Breiðabliks í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 110-105. Körfubolti 18. nóvember 2021 20:04
Ekki náð hálftíma í vetur en valinn í landsliðið: „Getur gefið okkur gæðamínútur“ Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, segist sannfærður um að liðið þurfi á Ragnari Nathanaelssyni að halda vegna komandi landsleikja. Ragnar hefur aðeins spilað 22 mínútur samtals með Stjörnunni í Subway-deildinni í vetur. Körfubolti 18. nóvember 2021 12:00
Njarðvíkingar ætla að nýta sér hraðprófin til að fá fimm hundruð á heimaleiki sína Mörg íþróttafélög á Íslandi hafa ákveðið að fara ekki hraðprófsleiðina á meðan harðari sóttvarnarreglur eru í gildi hér á landi en Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur er þó ekki í þeim hópi. Körfubolti 18. nóvember 2021 10:31
Tjón vegna staks leiks getur numið hundruðum þúsunda: „Ofboðslega vont fyrir hreyfinguna“ „Það er ofboðslega vont fyrir hreyfinguna að fá þetta áhorfendabann enn einu sinni, því þetta er ekkert annað en tekjutap fyrir félögin okkar,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður körfuknattleikssambands Íslands. Þungt hljóð er í forsvarsmönnum körfu- og handboltafélaga landsins. Sport 18. nóvember 2021 10:00
ÍR fær liðsstyrk frá Króatíu Króatinn Igor Marić hefur samið við ÍR og mun leika með liðinu í Subway-deild karla í körfubolta út þetta tímabil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild ÍR. Körfubolti 17. nóvember 2021 18:31
Bragi skiptir í Hauka eins og faðir sinn, móðir og bróðir forðum Grindvíkingurinn Bragi Guðmundsson verður ekki meira með Grindvíkingum í Subway-deild karla í körfubolta því hann hefur skipt í 1. deildarlið Hauka. Körfubolti 15. nóvember 2021 15:01
Körfuboltakvöld um Þóri: „Fáir íslenskir leikmenn með sama vopnabúr“ | „Eins og hálfgerð ofurhetja“ Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, eða Tóti Túrbó eins og hann er betur þekktur sem vestur í bæ, fór mikinn er KR lagði Stjörnuna í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í gærkvöld. Körfubolti 13. nóvember 2021 10:45
Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 98-90 | KR-ingar unnu í framlengingu KR tók á móti Stjörnunni á Meistaravöllum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var hin mesta skemmtun. KR leiddi í fyrri hálfleik, Stjarnan í þeim síðari en að lokum voru það KR-ingar sem unnu leikinn með átta stiga mun eftir framlengingu, 98-90. Körfubolti 12. nóvember 2021 23:27
Helgi Már Magnússon: Þetta er bara risastór sigur fyrir okkur KR vann dramatískan sigur á Stjörnunni er liðin mættust á Meistaravöllum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. KR leiddi í fyrri hálfleik, Stjarnan í þeim síðari en að lokum voru það KR-ingar sem unnu leikinn með átta stiga mun eftir framlengingu, 98-90. Helgi Már, þjálfari KR, var virkilega ánægður með sigurinn í leikslok. Körfubolti 12. nóvember 2021 22:43
Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍR 92-79 | Sterkur heimasigur á Hlíðarenda Valur fékk ÍR í heimsókn á Hlíðarenda í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. ÍR-ingar frumsýndu nýjan þjálfara því hinn margreyndi Friðrik Ingi Rúnarsson tók að sjálfsögðu við liðinu í vikunni. Heimamenn fóru rólega af stað en tóku fljótt yfir leikinn. Að lokum vann Valur 13 stiga sigur, 92-79. Valsmenn með sinn þriðja deildarsigur í röð. Körfubolti 11. nóvember 2021 23:24
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Vestri 92-81 | Góð byrjun gestanna dugði ekki til Tindastóll fékk Vestra í heimsókn í Síkið í kvöld. Vestri byrjaði leikinn mun betur en Tindastóll komu sér aftur inn í leikinn og sigruðu að lokum. Lokatölur 92 – 81. Körfubolti 11. nóvember 2021 23:17
Finnur Freyr: Við eigum ennþá mörg vopn inni sem við getum nýtt betur Valur fékk ÍR í heimsókn á Hlíðarenda í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Heimamenn fóru rólega af stað en tóku fljótt yfir leikinn. Að lokum vann Valur 13 stiga sigur, 92-79, og Finnur Freyr, þjálfari Vals, var að vonum sáttur í leikslok. Körfubolti 11. nóvember 2021 22:45
Baldur Þór: Það þarf að vera með breidd í þessari deild Tindastóll vann góðan sigur á spræku liði Vestra á heimavelli sínum í kvöld, lokatölur 92-81. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með sigur sinna manna strax eftir leik. Körfubolti 11. nóvember 2021 22:06
Umfjöllun : Þór Ak. - Keflavík 56-70 | Skyldusigur hjá Keflavík í afleitum körfuboltaleik Keflvíkingar unnu sigur á Þórsurum frá Akureyri 56-70 í leik sem, eins og tölurnar bera með sér, náði aldrei neinu flugi. Skyldusigur og líklega voru menn með hugann við að klára verkið með sem minnstum átökum. Körfubolti 11. nóvember 2021 21:25
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór Þ. 102-104 | Þórssigur í háspennuleik í Smáranum Þórsarar unnu 104-102 sigur á Breiðablik í háspennuleik í Smáranum í kvöld. Með sigrinum jafna Þórsarar Grindvíkinga að stigum á toppi Subway-deildarinnar. Körfubolti 11. nóvember 2021 20:50
Haukur Helgi: Hafði líka spilað með slitið liðband í ökkla síðan 2014 Haukur Helgi Pálsson stefnir að því að byrja að spila aftur um miðjan desember og óttast það að hann verði rekinn nái hann ekki leik Njarðvíkur og Keflavíkur milli jóla og nýárs. Körfubolti 11. nóvember 2021 12:31
Mætti á æfingu daginn eftir alvarlegt bílslys í Eyjafirði: „Ótrúlegt að hann skyldi sleppa lifandi“ Leikmaður körfuknattleiksliðs Þórs á Akureyri getur prísað sig sælan að hafa sloppið óskaddaður eftir alvarlegt bílslys á mánudaginn. Körfubolti 11. nóvember 2021 12:00
Þórsarar semja við tvo nýja leikmenn Körfuknattleiksdeild Þórs frá Akureyri gekk í dag og í gær frá samningum við tvo nýja leikmenn sem munu leika með liðinu í Subway-deild karla í körfubolta. Körfubolti 9. nóvember 2021 23:30
Friðrik Ingi tekur við ÍR Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs ÍR í körfubolta. Hann tekur við liðinu af Borche Ilievski. Körfubolti 8. nóvember 2021 11:52
„Ekkert vandamál að selja Land Cruiser“ Framganga Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar í Subway deildinni í körfubolta var til umræðu í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar á föstudagskvöld. Körfubolti 7. nóvember 2021 23:00
Körfuboltakvöld: Tíu bestu tilþrifin Liðsmenn Subway Körfuboltakvölds völdu tíu bestu tilþrifin úr umferðum Subway deildanna í vikunni. Af nógu var að taka. Troðslur, hugguleg sniðskot, hundaheppni, langskot og fleira. Körfubolti 7. nóvember 2021 10:00
„Hann er atvinnumaður í körfubolta og á að einbeita sér að því“ Dominykas Milka, leikmaður Keflavíkur, hefur ekki þótt standa undir væntinum í upphafi tímabils í Subway deildinni í körfubolta. Körfubolti 6. nóvember 2021 10:30