Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 93-88 | Góður endasprettur Þórsara tryggði þeim sigur í fyrsta leik Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2022 22:31 Þór Þorlákshöfn - KR. Subway deild karla. Vetur 2021-2022. Körfubolti. Þór Þorlákshöfn er komið í 1-0 gegn Grindavík í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar eftir sigur í Þorlákshöfn í kvöld. Grindavík leiddi á löngum köflum en heimamenn sigu fram úr í lokafjórðungnum. Þórsarar komust í 7-0 í upphafi en gestirnir voru ekki lengi að svara fyrir sig og voru búnir að jafna og komast yfir áður en fjórðungurinn var á enda. Ivan Aurrecoechea fór mikinn hjá Grindavík en lykilmenn Þórsara, Glynn Watson og Nicolas Massarelli, voru ískaldir og hittu illa. Svipað var uppi á teningunum hjá Grindvíkingnum EC Matthews sem tapaði fimm boltum í fyrsta leikhlutanum og átti í erfiðleikum. Leikurinn var í járnum lengst af. Grindavík var skrefinu á undan, leiddi með fimm stigum í hálfleik en höfðu mest náð níu stiga forskoti. Þannig hélt það áfram eftir hlé en Þórsarar minnkuðu muninn í tvö stig fyrir lokafjórðunginn og spennan mikil. Þar fraus síðan sóknarleikur Grindvíkinga. Þórsarar lokuðu betur á Ivan og gestirnir neyddust til að taka erfið skot. Það nýttu heimamenn sér, Massarelli var farinn að hitna og Ronaldas Rutkauskas var duglegur undir körfunni. Þórsarar breyttu stöðunni úr 76-73 Grindavík í vil yfir í 84-78 forystu. Grindvíkingar náðu aldrei að jafna eftir það og Þór fagnaði sigri í þessum fyrsta leik í einvígi liðanna. Af hverju vann Þór? Þeir náðu að loka á Grindavík í lokaleikhlutanum og það skipti öllu máli. Klaufaskapur gestanna í sókninni kom í veg fyrir að þeir næðu meiri forystu í fyrri hálfleiknum en þeir töpuðu meira en tíu boltum í hálfleiknum. Þegar sóknin fraus hjá Grindavík stigu menn upp hjá Þór sem höfðu verið lítið áberandi fram að því. Massarelli setti niður mikilvæg skot og Glynn Watson var öryggið uppmálað á vítalínunni undir lokin. Þessir stóðu upp úr: Ivan Aurrecoechea var óstöðvandi lengi vel. Grindvíkingar leituðu mikið til hans og Ronaldas Rutkauskas var í stökustu vandræðum. Spánverjinn endaði með 27 stig og 9 fráköst. Kristinn Pálsson var frábær í fyrri hálfleik og setti niður fimm þriggja stiga skot. Hjá Þór var Daniel Mortensen virkilega góður og átti jafnan og góða leik, 23 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Watson og Massarelli stigu upp undir lokin og Rutkauskas skilaði 22 stigum og 15 fráköstum. Fínustu tölur það. Hvað gekk illa? Þórsarar voru að klikka á óvenju mörgum sniðskotum auk þess sem vörnin hjá þeim var götótt í fyrri hálfleik. Massarelli var ískaldur og var 2/13 í skotum utan af velli á tímabili. Skotvalið var lélegt líkt og hjá Watson lengi vel. Grindvíkingar töpuðu alltof mörgum boltum og oft á tíðum mjög klaufalega. Þá fraus sóknarleikurinn þeirra undir lokin og EC Matthews spilaði ekki nógu vel til að draga vagninn þegar á þurfti að halda. Hvað gerist næst? Næsti leikur fer fram í Grindavík á laugardaginn. 19:15 í HS Orku-höllinni. Ef Grindvíkingar tapa þar verður erfitt fyrir þá að koma til baka og leikurinn nánast upp á líf og dauða fyrir Suðurnesjamenn. Lárus: Tekur á að spila gegn Ronny Lárus Jónsson var ánægður með karakter sinna manna í kvöld.Vísir/Bára Dröfn „Við spiluðum betri vörn og hittum úr sniðskotum,“ sagði Lárus Jónsson þegar hann var spurður að því hvað hans menn í Þór hefðu gert betur undir lokin í leiknum gegn Grindavík en góður lokafjórðungur gerði gæfumuninn fyrir heimamenn í kvöld. „Ég held það hafi verið einhver sex eða sjö sniðskot sem við brenndum af. Við vorum svolítið að flýta okkur, þegar við vorum komnir fimm stigum undir þá var eins og himinn og jörð væru að farast og við ætluðum að redda málunum aðeins of hratt. Við flýttum okkur á hringinn og klúðruðum þessum skotum,“ sagði Lárus þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Þórsarar voru undir lengi vel og það þrátt fyrir að Grindvíkingar hefðu á köflum verið afar mistækir í sókninni og tapað mörgum boltum. „Við náðum einhverjum auðveldum körfum útaf þessum töpuðu boltum. Vörnin var lek hjá okkur í fyrri hálfleik, við vorum að skilja Kidda (Kristin Pálsson) eftir því við vorum að hjálpa of mikið á sterku hliðinni.“ „Þetta voru grundvallarhlutir en mér finnst þetta góður karakter hjá okkur að klára leikinn. Við vorum að frákasta vel og fá tvöfaldan séns og svo náðum við góðum varnartakti í fjórða leikhluta. Það var erfitt fyrir þá að skora og þeir skoruðu svona einhverjar ævintýrakörfur.“ Ivan Aurrecoechea var að valda Þórsurum vandræðum lengi vel en menn Lárusar náðu að loka vel á hann í fjórða leikhlutanum. „Hann er frábær leikmaður og er rosalega sterkur. Það tekur á að spila á móti Ronny (Ronaldas Rutkauskas) þannig að einhvern tíman verður hann þreyttur,“ sagði Lárus að lokum. Sverrir Þór: Þurfum að vera duglegri að halda þeim frá körfunni Sverrir Þór og hans menn töpuðu í Þorlákshöfn í kvöld eftir að hafa haft forystuna lengi vel.Vísir/Vilhelm „Þeir fóru að spila grimmar gegn okkur og við vorum búnir að fara mikið inn í teig á Ivan sem var búinn að vera frábær. Þeir náðu að ýta okkur út og við enduðum á að taka erfiðari skot hér í restina,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. „Auðvitað var það ekki planið að gera þetta svona, við ætluðum að halda áfram því góða sem við vorum búnir að vera að gera.“ Grindavík tapaði mörgum boltum í fyrri hálfleik en voru yfir þökk sé góðri hittni. „Við vorum að hitta mjög vel, það var kannski ástæðan fyrir því að við vorum yfir. Við hefðum eflaust verið með svolítið forskot í hálfleik ef við hefðum ekki verið að kasta boltanum útaf og í hendurnar á þeim án þess að það væri einhver svakalega pressa á okkur.“ Sverrir sagði ýmislegt sem Grindvíkingar gætu gert betur. „Mér finnst við geta komið betur út í skytturnar þeirra. Við þurfum að stíga betur út, við erum að skipta á hindrunum og oft voru bakverðir að lenda með stóru kallana þeirra undir körfunni. Við þurfum að vera duglegri að halda þeim frá körfunni.“ „Við getum barist við þá fyrr þannig að þeir komist ekki þarna undir. Við notum næstu daga til að skoða það sem var gott og það sem við þurfum að laga. Við þurfum að laga eitthvað til að vinna þá síðan í Grindavík á laugardag.“ Mortensen: Þetta er ekki týpískt einvígi hjá liði tvö gegn sjö Mortensen skoraði 23 stig í kvöld, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.Vísir/Bára Dröfn Daniel Mortensen átti góðan leik fyrir Þórsara í kvöld þegar liðið vann sigur á Grindavík í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar. „Við létum leikinn koma til okkar. Við vorum í vandræðum gegn vörninni þeirra en aðlöguðum okkur aðeins í lokin. Glynn spilaði ekki frábærlega í byrjun en sýndi að hann er frábær leikmaður með því að koma til baka, sama með Lucio (Massarelli) og Ronny (Rutkauskas),“ sagði Mortensen í viðtali við Vísi eftir leik í kvöld „Þetta var mikil barátta og við unnum slaginn í dag. Þeir eru með frábært lið. Mér finnst öll liðin í úrslitakeppni eiga möguleika á að fara áfram. Þetta er ekki týpískt einvígi hjá liði tvö gegn liði 7,“ sagði Mortensen en Þórsarar lentu í 2.sæti í deildarkeppninni og Grindavík í 7.sæti. „Þeir eru með mjög gott lið. Við komum ekki til leiks í dag og bjuggumst við að þetta yrði auðvelt. Þetta verður barátta á laugardaginn og í þeim leikjum sem koma í kjölfarið.“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík Tengdar fréttir Lárus: Tekur á að spila gegn Ronny „Við spiluðum betri vörn og hittum úr sniðskotum,“ sagði Lárus Jónsson þegar hann var spurður að því hvað hans menn í Þór hefðu gert betur undir lokin í leiknum gegn Grindavík en góður lokafjórðungur gerði gæfumuninn fyrir heimamenn í kvöld. 6. apríl 2022 22:11
Þór Þorlákshöfn er komið í 1-0 gegn Grindavík í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar eftir sigur í Þorlákshöfn í kvöld. Grindavík leiddi á löngum köflum en heimamenn sigu fram úr í lokafjórðungnum. Þórsarar komust í 7-0 í upphafi en gestirnir voru ekki lengi að svara fyrir sig og voru búnir að jafna og komast yfir áður en fjórðungurinn var á enda. Ivan Aurrecoechea fór mikinn hjá Grindavík en lykilmenn Þórsara, Glynn Watson og Nicolas Massarelli, voru ískaldir og hittu illa. Svipað var uppi á teningunum hjá Grindvíkingnum EC Matthews sem tapaði fimm boltum í fyrsta leikhlutanum og átti í erfiðleikum. Leikurinn var í járnum lengst af. Grindavík var skrefinu á undan, leiddi með fimm stigum í hálfleik en höfðu mest náð níu stiga forskoti. Þannig hélt það áfram eftir hlé en Þórsarar minnkuðu muninn í tvö stig fyrir lokafjórðunginn og spennan mikil. Þar fraus síðan sóknarleikur Grindvíkinga. Þórsarar lokuðu betur á Ivan og gestirnir neyddust til að taka erfið skot. Það nýttu heimamenn sér, Massarelli var farinn að hitna og Ronaldas Rutkauskas var duglegur undir körfunni. Þórsarar breyttu stöðunni úr 76-73 Grindavík í vil yfir í 84-78 forystu. Grindvíkingar náðu aldrei að jafna eftir það og Þór fagnaði sigri í þessum fyrsta leik í einvígi liðanna. Af hverju vann Þór? Þeir náðu að loka á Grindavík í lokaleikhlutanum og það skipti öllu máli. Klaufaskapur gestanna í sókninni kom í veg fyrir að þeir næðu meiri forystu í fyrri hálfleiknum en þeir töpuðu meira en tíu boltum í hálfleiknum. Þegar sóknin fraus hjá Grindavík stigu menn upp hjá Þór sem höfðu verið lítið áberandi fram að því. Massarelli setti niður mikilvæg skot og Glynn Watson var öryggið uppmálað á vítalínunni undir lokin. Þessir stóðu upp úr: Ivan Aurrecoechea var óstöðvandi lengi vel. Grindvíkingar leituðu mikið til hans og Ronaldas Rutkauskas var í stökustu vandræðum. Spánverjinn endaði með 27 stig og 9 fráköst. Kristinn Pálsson var frábær í fyrri hálfleik og setti niður fimm þriggja stiga skot. Hjá Þór var Daniel Mortensen virkilega góður og átti jafnan og góða leik, 23 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Watson og Massarelli stigu upp undir lokin og Rutkauskas skilaði 22 stigum og 15 fráköstum. Fínustu tölur það. Hvað gekk illa? Þórsarar voru að klikka á óvenju mörgum sniðskotum auk þess sem vörnin hjá þeim var götótt í fyrri hálfleik. Massarelli var ískaldur og var 2/13 í skotum utan af velli á tímabili. Skotvalið var lélegt líkt og hjá Watson lengi vel. Grindvíkingar töpuðu alltof mörgum boltum og oft á tíðum mjög klaufalega. Þá fraus sóknarleikurinn þeirra undir lokin og EC Matthews spilaði ekki nógu vel til að draga vagninn þegar á þurfti að halda. Hvað gerist næst? Næsti leikur fer fram í Grindavík á laugardaginn. 19:15 í HS Orku-höllinni. Ef Grindvíkingar tapa þar verður erfitt fyrir þá að koma til baka og leikurinn nánast upp á líf og dauða fyrir Suðurnesjamenn. Lárus: Tekur á að spila gegn Ronny Lárus Jónsson var ánægður með karakter sinna manna í kvöld.Vísir/Bára Dröfn „Við spiluðum betri vörn og hittum úr sniðskotum,“ sagði Lárus Jónsson þegar hann var spurður að því hvað hans menn í Þór hefðu gert betur undir lokin í leiknum gegn Grindavík en góður lokafjórðungur gerði gæfumuninn fyrir heimamenn í kvöld. „Ég held það hafi verið einhver sex eða sjö sniðskot sem við brenndum af. Við vorum svolítið að flýta okkur, þegar við vorum komnir fimm stigum undir þá var eins og himinn og jörð væru að farast og við ætluðum að redda málunum aðeins of hratt. Við flýttum okkur á hringinn og klúðruðum þessum skotum,“ sagði Lárus þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Þórsarar voru undir lengi vel og það þrátt fyrir að Grindvíkingar hefðu á köflum verið afar mistækir í sókninni og tapað mörgum boltum. „Við náðum einhverjum auðveldum körfum útaf þessum töpuðu boltum. Vörnin var lek hjá okkur í fyrri hálfleik, við vorum að skilja Kidda (Kristin Pálsson) eftir því við vorum að hjálpa of mikið á sterku hliðinni.“ „Þetta voru grundvallarhlutir en mér finnst þetta góður karakter hjá okkur að klára leikinn. Við vorum að frákasta vel og fá tvöfaldan séns og svo náðum við góðum varnartakti í fjórða leikhluta. Það var erfitt fyrir þá að skora og þeir skoruðu svona einhverjar ævintýrakörfur.“ Ivan Aurrecoechea var að valda Þórsurum vandræðum lengi vel en menn Lárusar náðu að loka vel á hann í fjórða leikhlutanum. „Hann er frábær leikmaður og er rosalega sterkur. Það tekur á að spila á móti Ronny (Ronaldas Rutkauskas) þannig að einhvern tíman verður hann þreyttur,“ sagði Lárus að lokum. Sverrir Þór: Þurfum að vera duglegri að halda þeim frá körfunni Sverrir Þór og hans menn töpuðu í Þorlákshöfn í kvöld eftir að hafa haft forystuna lengi vel.Vísir/Vilhelm „Þeir fóru að spila grimmar gegn okkur og við vorum búnir að fara mikið inn í teig á Ivan sem var búinn að vera frábær. Þeir náðu að ýta okkur út og við enduðum á að taka erfiðari skot hér í restina,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. „Auðvitað var það ekki planið að gera þetta svona, við ætluðum að halda áfram því góða sem við vorum búnir að vera að gera.“ Grindavík tapaði mörgum boltum í fyrri hálfleik en voru yfir þökk sé góðri hittni. „Við vorum að hitta mjög vel, það var kannski ástæðan fyrir því að við vorum yfir. Við hefðum eflaust verið með svolítið forskot í hálfleik ef við hefðum ekki verið að kasta boltanum útaf og í hendurnar á þeim án þess að það væri einhver svakalega pressa á okkur.“ Sverrir sagði ýmislegt sem Grindvíkingar gætu gert betur. „Mér finnst við geta komið betur út í skytturnar þeirra. Við þurfum að stíga betur út, við erum að skipta á hindrunum og oft voru bakverðir að lenda með stóru kallana þeirra undir körfunni. Við þurfum að vera duglegri að halda þeim frá körfunni.“ „Við getum barist við þá fyrr þannig að þeir komist ekki þarna undir. Við notum næstu daga til að skoða það sem var gott og það sem við þurfum að laga. Við þurfum að laga eitthvað til að vinna þá síðan í Grindavík á laugardag.“ Mortensen: Þetta er ekki týpískt einvígi hjá liði tvö gegn sjö Mortensen skoraði 23 stig í kvöld, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.Vísir/Bára Dröfn Daniel Mortensen átti góðan leik fyrir Þórsara í kvöld þegar liðið vann sigur á Grindavík í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar. „Við létum leikinn koma til okkar. Við vorum í vandræðum gegn vörninni þeirra en aðlöguðum okkur aðeins í lokin. Glynn spilaði ekki frábærlega í byrjun en sýndi að hann er frábær leikmaður með því að koma til baka, sama með Lucio (Massarelli) og Ronny (Rutkauskas),“ sagði Mortensen í viðtali við Vísi eftir leik í kvöld „Þetta var mikil barátta og við unnum slaginn í dag. Þeir eru með frábært lið. Mér finnst öll liðin í úrslitakeppni eiga möguleika á að fara áfram. Þetta er ekki týpískt einvígi hjá liði tvö gegn liði 7,“ sagði Mortensen en Þórsarar lentu í 2.sæti í deildarkeppninni og Grindavík í 7.sæti. „Þeir eru með mjög gott lið. Við komum ekki til leiks í dag og bjuggumst við að þetta yrði auðvelt. Þetta verður barátta á laugardaginn og í þeim leikjum sem koma í kjölfarið.“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík Tengdar fréttir Lárus: Tekur á að spila gegn Ronny „Við spiluðum betri vörn og hittum úr sniðskotum,“ sagði Lárus Jónsson þegar hann var spurður að því hvað hans menn í Þór hefðu gert betur undir lokin í leiknum gegn Grindavík en góður lokafjórðungur gerði gæfumuninn fyrir heimamenn í kvöld. 6. apríl 2022 22:11
Lárus: Tekur á að spila gegn Ronny „Við spiluðum betri vörn og hittum úr sniðskotum,“ sagði Lárus Jónsson þegar hann var spurður að því hvað hans menn í Þór hefðu gert betur undir lokin í leiknum gegn Grindavík en góður lokafjórðungur gerði gæfumuninn fyrir heimamenn í kvöld. 6. apríl 2022 22:11
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum