Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 101-80 | Stólarnir komnir með forystu eftir öruggan sigur Ísak Óli Traustason skrifar 5. apríl 2022 21:33 Tindastóll er með forystu í einvíginu gegn Keflavík eftir öruggan sigur í kvöld. vísir/hulda margrét Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn í Síkið í kvöld. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Tindastóll náði forrustu í lok fyrsta leikhluta og leiddu eftir hann. Tindastóll hélt forustunni út leikinn og sigruðu að lokum nokkuð örugglega. Lokatölur 101-80. Keflavík skoraði fyrstu körfu leiksins og var jafnræði með liðunum í byrjun. Góður kafli heimamanna undir lok fyrsta leikhluta skila þeim 26-20 forustu að honum loknum. Þeir bættu ofan á forrustuna með góðum kafla í upphafi annars leikhluta og staðan í hálfleik 49-37. Arnar Björnsson frábær fyrir heimamenn með 15 stig. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel en heimamenn svöruðu með krafti og leiddu með 19 stigum fyrir loka fjórðunginn. Fjórði leikhluti var formsatriði fyrir heimamenn og öruggur sigur þeirra staðreynd. Lokatölur 101-80. Af hverju vann Tindastóll? Tindastóll voru mun betri á flestum sviðum leiksins. Ákefðin hjá þeim í vörn og sókn var mikil og náði Keflavík ekki upp sama krafti og heimamenn. Keflvíkingar tapa til að mynda 21 bolta í leiknum og skora Tindastóll 21 stig eftir tapaða bolta hjá Keflavík. Inn í teig voru Keflvíkingar ekki að finna sig og skora 34 stig í teignum á móti 44 hjá Tindastól. Hverjir stóðu upp úr? Arnar Björnsson, leimaður Tindastóls var frábær með 25 stig. Taiwo Badmus, leikmaður Tindastóls átti góða innkomu af bekknum með 24 stig og áttu Keflvíkingar erfitt með hann. Zoran Vrkic var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna fyrir Tindastól með 4 þriggja stiga körfur niður í fimm tilraunum. Javon Bess, leikmaður Tindastóls skilað þá frábæru framlagi bæði í sókn og vörn. Valur Orri Valsson, leimaður Keflvíkingar átti flottan leik sóknarlega með 17 stig. Darius Tarvydas var að setja stig á töfluna undir lokin og endaði með 15 stig. Þeir komu báðir af bekknum. Hvað hefði mátt betur fara? Keflvíkingar áttu í erfiðleikum með að finna einhvern takt í þessum leik. Dominykas Milka hefur átt betri daga en hann skoraði 11 stig í 12 skotum, liðið er að tapa mínútunum sem hann spilar með 26 stigum. Keflvíkingar voru ekki að passa upp á boltann og áttu í erfiðleikum með að finna liðssamsetningu sem virkaði vel saman. Mustapha Heron var með slakt framlag og endar með 4 stig og mínus 1 í framlag. Hvað gerist næst? Keflavík tekur á móti Tindastól á heimavelli næsta föstudag kl 20:15. Hjalti Þór: Við stóðum eins og við værum á einhverju glæsiballi Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Bára Dröfn Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur var ósáttur við sitt lið eftir leikinn. „Þeir voru bara betri á öllum vígstöðum,“ sagði Hjalti „Þeir voru miklu grimmari og voru miklu meira physical heldur en við,“ sagði Hjalti. „Við vissum að þeir væru physical, þeir eru búnir að vera rosalega physical í öllum leikjum sem þeir eru búnir að vera að spila undanfarið og við sáum það nokkuð ljóst þegar þeir spila á móti Þór Þorlákshöfn,“ sagði Hjalti. „Við vorum greinilega ekki tilbúnir í þá og leyfðu þeim að ýta okkur út úr öllu og við þurfum að vera miklu sterkari á svellinu heldur en þetta,“ sagði Hjalti. Aðspurður út í það hvort hann gæti tekið eitthvað jákvætt úr leik sinna manna í kvöld svaraði Hjalti; „nei í rauninni ekki, þeir voru bara miklu betri og það var bara númer eitt, tvö og þrjú.“ „Við þurfum að sýna miklu meiri gæði en þetta ef við ætlum að vinna þetta lið og við vissum alveg að þeir væru góðir, hugarfarið þarf að breytast og við þurfum gíra okkur upp.“ Keflavík fær Tindastóll í heimsókn á föstudagskvöldið í leik númer tvö í seríunni. Þar segir Hjalti að hans lið þurfi að gera betur á öllum vígstöðum „Það var miklu meiri barátta í þeim þeir voru í gólfinu á meðan að við stóðum eins og við værum á einhverju glæsiballi. Við stóðum og horfðum á eftir þeim henda sér á eftir boltunum,“ sagði Hjalti og bætti við að á „meðan það er staðan þá vinnum við aldrei körfuboltaleik“. Pétur Rúnar: Við gerðum þetta saman Pétur Rúnar Birgisson átti fínan leik fyrir Tindastól í kvöld.vísir/bára Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti ágætan leik hér í kvöld og var ánægður með sigurinn og frammistöðuna. „Við gerum þetta saman bæði sóknarlega og varnarlega,“ sagði Pétur og bætti við að þeir hafi verið „góðir í því sem við erum búnir að vera góðir í undanfarið.“ Pétur vonast eftir því að hans lið haldi áfram að byggja ofan á það. „Við þurfum að halda áfram að gera þetta saman, bæði í sókn og vörn. Kannski að laga litlu hlutina sem við erum að gera illa sem við munum fara yfir á teypi og halda áfram á þessari braut.“ Tindastóll hefur núna sigrað átta leiki í röð. „Það er svo stutt á milli í þessu, eitt play hér og eitt play þar og þá ertu kominn með einhverja fimm til sex stiga sveiflu,“ sagði Pétur. „Við erum bara búnir að taka til í litlu hlutunum, við erum að gera margt rétt og við þurfum að halda því áfam,“ sagði Pétur að lokum. Subway-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF
Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn í Síkið í kvöld. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Tindastóll náði forrustu í lok fyrsta leikhluta og leiddu eftir hann. Tindastóll hélt forustunni út leikinn og sigruðu að lokum nokkuð örugglega. Lokatölur 101-80. Keflavík skoraði fyrstu körfu leiksins og var jafnræði með liðunum í byrjun. Góður kafli heimamanna undir lok fyrsta leikhluta skila þeim 26-20 forustu að honum loknum. Þeir bættu ofan á forrustuna með góðum kafla í upphafi annars leikhluta og staðan í hálfleik 49-37. Arnar Björnsson frábær fyrir heimamenn með 15 stig. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel en heimamenn svöruðu með krafti og leiddu með 19 stigum fyrir loka fjórðunginn. Fjórði leikhluti var formsatriði fyrir heimamenn og öruggur sigur þeirra staðreynd. Lokatölur 101-80. Af hverju vann Tindastóll? Tindastóll voru mun betri á flestum sviðum leiksins. Ákefðin hjá þeim í vörn og sókn var mikil og náði Keflavík ekki upp sama krafti og heimamenn. Keflvíkingar tapa til að mynda 21 bolta í leiknum og skora Tindastóll 21 stig eftir tapaða bolta hjá Keflavík. Inn í teig voru Keflvíkingar ekki að finna sig og skora 34 stig í teignum á móti 44 hjá Tindastól. Hverjir stóðu upp úr? Arnar Björnsson, leimaður Tindastóls var frábær með 25 stig. Taiwo Badmus, leikmaður Tindastóls átti góða innkomu af bekknum með 24 stig og áttu Keflvíkingar erfitt með hann. Zoran Vrkic var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna fyrir Tindastól með 4 þriggja stiga körfur niður í fimm tilraunum. Javon Bess, leikmaður Tindastóls skilað þá frábæru framlagi bæði í sókn og vörn. Valur Orri Valsson, leimaður Keflvíkingar átti flottan leik sóknarlega með 17 stig. Darius Tarvydas var að setja stig á töfluna undir lokin og endaði með 15 stig. Þeir komu báðir af bekknum. Hvað hefði mátt betur fara? Keflvíkingar áttu í erfiðleikum með að finna einhvern takt í þessum leik. Dominykas Milka hefur átt betri daga en hann skoraði 11 stig í 12 skotum, liðið er að tapa mínútunum sem hann spilar með 26 stigum. Keflvíkingar voru ekki að passa upp á boltann og áttu í erfiðleikum með að finna liðssamsetningu sem virkaði vel saman. Mustapha Heron var með slakt framlag og endar með 4 stig og mínus 1 í framlag. Hvað gerist næst? Keflavík tekur á móti Tindastól á heimavelli næsta föstudag kl 20:15. Hjalti Þór: Við stóðum eins og við værum á einhverju glæsiballi Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Bára Dröfn Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur var ósáttur við sitt lið eftir leikinn. „Þeir voru bara betri á öllum vígstöðum,“ sagði Hjalti „Þeir voru miklu grimmari og voru miklu meira physical heldur en við,“ sagði Hjalti. „Við vissum að þeir væru physical, þeir eru búnir að vera rosalega physical í öllum leikjum sem þeir eru búnir að vera að spila undanfarið og við sáum það nokkuð ljóst þegar þeir spila á móti Þór Þorlákshöfn,“ sagði Hjalti. „Við vorum greinilega ekki tilbúnir í þá og leyfðu þeim að ýta okkur út úr öllu og við þurfum að vera miklu sterkari á svellinu heldur en þetta,“ sagði Hjalti. Aðspurður út í það hvort hann gæti tekið eitthvað jákvætt úr leik sinna manna í kvöld svaraði Hjalti; „nei í rauninni ekki, þeir voru bara miklu betri og það var bara númer eitt, tvö og þrjú.“ „Við þurfum að sýna miklu meiri gæði en þetta ef við ætlum að vinna þetta lið og við vissum alveg að þeir væru góðir, hugarfarið þarf að breytast og við þurfum gíra okkur upp.“ Keflavík fær Tindastóll í heimsókn á föstudagskvöldið í leik númer tvö í seríunni. Þar segir Hjalti að hans lið þurfi að gera betur á öllum vígstöðum „Það var miklu meiri barátta í þeim þeir voru í gólfinu á meðan að við stóðum eins og við værum á einhverju glæsiballi. Við stóðum og horfðum á eftir þeim henda sér á eftir boltunum,“ sagði Hjalti og bætti við að á „meðan það er staðan þá vinnum við aldrei körfuboltaleik“. Pétur Rúnar: Við gerðum þetta saman Pétur Rúnar Birgisson átti fínan leik fyrir Tindastól í kvöld.vísir/bára Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti ágætan leik hér í kvöld og var ánægður með sigurinn og frammistöðuna. „Við gerum þetta saman bæði sóknarlega og varnarlega,“ sagði Pétur og bætti við að þeir hafi verið „góðir í því sem við erum búnir að vera góðir í undanfarið.“ Pétur vonast eftir því að hans lið haldi áfram að byggja ofan á það. „Við þurfum að halda áfram að gera þetta saman, bæði í sókn og vörn. Kannski að laga litlu hlutina sem við erum að gera illa sem við munum fara yfir á teypi og halda áfram á þessari braut.“ Tindastóll hefur núna sigrað átta leiki í röð. „Það er svo stutt á milli í þessu, eitt play hér og eitt play þar og þá ertu kominn með einhverja fimm til sex stiga sveiflu,“ sagði Pétur. „Við erum bara búnir að taka til í litlu hlutunum, við erum að gera margt rétt og við þurfum að halda því áfam,“ sagði Pétur að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti