Keflavík ÍF

Fréttamynd

Fann gamlan vin í leit sinni að nýju og breyttu lífi

Líkt og við sögðum frá fyrr í vikunni snýr þjálfarinn sigur­sæli, Frið­rik Ingi Rúnars­son, nú aftur í þjálfun og tekur við þre­földu meistara­liði Kefla­víkur í körfu­bolta. Að baki eru afar erfiðir og krefjandi tímar sem hafa haft sitt að segja um fjar­veru Frið­riks frá boltanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Spurðu hvort Frið­rik vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði

Nú á dögunum bárust af því fréttir að þjálfarinn reynslu­mikli og sigur­sæli, Frið­rik Ingi Rúnars­son, yrði næsti þjálfari kvenna­liðs Kefla­víkur í körfu­bolta. Hann er fullur til­hlökkunar fyrir komandi tímum. Sumir telja hann galinn að taka starfið að sér. Aðrir spurðu Frið­rik hvort hann vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karla­liði. Hann segir hins vegar á­kveðinn heiður fólginn í því að vera ráðinn þjálfari kvenna­liðs Kefla­víkur, liðinu sem vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tíma­bili.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjör: Kefla­vík - Valur 3-3 | Valur í undan­úr­slit eftir vítaspyrnukeppni

Keflavík tók á móti Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla nú í dag. Eftir 90 mínútur var staðan 2-2 og því þurfti að grípa til framlengingar. Bæði lið náðu að skora sitt hvort markið í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Valsmenn unnu 5-3 og það er því Valur sem er fyrsta liðið til að tryggja sig inn í undanúrslit Mjólkurbikarsins þetta árið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Verður að virða myrkraöfl knattspyrnunnar“

John Andrews, þjálfari Víkings, var ósáttur við tap sinna kvenna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna en kvaðst þó ánægður með frammistöðuna. Hann biðlar til leikmanna sinna virða myrkaöfl knattspyrnunnar, þegar andstæðingurinn reynir að hægja á leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ekkert smá sætt“

Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur, var að vonum sátt eftir fyrsta sigur liðsins í Bestu deildinni í sumar. Í dag lögðu Keflvíkinga Þróttara að velli, 1-0.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ís­lands­meistarinn Sverrir Þór hættur með Kefla­vík

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur í körfubolta kvenna, tilkynnti í viðtali við Körfuboltakvöld eftir sigur liðsins á Njarðvík í þriðja leik úrslita Subway-deildarinnar að hann væri hættur sem þjálfari liðsins. Íslandsmeistararnir eru því í þjálfaraleit fyrir komandi tímabil.

Körfubolti
Fréttamynd

Mynda­syrpa: Kefla­vík Ís­lands­meistari 2024

Keflavík er Íslandsmeistari kvenna í körfubolta árið 2024. Liðið lagði Njarðvík örugglega í þremur leikjum og er óumdeilanlega besta lið landsins. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu og myndaði leikinn sem og fagnaðarlæti Keflavíkur í leikslok.

Körfubolti
Fréttamynd

„Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“

Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var í sjöunda himni yfir því að lyfta Íslandsmeistaratitlinum með uppeldisfélaginu sínu og æskuvinkonum sínum en Keflavík lagði Njarðvík 72-56 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Titill undir og spennan mikil

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, segir spennuna meiri en stressið fyrir leik liðsins við Njarðvík í úrslitaeinvígi kvenna í körfubolta í kvöld. Keflavík verður Íslandsmeistari með sigri.

Körfubolti