Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Teitur: Sviðsskrekkurinn er núna farinn

    „Núna mætti þessi sterka liðsheild okkar sem var búin að koma okkur þetta langt í mótinu,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á KR í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan vann KR 107-15 í hörku spennandi leik og jafnaði því einvígið 1-1.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Dramatískur sigur hjá Stjörnunni

    Það verður ekkert af því að KR sópi Stjörnunni í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Stjörnumenn svöruðu fyrir sig á heimavelli í kvöld, unnu leikinn, 107-105, og jöfnuðu þar með einvígið í 1-1.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fjögur af átta liðum hafa komið til baka eftir skell í fyrsta leik

    Fjögur af átta liðum sem hafa fengið skell í fyrsta leik í úrslitaeinvígi karla (+20 stiga tap) hafa svarað því með því að jafna einvígið í næsta leik. Stjarnan tekur á móti KR í Ásgarði í kvöld en KR-ingar unnu fyrsta leikinn með 30 stiga mun í DHL-höllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Brynjar: Frábær liðsheild skóp þennan sigur

    "Þetta var bara frábær sigur hjá okkur og sigur liðsheildarinnar,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld gegn Stjörnunni. KR valtaði yfir Stjörnuna, 108-78, í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deild karla í körfubolta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Teitur: Mætum klárir í næsta leik

    "Við erum að fara á okkar heimavöll og fáum tækifæri til að gera betur. Í byrjun þriðja leikhluta þá missum við aðeins jafnvægið í okkar leik og þá koma þeir í bakið á okkur, en það var akkúrat það sem við vildum alls ekki,“ sagði Teitur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kjartan: Við vorum bara ekki tilbúnir

    „Við hreinlega mættum ekki til leiks,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, eftir að hafa tapað fyrir KR í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deild karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hrafn: Keyrðum yfir þá í síðari hálfleik

    „Ég bjóst ekki við svona stórum sigri en ég var alveg viss um það að við myndum vinna þennan leik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. KR vann Stjörnuna, 108-78, í DHL-höllinni, en þetta var fyrsti leikur liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: KR-ingar tóku Stjörnuna í kennslustund, 108-78

    KR-ingar sýndu styrk sinn gegn Stjörnunni í fyrsta leiknum í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í kvöld. Stjarnan náði að hanga með KR-ingum í fyrri hálfleik en síðari hálfleik settu KR-ingar allt í gang og keyrðu hreinlega yfir lið Stjörnunnar. Lokatölur 108-78 og staðan er 1-0 fyrir KR en þrjá sigra þarf til þess að vinna þetta einvígi. Næsti leikur fer fram á fimmtudaginn á heimavelli Stjörnunnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Teitur kominn í lokaúrslitin í þrettánda sinn á ferlinum

    Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur langmestu reynsluna af því að spila um Íslandsmeistaratitilinn af öllum þeim sem taka þátt í úrslitaeinvígi KR og Stjörnunnar. Fyrsti leikur liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla er klukkan 19.15 í DHL-höllinni í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fannar þekkir ekkert annað en að vinna úrslitaeinvígi

    Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, er nú kominn í úrslitaeinvígi í fimmta sinn á ferlinum og í hin fjögur skiptin hefur hann unnið Íslandsmeistaratitilinn þar af tvisvar sem fyrirliði KR-liðsins á undanförnum fjórum árum. Fyrsti leikur KR og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar karla er klukkan 19.15 í DHL-höllinni í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hrafn: Það er enginn þreyttur eða meiddur

    "Við erum bara vel stemmdir og allir heilir í okkar liði. Við erum komnir áleiðis á þann stað sem við ætluðum okkur fyrir tímabilið og það er tilhlökkun í okkar liði,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR við visir.is í dag en í kvöld hefst úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla þegar Stjarnan úr Garðabæ kemur í heimsókn í DHL-höll KR-inga.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Guðjón Skúlason er hættur hjá Keflavík

    Guðjón Skúlason er hættur sem þjálfari úrvalsdeildarlið s Keflavíku en liðið féll úr keppni í undanúrslitum Iceland Express deildar karla gegn KR s.l. fimmtudag. Á heimasíðu Keflavíkur er greint frá því að Guðjón hafi tekið þessa ákvörðun á eigin forsendum og árangur liðsins á tímabilinu hafi verið ástæðan fyrir því að hann vildi ekki halda áfram með liðið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Teitur: Skrítið að fara í svona langt frí

    Stjarnan gerði sér lítið fyrir og sópaði Íslandsmeisturum Snæfells í frí á lokadegi síðasta mánaðar. Síðan þá hafa Teitur Örlygsson og lærisveinar hans fylgst með rimmu KR og Keflavíkur af hliðarlínunni og beðið eftir því að fá að spila á nýjan leik. Biðinni löngu er lokið því KR tekur á móti Stjörnunni klukkan 19.15 í kvöld í fyrsta leik liðanna um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hörður Axel: Nýtt undirbúningstímabil hefst í dag

    Hörður Axel Vilhjálmsson leikmaður Keflavíkur ætlar á æfingu í dag og hefja undirbúning fyrir næsta tímabil en hann leyndi ekki vonbrigðum sínum eftir 105-89 tap liðsins gegn KR í gær. Hörður Axel var í liði Keflavíkur í fyrra sem tapaði í úrslitum gegn Snæfelli um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla og hann segir að mótlætið muni efla Keflavíkurliðið fyrir næsta tímabil.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fannar: Brynjar hefur sett niður risaskot frá því hann var 17 ára

    "Það var bara eitthvað "hype“ í blaðamönnum fyrir leikinn að setja alla pressuna á okkur en við vissum að það var bara klaufaskapur að hafa ekki klárað þetta fyrr,“ sagði Fannar Ólafsson fyrirliði KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi. Fannar var ánægður með Brynjar Þór Björnsson félaga sinn hjá KR sem skoraði 34 stig.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hrafn: Við reyndum að vera glaðir

    „Við reyndum að vera glaðir og litum á þessa seríu í samhengi. Við vorum búnir að vera með í þessu hverja einustu sekúndu. Það hélt okkur frá því að vera ekki búnir að klára þetta í síðustu tveimur leikjum var slæm ákvarðanataka,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Guðjón Skúla: Þeir voru einfaldlega betri en við

    "Við höfðum ekki næga trú á því sem vorum búnir að gera í síðustu leikjum og fórum út úr okkar leik. KR-ingar voru bara sterkari en við, einfaldlega betri. Ég er auðvitað hundfúll og ég vil vinna, og það er svekkjandi að hafa ekki náð því,“ sagði Guðjón Skúlason þjálfari Keflavíkinga eftir 105-89 tap liðsins gegn KR í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pavel: Teitur og Stjarnan eru að fara upp á píluspjaldið heima

    "Við vorum búnir að tapa tvívegis fyrir þeim í framlengingu og það hefði verið skárra að tapa þeim leikjum með 20 stigum. Auðvitað vorum við mjög langt niðri eftir síðasta leik þar sem við vorum búnir að tapa niður 2-0 forystu. Það var góður karakter í liðinu að koma hér í kvöld og spila aftur okkar bolta,“ sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í kvöld. KR leikur til úrslita gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lagt Keflavík 3-2 samanlagt.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Brynjar Þór: Hrikalega stoltur af liðinu og áhorfendum

    Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í liði KR í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla með 105-89 sigri gegn Keflavík í kvöld. Brynjar skoraði alls 34 stig og tók 7 fráköst og hann var gríðarlega ánægður í leikslok.

    Körfubolti