Körfubolti

Njarðvík vann Snæfell | Haukar á sigurbraut

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cameron Echols átti stórleik í kvöld.
Cameron Echols átti stórleik í kvöld.
Njarðvík og Haukar unnu góða sigra í Iceland Express-deild karla í kvöld. Haukar fylgdu þar með eftir góðum sigri á Keflavík á fimmtudagskvöldið.

Haukarnir höfðu betur gegn Fjölni í Grafarvoginum í kvöld, 79-68, á meðan að Njarðvíkingar skelltu Snæfellingum á heimavelli, 88-78.

Emil Barja var öflugur í liði Hauka og skoraði sextán stig. Hayward Fain kom næstur með fjórtán stig en hann tók fjórtán fráköst þar að auki. Haukar byrjuðu mun betur og höfðu nítján stiga forystu í háflleik, 46-27.

Njarðvíkingar voru sterkari á lokakaflanum gegn Snæfelli í kvöld og unnu fjórða leikhlutann með 23 stigum gegn fjórtán. Cameron Echols fór á kostum og skoraði 41 stig og tók sextán fráköst. Travis Holmes kom næstur með 29 stig.

Hjá Snæfelli var Quincy Hankins-Cole stigahæstur með átján stig en hann tók að auki þrettán fráköst.

Fjölnir-Haukar 68-79 (14-27, 13-19, 19-15, 22-18)

Fjölnir: Calvin O'Neal 20/7 fráköst, Nathan Walkup 17/15 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 14, Jón Sverrisson 8/5 fráköst, Daði Berg Grétarsson 6, Hjalti Vilhjálmsson 3.

Haukar: Emil Barja 16/4 fráköst, Hayward Fain 14/13 fráköst, Örn Sigurðarson 12/5 fráköst, Christopher Smith 11/10 fráköst, Helgi Björn Einarsson 10/7 fráköst, Steinar Aronsson 5, Alik Joseph-Pauline 4, Davíð Páll Hermannsson 4, Haukur Óskarsson 3.

Njarðvík-Snæfell 88-78 (24-18, 22-21, 19-25, 23-14)

Njarðvík: Cameron Echols 41/16 fráköst, Travis Holmes 29/4 fráköst/5 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 8, Páll Kristinsson 4/6 fráköst, Elvar Már Friðriksson 2/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 2/5 stoðsendingar, Óli Ragnar Alexandersson 2/6 stoðsendingar.

Snæfell: Quincy Hankins-Cole 18/13 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 17/4 fráköst, Marquis Sheldon Hall 16, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/5 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 6, Ólafur Torfason 5/4 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 4, Óskar Hjartarson 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×