Körfubolti

Stólarnir komnir í úrslit Powerade-bikarsins | Unnu KR-inga á Króknum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls.
Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls. Mynd/Anton
Undanúrslit Powerade-bikarsins fóru fram í kvöld þegar Tindastóll tók á móti KR og Keflvíkingar fengu KFÍ í heimsókn suður með sjó.

Það var mikil spenna á Sauðárkróki þar sem Tindastóll tók á móti KR í Síkinu. Stólarnir voru einu skrefi á undan stóran hluta leiksins en KR-ingar aldrei langt frá. Þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 88-86 fyrir Tindastól og þeir með boltann.

KR-ingar brutu um leið á leikmanni Tindastóls og sendu hann á línuna. Hann skoraði aðeins úr öðru skoti sínu og því var munurinn þrjú stig 89-86. Dejan Sencanski, leikmaður KR, tók loka skot leiksins fyrir utan þriggja stiga línuna en það fór forgörðum og Stólarnir því komnir í úrslitaleikinn.

Igor Tratnik var atkvæðamestur í liði Tindastóls en hann gerði 19 stig. Joshua Brown gerði 32 stig fyrir KR í kvöld.

Magnaður árangur hjá Bárði Eyþórssyni og lærisveinum hans. Það verður því Keflavík og Tindastóll sem mætast í úrslitum Power-ade bikarnum sem fram fer laugardaginn 18. febrúar.



Tindastóll-KR 89-86 (23-17, 22-25, 26-25, 18-19)

Tindastóll: Igor Tratnik 19/6 fráköst/5 varin skot, Curtis Allen 18/7 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 9/4 fráköst, Maurice Miller 9/6 fráköst/8 stoðsendingar, Friðrik Hreinsson 8, Hreinn Gunnar Birgisson 6, Helgi Freyr Margeirsson 5, Helgi Rafn Viggósson 4.

KR: Joshua Brown 32/5 fráköst, Robert Lavon Ferguson 30/14 fráköst, Hreggviður Magnússon 11, Dejan Sencanski 7/5 fráköst, Martin Hermannsson 2, Finnur Atli Magnusson 2/4 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 2.

Tindastóll-KR 89-86 (23-17, 22-25, 26-25, 18-19)

Tindastóll: Igor Tratnik 19/6 fráköst/5 varin skot, Curtis Allen 18/7 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 9/4 fráköst, Maurice Miller 9/6 fráköst/8 stoðsendingar, Friðrik Hreinsson 8, Hreinn Gunnar Birgisson 6, Helgi Freyr Margeirsson 5, Helgi Rafn Viggósson 4.

KR: Joshua Brown 32/5 fráköst, Robert Lavon Ferguson 30/14 fráköst, Hreggviður Magnússon 11, Dejan Sencanski 7/5 fráköst, Martin Hermannsson 2, Finnur Atli Magnusson 2/4 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×