Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 95-93 Kolbeinn Tumi Daðason í Ljónagryfjunni skrifar 8. mars 2012 14:35 Mynd/Valli Njarðvíkingar lögðu granna sína frá Keflavík í spennuþrungnum leik í Ljónagryfjunni í kvöld 95-93. Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, fékk tækifæri til að jafna leikinn af vítalínunni í lokin en setti aðeins eitt skota sinna ofan í. Keflvíkingar höfðu ákveðið frumkvæði í leiknum í fyrri hálfleik. Njarðvíkingar slepptu þeim þó aldrei úr sjónmáli og mega þeir þakka Travis Holmes sérstaklega fyrir það en Holmes skoraði 28 stig í hálfleiknum. Gestirnir leiddu með níu stigum í hálfleik, 44-53, og útlitið gott hjá Keflvíkingum. Í síðari hálfleik mættu heimamenn dýrvitlausir til leiks og skoruðu fyrstu níu stigin. Eftir það var leikurinn í algjörum járnum. Keflvíkingum gekk betur að hafa hemil á Holmes en fyrir vikið stigu ungu leikmenn Njarðvíkur upp. Elvar Már Friðriksson var afar áræðinn með boltann í hlutverki leikstjórnanda og Maciek Baginski átti frábæra innkomu. Hann setti meðal annars niður tvö þriggja stiga skot þegar ýmislegt benti til þess að Keflvíkingar væru að sigla framúr. Undir lokin gerðu liðin sig sek um mistök á báðum endum og ætlaði allt um koll að keyra í Ljónagryfjunni enda spennan mikil. Charles Parker kom gestunum stigi yfir af vítalínunni þegar fjörutíu sekúndur lifðu leiks. Á hinum endanum skoraði Travis Holmes rándýra körfu undir pressu og kom heimamönnum einu stigi yfir. Parker og Cole töpuðu boltanum undir pressu í sókninni á hinum endanum og Keflvíkingar brutu á Holmes. Ekki besti maðurinn til að brjóta á enda verið sjóðandi heitur í leiknum. Holmes setti bæði skotin niður og þriggja stiga forskot heimamanna staðreynd þegar 17 sekúndur voru eftir. Þriggja stiga skot Parker geigaði og það gerði einnig tilraun Magnúsar Gunnarssonar fyrir utan. Sem betur fer fyrir Keflvíkinga braut Holmes á honum í skotinu og stórskyttan á leiðinni á línuna. Alla venjulega daga hefði Magnús verið val Keflavíkur á vítalínuna en ekki í kvöld. Magnús lét lítið fyrir sér fara og því kom ekki á óvart þegar fyrsta skotið misheppnaðist. Hann skoraði úr öðru en hið þriðja misnotaði hann viljandi. Parker náði frákastinu en skotið geigaði og Njarðvíkingar fögnuðu. Athyglisvert var að sjá hversu tilbúnir ungu Njarðvíkingarnir voru í baráttuna undir lokin. Elvar Már átti toppleik, Ólafur Helgi stóð vel fyrir sínu og hélt Magnúsi Gunnarssyni í greipum sínum. Maciek skoraði einnig dýrmæt stig á hárréttum augnablikum. Charles Parker var bestur gestanna. Arnar Freyr var sá Íslendingur sem spilaði á pari hjá gestunum en aðrir voru langt undir meðallagi. Magnús lét sem fyrr segir lítið fyrir sér fara, lítið kom út úr Almari og Valur Orri var ískaldur. Gestirnir mættu klárlega ekki tilbúnir til leiks og því fór sem fór. Elvar Már: Æðislegt að vinna Keflavík | Þreyta í líkamanumMynd/Valli„Það er alveg æðislegt að vinna Keflvíkinga," sagði Elvar Már Friðriksson hinn ungi leikstjórnandi Njarðvíkur eftir dramatískan sigur á grönnum sínum. Ef útlendingarnir í báðum liðum eru teknir út úr jöfnunni má setja leiki liðanna upp sem einvígi ungra kjúklinga úr Njarðvík og reyndra landsliðsmanna í Keflavík. „Þeir eru með ansi sterka Íslendinga hjá sér og við urðum að mæta sterkir til leiks og vinna það einvígi," sagði Elvar Már sem segir liðið ætla sér sæti í úrslitakeppninni. Mikið er um meiðsli og veikindi í herbúðum Njarðvíkinga sem höfðu aðeins tíu menn á skýrslu í dag. Elvar var eini leikstjórnandinn á skýrslu og spilaði mínúturnar fjörutíu án hvíldar. Elvar Már spilar einnig með unglingaflokkum Njarðvíkur og því mikið álag á kappanum. „Það er búið að vera mikið álag undanfarið og það er þreyta í líkamanum. Maður verður bara að spila sig í gegnum þetta. Það er skemmtilegast að spila svo að ég tek því," sagði Elvar Már. Holmes: Hef æft þessi skot á morgunæfingumMynd/ValliTravis Holmes var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í kvöld. Holmes skoraði 41 stig en hann var sérstaklega heitur í fyrri hálfleik með 28 stig. „Það er mikið talað um þennan ríg Keflavíkur og Njarðvíkur en ég vildi fyrst og fremst vinna vegna lélegrar frammistöðu minnar í síðustu tveimur leikjum. Við þurftum allir á þessum sigri að halda og rígurinn gaf okkur aukaorku," sagði Holmes sem sagðist hafa fundið fyrir aukaspennu fyrir leikinn. Holmes setti niður síðustu fjögur stig Njarðvíkinga og dró vagninn undir lokin. „Það er klárlega mikil ábyrgð á herðum mínum en ungu leikmennirnir hafa svo sannarlega verið að gera góða hluti. Við erum að þroskast og erum klárir í slaginn," sagði Holmes sem setti niður mikilvægt skot undir pressu þegar 26 sekúndur voru eftir og kom heimamönnum yfir. „Ég mæti tvisvar til þrisvar í viku með herbergisfélaga mínum í íþróttahúsið klukkan sjö á morgnana og æfi skot sem þessi," sagði Holmes um skotið sitt. Tvíburabróðir Travis Holmes spilaði í kvöld sinn fyrsta leik með Haukum. Má reikna með fleiri fjölskyldumeðlimum til landsins að spila körfu? „Ég á litla systur sem er nýútskrifuð úr skóla í Bandaríkjunum. Hún spilar nú körfubolta í Tékklandi," sagði Holmes hlæjandi og á ekki von á henni til landsins að spila körfu í náinni framtíð. Hann er bjartsýnn á framhaldið. „Við vöxum með hverjum deginum sem lið og allt er að smella betur saman. Þetta var stórstigur og nú förum við að fagna," sagði Kaninn hressi. Almar: Þýðir ekki að mæta með hausinn í rassgatinu á sjálfum sér.Mynd/ValliSumir leikmenn Keflavíkur voru það svekktir að þeir komu sér strax úr íþróttahúsinu. Almar Guðbrandsson tók það á sig að ræða við undirritaðan þrátt fyrir svekkelsi með úrslitin. „Vörnin var skelfileg á tímabili. Við vorum reyndar einhverjum tíu stigum yfir í hálfleik en hengdum haus og misstum forystuna niður í upphafi þess seinni," sagði Almar ósáttur við byrjun sinna manna í hálfleiknum. „Þetta má ekki á móti Njarðvík. Þeir kunna að spila körfubolta alveg eins og við og voru bara betri í lokin," sagði Almar og benti á að deildin væri jöfn og ekki hægt að vinna leiki ef leikmenn mæti ekki til leiks. Almar var langt frá sínu besta í kvöld líkt og Magnús Gunnarsson sem hefur oftar en ekki farið fyrir liði sínu í stórum leikjum sem þessum. Framlag þeirra félaga var sex stig og fimm fráköst samtals. „Ég var fáránlega lélegur og alls ekki sáttur. Mér sýnist menn hafa ætlað að taka þetta létt. Það þýðir ekki að mæta með hausinn í rassgatinu á sér. Því miður voru nokkrir okkar svoleiðis í dag," sagði Almar sem sagði þjálfarana hafa hamrað á mikilvægi leiksins í kvöld í leið liðsins að öðru sæti í deildinni. Sá möguleiki væri auðvitað minni eftir tapið. Bein textalýsing frá leiknum40. mín - Leik lokið. 95-93. Magnús hitti ekki úr fyrsta skoti sínu en setti annað skotið niður. Hann klikkaði líkast til viljandi á því þriðja, boltinn skoppaði út í teiginn þar sem Parker tók frákastið og náði fínu skoti sem hitti þó ekki. Holmes hirti frákastið og sigurinn heimamanna. Njarðvíkingar fagna rosalega en Keflvíkingar svekktir.40. mín - Staðan er 95-92. Holmes setti bæði skotin ofan í. Brotið á Magnúsi í þriggja stiga skoti. Magnús á línunni og þrjú vítaskot framundan. Þrjár sekúndur eftir.40. mín - Staðan er 93-92. Parker með sendingu á Cole sem nær ekki boltanum undir pressu. Njarðvík með boltann og 20 sekúndur eftir. Heimamenn taka leikhlé. Þvílík spenna. Keflavík brýtur strax á Holmes sem fer á línuna. Keflvíkingar afar ósáttir við hversu lengi ritararnir voru að stöðva leikklukkuna. Munaði vafalítið sekúndu eða svo. Dómararnir bæta einmitt við einni sekúndu. Báðir þjálfarar ósáttir.40. mín - Staðan er 93-92. Holmes fékk boltann í hendurnar, beið og beið og setti svo niður skot af löngu færi en hefur líkast til stigið á línuna. Bara tvö stig. Keflavík tekur leikhlé þegar 26 sekúndur eru eftir. Ískaldur Holmes og þakið ætlar af Gryfjunni.40. mín - Staðan er 91-92. Parker setti tvö vítaskot ofan í. Njarðvík tekur leikhlé þegar 42 sekúndur eru eftir. Allt að verða vitlaust í húsinu.39. mín - Staðan er 91-90. Elvar Már ískaldur á vítalínunni og setti tvö í viðbót ofan í. Arnar Freyr skorar rándýra körfu hinum megin.39. mín - Staðan er 89-88. Allt að verða vitlaust. Fyrst ná Njarðvíkingar ekki skoti áður en skotklukkan rennur út og svo klikkar Cole undir körfunni hinum megin galopinn. Elvar Már fékk opið skot, hikaði og Njarðvíkingar urðu brjáðir enda skotklukkann aftur að renna út. Sem betur fer fyrir hann braut Parker á honum og Elvar setti bæði skotin ofan í.38. mín - Staðan er 86-86. Njarðvíkingar spila svæðisvörn þessa stundina, hættir að elta gestina úti um allt. Valur Orri hefur verið afar óhittinn fyrir utan þriggja, ýmist loftboltar eða rétt sleikja hringinn. Holmes aðeins skorað níu stig í hálfleiknum en Maciek og Echoles stigið upp í stigaskori. Magnús Gunnarsson lítið skotið í leiknum.36. mín - Staðan er 82-84. Travis Holmes var að setja þrist á því augnabliki sem skotklukkan rann út. Mikill hamagangur þar sem liðin stela boltanum á víxl í vanáætluðum hröðum upphlaupum sínum.34. mín - Staðan er 75-82. Valur Orri setti þrist hjá gestunum og Cole tvö í viðbót og á vítaskot inni. Njarðvíkingar taka leikhlé. Vilja ekki missa grannana of langt fram úr sér. Verður fróðlegt að sjá hvernig ungu Húnarnir höndla pressuna hér í lokin.32. mín - Staðan er 74-77. Parker og Maciek settu niður þrista, hvor á sínum enda, á fyrstu sekúndum fjórðungsins. Hlutirnir gerast hratt núna. Maciek setti annan þrist en Arnar Freyr svaraði með sniðskoti. Brotið á Maciek fyrir utan og þrjú skot framundan. Honum líður greinilega betur fyrir utan þriggja en á vítalínunni. Aðeins eitt skotanna fór ofan í.30. mín. Þriðja leikhluta lokið - Staðan er 68-70. Maciek Baginski setti þriggja stiga skot niður og jafnaði leikinn. Keflvíkingar brunuðu upp og Arnar Freyr skoraði síðustu körfu hálfleiksins. Gestirnir leiða með tveimur fyrir lokafjórðunginn. Almar enn einn með fjórar villur. Elvar Már og Travis Holmes með þrjár hjá heimamönnum.28. mín - Staðan er 65-65. Áhorfendur hafa látið lítið fyrir sér fara til þessa en hvetja nú lið sín af kappi. Það er meira undir hér í kvöld en stigin tvö. Echoles kominn með 13 stig hjá Njarðvíkingum og 100 prósent skotnýting Arnars Freys er fokin út í veður og vind eins og reikna mátti með. Var að klikka á seinna víti sínu í þessum töluðu.26. mín - Staðan er 61-62. Keflvíkingar pressa Elvar Már mun ofar á vellinum núna. Magnús Gunnarsson að koma sér betur inn í leikinn og átti frábæra stoðsendingu hér rétt áðan. Þjálfarar beggja liða væla yfir dómgæslunni eins og hefð er fyrir. Holmes kominn með 30 stig hjá heimamönnum og fær ekki jafnmikið pláss og í fyrri hálfleik. Parker kominn með 26 stig hjá Keflavík.25. mín - Staðan er 57-57. Það hlaut að koma að því að Cameron Echols léti til sín taka í stigaskorun jafnaði metin með skoti fyrir utan. Allt í járnum.22. mín - Staðan er 53-53. Heimamenn byrja betur í seinni. Ólafur Helgi jafnaði með þriggja stiga skoti og allt varð vitlaust í Gryfjunni. Í kjölfarið átti Valur Orri skot fyrir utan sem snerti ekki hringinn. Þvílík byrjun hjá Húnunum og Sigurður Ingimundar, þjálfari Keflavíkur, tekur leikhlé. Alvöru slagur framundan. Við fögnum því. Almar kominn með fjórar villur. Aðrir með tvær eða minna.Hálfleiksumræða: Almar Guðbrandsson er sá eini á vellinum sem er kominn í villuvandræði. Þrjár villur á kappann sem sat á bekknum síðustu mínúturnar í öðrum leikhluta. Allt í lagi að benda á að Arnar Freyr hefur skotið tvisvar fyrir utan þriggja og einu sinni fyrir innan. Allt ofan í hjá stráknum í kvöld.Hálfleiksumræða: Ótrúleg skotnýting hjá Holmes í fyrri hálfleik. Hann hefur hitt úr öllum þremur skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og sex af átta innan hennar. Það gerir 88 prósent skotnýtingu góðir hálsar. Tökum ofan fyrir því.20. mín - Hálfleikur - Staðan er 44-53. Travis Holmes setti þrist og er með 28 stig í fyrri hálfleik. Verið stórkostlegur og sá eini í liði heimamanna með fleiri en fjögur stig. Magnús Gunnarsson tók lokaskot hálfleiksins, örvæntingarfult þriggja stiga skot undir pressu sem dansaði þó á hringnum. Níu stiga forysta bikarmeistaranna í hálfleik. Parker með 20 stig hjá Keflavík, Cole 14 stig og Arnar Freyr 11 stig.19. mín - Staðan er 41-51. Munar miklu um Pál Kristinsson í sókninni hjá Njarðvík. Tók tvö sóknarfráköst í sömu sókninni áðan og gefur þeim allt aðra möguleika í baráttunni undir körfunni. Bæði lið komin með bónus og dvalið á vítalínunni undanfarnar mínútur. Valur Orri gerði vel og vann boltann fyrir Keflavík þegar heimamenn voru að byggja upp sókn. Skoraði í kjölfarið. Stefnir allt í góða forystu í leikhléi.18. mín - Staðan er 38-44. Mikið skorað núna. Njarðvíkingar gert nokkuð vel án Páls Kristinssonar sem hefur verið lengi utan vallar en er kominn aftur inná. Arnar Freyr er áræðinn í leikstjóranda hlutverkinu en hvílir nú og Valur Orri tekur við keflinu.15. mín - Staðan er 33-39. Keflvíkingar hadla nokkuð þægilegu forskoti og hafa undirtökin. Einar Árni og Friðrik fara ekki eftir þeim skilaboðum sem þeir sendu stuðningsmönnum sínum varðandi dómarana og kvarta sáran yfir meðferð á sínum mönnum. Travis Holmes kominn með 24 stig og er sjóðandi. Á hinum endanum var Jarryd Cole að bæta við annarri troðslu sinni í leiknum.13. mín - Staðan er 27-35. Arnar Freyr skoraði tvö síðustu í 1. leikhluta og setti þrist í upphafi annars leikhluta og nú annan. Jarryd Cole bauð upp á þriggja stiga sókn hjá gestunum þegar hann setti líka niður vítaskot sitt eftir að brotið var á honum í skotinu.10. mín. Fyrsta leikhluta lokið - Staðan er 23-23. Njarðvíkingar hafa heldur betur sótt í sig veðrið eftir leikhléið. Travis Holmes hefur farið á kostum. Hann er kominn með 14 stig og Keflvíkingum gengur lítið að stöðva hann. Á hinum endanum er Charles Parker atkvæðamestur með 10 stig. Plan Njarðvíkinga að halda aftur af Magnúsi Gunnarssyni hefur gengið ágætlega til þessa.8. mín - Staðan er 16-19. Njarðvíkingar sækja í sig veðrið. Elvar Már var að setja þrjú stig og Ólafur Helgi heldur aftur af Magnúsi Gunnarssyni hjá Kelfavík.7. mín - Staðan er 9-17. Gestirnir fara á kostum. Charles Parker setti þrist og varði í kjölfarið þriggja stiga skot Travis Holmes. Í kjölfarið tróð Jarryd Cole galopinn undir körfu Húnanna. Þjálfarar Njarðvíkur taka leikhlé.6. mín - Magnús Gunnarsson er mættur. Þristur langt utan af velli. Staðan er 6-12. Gestirnir að taka völdin.4. mín - Staðan er 6-7. Mönnum gengur illa að hitta. Charles Parker varði skot Páls Kristinssonar með tilþrifum. Parker með öll stig gestanna.Fyrir leik: Allt klárt fyrir grannaslaginn í Ljónagryfjunni.Fyrir leik: Undirritaður sat fund þjálfara Njarðvíkinga með stuðningsmönnum sínum. Þar kom fram að heimamenn ætla að spila maður á mann vörn og reyna að hafa stjórn á hraðanum í leiknum. Töluvert er um forföll í liði Njarðvíkur og til að mynda eru aðeins tíu menn á leikskýrslu. Þá biðluðu þjálfarar Njarðvíkur til stuðningsmanna að nota alla orkuna í að hvetja sína menn og láta dómarana eiga sig. Skítkast í garð þeirra skili sér ekki. Flott framtak hjá Njarðvíkingum að hitta stuðningsmenn sína fyrir leik.Fyrir leik: Staða liðanna í deildinni er nokkuð ólík. Keflavík er í 2.-4. sæti deildarinnar en í raun í 4. sæti þar sem liðið hefur lakari innbyrðis árangur en Stjarnan og Þór frá Þorlákshöfn. Keflvíkingar vilja vafalítið næla sér í 2. sæti deildarinnar og þurfa sigur í kvöld í leið sinni þangað. Njarðvíkingar eru í áttunda sæti, því síðasta sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Liðið er tveimur stigum á eftir Snæfell og Tindastóli en með lakari árangur úr innbyrðisviðureignum sínum við liðin tvö.Fyrir leik: Stuðningsmenn beggja liða eru að týnast inn í Ljónagryfjuna. Bekkurinn er nokkuð þéttsetinn þótt enn séu tíu mínútur í að leikur hefjist.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Njarðvíkur og Keflavíkur lýst. Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Njarðvíkingar lögðu granna sína frá Keflavík í spennuþrungnum leik í Ljónagryfjunni í kvöld 95-93. Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, fékk tækifæri til að jafna leikinn af vítalínunni í lokin en setti aðeins eitt skota sinna ofan í. Keflvíkingar höfðu ákveðið frumkvæði í leiknum í fyrri hálfleik. Njarðvíkingar slepptu þeim þó aldrei úr sjónmáli og mega þeir þakka Travis Holmes sérstaklega fyrir það en Holmes skoraði 28 stig í hálfleiknum. Gestirnir leiddu með níu stigum í hálfleik, 44-53, og útlitið gott hjá Keflvíkingum. Í síðari hálfleik mættu heimamenn dýrvitlausir til leiks og skoruðu fyrstu níu stigin. Eftir það var leikurinn í algjörum járnum. Keflvíkingum gekk betur að hafa hemil á Holmes en fyrir vikið stigu ungu leikmenn Njarðvíkur upp. Elvar Már Friðriksson var afar áræðinn með boltann í hlutverki leikstjórnanda og Maciek Baginski átti frábæra innkomu. Hann setti meðal annars niður tvö þriggja stiga skot þegar ýmislegt benti til þess að Keflvíkingar væru að sigla framúr. Undir lokin gerðu liðin sig sek um mistök á báðum endum og ætlaði allt um koll að keyra í Ljónagryfjunni enda spennan mikil. Charles Parker kom gestunum stigi yfir af vítalínunni þegar fjörutíu sekúndur lifðu leiks. Á hinum endanum skoraði Travis Holmes rándýra körfu undir pressu og kom heimamönnum einu stigi yfir. Parker og Cole töpuðu boltanum undir pressu í sókninni á hinum endanum og Keflvíkingar brutu á Holmes. Ekki besti maðurinn til að brjóta á enda verið sjóðandi heitur í leiknum. Holmes setti bæði skotin niður og þriggja stiga forskot heimamanna staðreynd þegar 17 sekúndur voru eftir. Þriggja stiga skot Parker geigaði og það gerði einnig tilraun Magnúsar Gunnarssonar fyrir utan. Sem betur fer fyrir Keflvíkinga braut Holmes á honum í skotinu og stórskyttan á leiðinni á línuna. Alla venjulega daga hefði Magnús verið val Keflavíkur á vítalínuna en ekki í kvöld. Magnús lét lítið fyrir sér fara og því kom ekki á óvart þegar fyrsta skotið misheppnaðist. Hann skoraði úr öðru en hið þriðja misnotaði hann viljandi. Parker náði frákastinu en skotið geigaði og Njarðvíkingar fögnuðu. Athyglisvert var að sjá hversu tilbúnir ungu Njarðvíkingarnir voru í baráttuna undir lokin. Elvar Már átti toppleik, Ólafur Helgi stóð vel fyrir sínu og hélt Magnúsi Gunnarssyni í greipum sínum. Maciek skoraði einnig dýrmæt stig á hárréttum augnablikum. Charles Parker var bestur gestanna. Arnar Freyr var sá Íslendingur sem spilaði á pari hjá gestunum en aðrir voru langt undir meðallagi. Magnús lét sem fyrr segir lítið fyrir sér fara, lítið kom út úr Almari og Valur Orri var ískaldur. Gestirnir mættu klárlega ekki tilbúnir til leiks og því fór sem fór. Elvar Már: Æðislegt að vinna Keflavík | Þreyta í líkamanumMynd/Valli„Það er alveg æðislegt að vinna Keflvíkinga," sagði Elvar Már Friðriksson hinn ungi leikstjórnandi Njarðvíkur eftir dramatískan sigur á grönnum sínum. Ef útlendingarnir í báðum liðum eru teknir út úr jöfnunni má setja leiki liðanna upp sem einvígi ungra kjúklinga úr Njarðvík og reyndra landsliðsmanna í Keflavík. „Þeir eru með ansi sterka Íslendinga hjá sér og við urðum að mæta sterkir til leiks og vinna það einvígi," sagði Elvar Már sem segir liðið ætla sér sæti í úrslitakeppninni. Mikið er um meiðsli og veikindi í herbúðum Njarðvíkinga sem höfðu aðeins tíu menn á skýrslu í dag. Elvar var eini leikstjórnandinn á skýrslu og spilaði mínúturnar fjörutíu án hvíldar. Elvar Már spilar einnig með unglingaflokkum Njarðvíkur og því mikið álag á kappanum. „Það er búið að vera mikið álag undanfarið og það er þreyta í líkamanum. Maður verður bara að spila sig í gegnum þetta. Það er skemmtilegast að spila svo að ég tek því," sagði Elvar Már. Holmes: Hef æft þessi skot á morgunæfingumMynd/ValliTravis Holmes var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í kvöld. Holmes skoraði 41 stig en hann var sérstaklega heitur í fyrri hálfleik með 28 stig. „Það er mikið talað um þennan ríg Keflavíkur og Njarðvíkur en ég vildi fyrst og fremst vinna vegna lélegrar frammistöðu minnar í síðustu tveimur leikjum. Við þurftum allir á þessum sigri að halda og rígurinn gaf okkur aukaorku," sagði Holmes sem sagðist hafa fundið fyrir aukaspennu fyrir leikinn. Holmes setti niður síðustu fjögur stig Njarðvíkinga og dró vagninn undir lokin. „Það er klárlega mikil ábyrgð á herðum mínum en ungu leikmennirnir hafa svo sannarlega verið að gera góða hluti. Við erum að þroskast og erum klárir í slaginn," sagði Holmes sem setti niður mikilvægt skot undir pressu þegar 26 sekúndur voru eftir og kom heimamönnum yfir. „Ég mæti tvisvar til þrisvar í viku með herbergisfélaga mínum í íþróttahúsið klukkan sjö á morgnana og æfi skot sem þessi," sagði Holmes um skotið sitt. Tvíburabróðir Travis Holmes spilaði í kvöld sinn fyrsta leik með Haukum. Má reikna með fleiri fjölskyldumeðlimum til landsins að spila körfu? „Ég á litla systur sem er nýútskrifuð úr skóla í Bandaríkjunum. Hún spilar nú körfubolta í Tékklandi," sagði Holmes hlæjandi og á ekki von á henni til landsins að spila körfu í náinni framtíð. Hann er bjartsýnn á framhaldið. „Við vöxum með hverjum deginum sem lið og allt er að smella betur saman. Þetta var stórstigur og nú förum við að fagna," sagði Kaninn hressi. Almar: Þýðir ekki að mæta með hausinn í rassgatinu á sjálfum sér.Mynd/ValliSumir leikmenn Keflavíkur voru það svekktir að þeir komu sér strax úr íþróttahúsinu. Almar Guðbrandsson tók það á sig að ræða við undirritaðan þrátt fyrir svekkelsi með úrslitin. „Vörnin var skelfileg á tímabili. Við vorum reyndar einhverjum tíu stigum yfir í hálfleik en hengdum haus og misstum forystuna niður í upphafi þess seinni," sagði Almar ósáttur við byrjun sinna manna í hálfleiknum. „Þetta má ekki á móti Njarðvík. Þeir kunna að spila körfubolta alveg eins og við og voru bara betri í lokin," sagði Almar og benti á að deildin væri jöfn og ekki hægt að vinna leiki ef leikmenn mæti ekki til leiks. Almar var langt frá sínu besta í kvöld líkt og Magnús Gunnarsson sem hefur oftar en ekki farið fyrir liði sínu í stórum leikjum sem þessum. Framlag þeirra félaga var sex stig og fimm fráköst samtals. „Ég var fáránlega lélegur og alls ekki sáttur. Mér sýnist menn hafa ætlað að taka þetta létt. Það þýðir ekki að mæta með hausinn í rassgatinu á sér. Því miður voru nokkrir okkar svoleiðis í dag," sagði Almar sem sagði þjálfarana hafa hamrað á mikilvægi leiksins í kvöld í leið liðsins að öðru sæti í deildinni. Sá möguleiki væri auðvitað minni eftir tapið. Bein textalýsing frá leiknum40. mín - Leik lokið. 95-93. Magnús hitti ekki úr fyrsta skoti sínu en setti annað skotið niður. Hann klikkaði líkast til viljandi á því þriðja, boltinn skoppaði út í teiginn þar sem Parker tók frákastið og náði fínu skoti sem hitti þó ekki. Holmes hirti frákastið og sigurinn heimamanna. Njarðvíkingar fagna rosalega en Keflvíkingar svekktir.40. mín - Staðan er 95-92. Holmes setti bæði skotin ofan í. Brotið á Magnúsi í þriggja stiga skoti. Magnús á línunni og þrjú vítaskot framundan. Þrjár sekúndur eftir.40. mín - Staðan er 93-92. Parker með sendingu á Cole sem nær ekki boltanum undir pressu. Njarðvík með boltann og 20 sekúndur eftir. Heimamenn taka leikhlé. Þvílík spenna. Keflavík brýtur strax á Holmes sem fer á línuna. Keflvíkingar afar ósáttir við hversu lengi ritararnir voru að stöðva leikklukkuna. Munaði vafalítið sekúndu eða svo. Dómararnir bæta einmitt við einni sekúndu. Báðir þjálfarar ósáttir.40. mín - Staðan er 93-92. Holmes fékk boltann í hendurnar, beið og beið og setti svo niður skot af löngu færi en hefur líkast til stigið á línuna. Bara tvö stig. Keflavík tekur leikhlé þegar 26 sekúndur eru eftir. Ískaldur Holmes og þakið ætlar af Gryfjunni.40. mín - Staðan er 91-92. Parker setti tvö vítaskot ofan í. Njarðvík tekur leikhlé þegar 42 sekúndur eru eftir. Allt að verða vitlaust í húsinu.39. mín - Staðan er 91-90. Elvar Már ískaldur á vítalínunni og setti tvö í viðbót ofan í. Arnar Freyr skorar rándýra körfu hinum megin.39. mín - Staðan er 89-88. Allt að verða vitlaust. Fyrst ná Njarðvíkingar ekki skoti áður en skotklukkan rennur út og svo klikkar Cole undir körfunni hinum megin galopinn. Elvar Már fékk opið skot, hikaði og Njarðvíkingar urðu brjáðir enda skotklukkann aftur að renna út. Sem betur fer fyrir hann braut Parker á honum og Elvar setti bæði skotin ofan í.38. mín - Staðan er 86-86. Njarðvíkingar spila svæðisvörn þessa stundina, hættir að elta gestina úti um allt. Valur Orri hefur verið afar óhittinn fyrir utan þriggja, ýmist loftboltar eða rétt sleikja hringinn. Holmes aðeins skorað níu stig í hálfleiknum en Maciek og Echoles stigið upp í stigaskori. Magnús Gunnarsson lítið skotið í leiknum.36. mín - Staðan er 82-84. Travis Holmes var að setja þrist á því augnabliki sem skotklukkan rann út. Mikill hamagangur þar sem liðin stela boltanum á víxl í vanáætluðum hröðum upphlaupum sínum.34. mín - Staðan er 75-82. Valur Orri setti þrist hjá gestunum og Cole tvö í viðbót og á vítaskot inni. Njarðvíkingar taka leikhlé. Vilja ekki missa grannana of langt fram úr sér. Verður fróðlegt að sjá hvernig ungu Húnarnir höndla pressuna hér í lokin.32. mín - Staðan er 74-77. Parker og Maciek settu niður þrista, hvor á sínum enda, á fyrstu sekúndum fjórðungsins. Hlutirnir gerast hratt núna. Maciek setti annan þrist en Arnar Freyr svaraði með sniðskoti. Brotið á Maciek fyrir utan og þrjú skot framundan. Honum líður greinilega betur fyrir utan þriggja en á vítalínunni. Aðeins eitt skotanna fór ofan í.30. mín. Þriðja leikhluta lokið - Staðan er 68-70. Maciek Baginski setti þriggja stiga skot niður og jafnaði leikinn. Keflvíkingar brunuðu upp og Arnar Freyr skoraði síðustu körfu hálfleiksins. Gestirnir leiða með tveimur fyrir lokafjórðunginn. Almar enn einn með fjórar villur. Elvar Már og Travis Holmes með þrjár hjá heimamönnum.28. mín - Staðan er 65-65. Áhorfendur hafa látið lítið fyrir sér fara til þessa en hvetja nú lið sín af kappi. Það er meira undir hér í kvöld en stigin tvö. Echoles kominn með 13 stig hjá Njarðvíkingum og 100 prósent skotnýting Arnars Freys er fokin út í veður og vind eins og reikna mátti með. Var að klikka á seinna víti sínu í þessum töluðu.26. mín - Staðan er 61-62. Keflvíkingar pressa Elvar Már mun ofar á vellinum núna. Magnús Gunnarsson að koma sér betur inn í leikinn og átti frábæra stoðsendingu hér rétt áðan. Þjálfarar beggja liða væla yfir dómgæslunni eins og hefð er fyrir. Holmes kominn með 30 stig hjá heimamönnum og fær ekki jafnmikið pláss og í fyrri hálfleik. Parker kominn með 26 stig hjá Keflavík.25. mín - Staðan er 57-57. Það hlaut að koma að því að Cameron Echols léti til sín taka í stigaskorun jafnaði metin með skoti fyrir utan. Allt í járnum.22. mín - Staðan er 53-53. Heimamenn byrja betur í seinni. Ólafur Helgi jafnaði með þriggja stiga skoti og allt varð vitlaust í Gryfjunni. Í kjölfarið átti Valur Orri skot fyrir utan sem snerti ekki hringinn. Þvílík byrjun hjá Húnunum og Sigurður Ingimundar, þjálfari Keflavíkur, tekur leikhlé. Alvöru slagur framundan. Við fögnum því. Almar kominn með fjórar villur. Aðrir með tvær eða minna.Hálfleiksumræða: Almar Guðbrandsson er sá eini á vellinum sem er kominn í villuvandræði. Þrjár villur á kappann sem sat á bekknum síðustu mínúturnar í öðrum leikhluta. Allt í lagi að benda á að Arnar Freyr hefur skotið tvisvar fyrir utan þriggja og einu sinni fyrir innan. Allt ofan í hjá stráknum í kvöld.Hálfleiksumræða: Ótrúleg skotnýting hjá Holmes í fyrri hálfleik. Hann hefur hitt úr öllum þremur skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og sex af átta innan hennar. Það gerir 88 prósent skotnýtingu góðir hálsar. Tökum ofan fyrir því.20. mín - Hálfleikur - Staðan er 44-53. Travis Holmes setti þrist og er með 28 stig í fyrri hálfleik. Verið stórkostlegur og sá eini í liði heimamanna með fleiri en fjögur stig. Magnús Gunnarsson tók lokaskot hálfleiksins, örvæntingarfult þriggja stiga skot undir pressu sem dansaði þó á hringnum. Níu stiga forysta bikarmeistaranna í hálfleik. Parker með 20 stig hjá Keflavík, Cole 14 stig og Arnar Freyr 11 stig.19. mín - Staðan er 41-51. Munar miklu um Pál Kristinsson í sókninni hjá Njarðvík. Tók tvö sóknarfráköst í sömu sókninni áðan og gefur þeim allt aðra möguleika í baráttunni undir körfunni. Bæði lið komin með bónus og dvalið á vítalínunni undanfarnar mínútur. Valur Orri gerði vel og vann boltann fyrir Keflavík þegar heimamenn voru að byggja upp sókn. Skoraði í kjölfarið. Stefnir allt í góða forystu í leikhléi.18. mín - Staðan er 38-44. Mikið skorað núna. Njarðvíkingar gert nokkuð vel án Páls Kristinssonar sem hefur verið lengi utan vallar en er kominn aftur inná. Arnar Freyr er áræðinn í leikstjóranda hlutverkinu en hvílir nú og Valur Orri tekur við keflinu.15. mín - Staðan er 33-39. Keflvíkingar hadla nokkuð þægilegu forskoti og hafa undirtökin. Einar Árni og Friðrik fara ekki eftir þeim skilaboðum sem þeir sendu stuðningsmönnum sínum varðandi dómarana og kvarta sáran yfir meðferð á sínum mönnum. Travis Holmes kominn með 24 stig og er sjóðandi. Á hinum endanum var Jarryd Cole að bæta við annarri troðslu sinni í leiknum.13. mín - Staðan er 27-35. Arnar Freyr skoraði tvö síðustu í 1. leikhluta og setti þrist í upphafi annars leikhluta og nú annan. Jarryd Cole bauð upp á þriggja stiga sókn hjá gestunum þegar hann setti líka niður vítaskot sitt eftir að brotið var á honum í skotinu.10. mín. Fyrsta leikhluta lokið - Staðan er 23-23. Njarðvíkingar hafa heldur betur sótt í sig veðrið eftir leikhléið. Travis Holmes hefur farið á kostum. Hann er kominn með 14 stig og Keflvíkingum gengur lítið að stöðva hann. Á hinum endanum er Charles Parker atkvæðamestur með 10 stig. Plan Njarðvíkinga að halda aftur af Magnúsi Gunnarssyni hefur gengið ágætlega til þessa.8. mín - Staðan er 16-19. Njarðvíkingar sækja í sig veðrið. Elvar Már var að setja þrjú stig og Ólafur Helgi heldur aftur af Magnúsi Gunnarssyni hjá Kelfavík.7. mín - Staðan er 9-17. Gestirnir fara á kostum. Charles Parker setti þrist og varði í kjölfarið þriggja stiga skot Travis Holmes. Í kjölfarið tróð Jarryd Cole galopinn undir körfu Húnanna. Þjálfarar Njarðvíkur taka leikhlé.6. mín - Magnús Gunnarsson er mættur. Þristur langt utan af velli. Staðan er 6-12. Gestirnir að taka völdin.4. mín - Staðan er 6-7. Mönnum gengur illa að hitta. Charles Parker varði skot Páls Kristinssonar með tilþrifum. Parker með öll stig gestanna.Fyrir leik: Allt klárt fyrir grannaslaginn í Ljónagryfjunni.Fyrir leik: Undirritaður sat fund þjálfara Njarðvíkinga með stuðningsmönnum sínum. Þar kom fram að heimamenn ætla að spila maður á mann vörn og reyna að hafa stjórn á hraðanum í leiknum. Töluvert er um forföll í liði Njarðvíkur og til að mynda eru aðeins tíu menn á leikskýrslu. Þá biðluðu þjálfarar Njarðvíkur til stuðningsmanna að nota alla orkuna í að hvetja sína menn og láta dómarana eiga sig. Skítkast í garð þeirra skili sér ekki. Flott framtak hjá Njarðvíkingum að hitta stuðningsmenn sína fyrir leik.Fyrir leik: Staða liðanna í deildinni er nokkuð ólík. Keflavík er í 2.-4. sæti deildarinnar en í raun í 4. sæti þar sem liðið hefur lakari innbyrðis árangur en Stjarnan og Þór frá Þorlákshöfn. Keflvíkingar vilja vafalítið næla sér í 2. sæti deildarinnar og þurfa sigur í kvöld í leið sinni þangað. Njarðvíkingar eru í áttunda sæti, því síðasta sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Liðið er tveimur stigum á eftir Snæfell og Tindastóli en með lakari árangur úr innbyrðisviðureignum sínum við liðin tvö.Fyrir leik: Stuðningsmenn beggja liða eru að týnast inn í Ljónagryfjuna. Bekkurinn er nokkuð þéttsetinn þótt enn séu tíu mínútur í að leikur hefjist.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Njarðvíkur og Keflavíkur lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira