Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Snæfell 101-100 Óskar Ófeigur Jónsson í Keflavík skrifar 1. mars 2012 21:14 Bikarmeistarar Keflvíkinga komust aftur á sigurbraut í Iceland Express deild karla í kvöld með því að vinna dramatískan 101-100 sigur á Snæfelli í framlengdum leik. Magnús Þór Gunnarsson skaut sína menn í gang í upphafi þriðja leikhluta, skoraði tvo rosalega mikilvæga þrista á lokakafla leiksins og skoraði alls 35 stig en það var hinn ungi Almar Guðbrandsson sem tryggði Keflavík 101-100 sigur á Snæfelli með því að setja niður víti þremur sekúndum fyrir lok framlengingarinnar. Leikurinn fór því framlengingu alveg eins og fyrri leikurinn í Hólminum. Keflvíkingar höfðu tapað fyrsta leiknum sínum eftir að þeir tryggðu sér bikarmeistaratitilinn (á móti Þór í Þorlákshöfn) og máttu ekki við því að tapa öðrum leik í röð ef þeir ætluðu að vera með í baráttunni um annað sætið. Snæfellingar hófu leikinn á tveimur þristum (6-0) og Keflvíkingar skoruðu ekki fyrstu stigin sín fyrr en eftir tvær og hálfa mínútu. Snæfellingar komust í framhaldinu í 15-8 og voru 20-12 yfir þegar aðeins 100 sekúndur voru eftir af fyrsta leikhlutanum. Keflvíkingar skoruðu hinsvegar sex síðustu stig leikhlutans og Snæfell var því aðeins 20-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Snæfellingar voru fljótir að ná upp sjö stiga forskoti í byrjun annars leikhluta (26-19) og voru áfram skrefinu á undan. Keflavíkurliðið minnkaði muninn í tvö stig en Snæfellsliðið hélt frumkvæðinu og var fjórum stigum yfir í hálfleik, 42-38. Heimamenn voru pirraðir og náðu aldrei takti í fyrri hálfleiknum en Hólmarar nýttu sér það ekki nógu vel og misstu síðan bæði Jón Ólaf Jónsson og Quincy Hankins-Cole í villuvandræði. Quincy Hankins-Cole tróð tvisvar með tilþrifum í öðrum leikhlutanum og var kominn með 10 stig og 9 fráköst í fyrri hálfleiknum en Pálmi Freyr Sigurgeirsson var stigahæstur með 11 stig. Charles Michael Parker skoraði 13 stig fyrir Keflavík og Magnús Þór Gunnarsson var með 11 stig. Það tók Keflavíkurliðið aðeins rúmar tvær mínútur að komast sjö stigum yfir, 49-42, með því að skora 11 fyrstu stig seinni hálfleiksins. Magnús setti þarna niður tvo þrista og Valur Orri Valsson einn. Snæfellsliðið kom til baka en þá skoraði Magnús 7 stig á innan við mínútu og Keflavík var komið í 59-53. Magnús var þar með búinn að skora 13 stig á fyrstu fimm mínútum hálfleiksins. Keflvíkingar náðu mest ellefu stiga forskoti, 64-53, en Snæfell með Marquis Sheldon Hall í fararbroddi unnu sig inn í leikinn og Keflavík var bara með eins stigs forskot, 68-67, fyrir lokaleikhlutann. Snæfellingar sváfu reyndar illilega á verðinum þegar Almar Guðbrandsson skoraði lokakörfu leikhlutans rétt áður en tíminn rann út. Keflvíkinga náðu níu stiga forskoti í fjórða leikhlutanum (79-70 og 85-76) en hikstuðu á móti svæðinu í lokin og Snæfellingar komust yfir í 87-86 þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Magnús Þór Gunnarsson skoraði tvær svakalegar þriggja stiga körfur á lokakafla leiksins og en Ólafur Torfason hélt Snæfelli á lífi með því að taka sóknarfráköst skömmu fyrir leikslok og tryggja Snæfelli síðan framlengingu með því að setja niður tvö vítaskot þegar aðeins 31 sekúndubrot var eftir af leiknum. Keflvíkingar skoruðu fjögur fyrstu stig framlengingarinnar en Snæfell svaraði fyrst með því að jafna leikinn í 97-97 og svo með þriggja stiga körfu Pálma Freys Sigurgeirssonar eftir að Arnar Freyr Jónsson hafði komið Keflavík í 100-97 með þriggja stiga körfu. Almar Guðbrandsson fór á vítalínuna tæpum þremur sekúndum fyrir leikslok og tryggði sínum mönnum eins stigs sigur, 101-100, með því að setja niður fyrra vítið.Keflavík-Snæfell 101-100 Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 35/6 fráköst, Charles Michael Parker 25/10 fráköst/7 stoðsendingar, Jarryd Cole 11/13 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 8, Valur Orri Valsson 6, Almar Stefán Guðbrandsson 5/9 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 5, Kristoffer Douse 4, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 2, Andri Þór Skúlason 0, Ragnar Gerald Albertsson 0, Gunnar H. Stefánsson 0. Snæfell: Marquis Sheldon Hall 25/6 fráköst/9 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 23/8 fráköst/5 stolnir, Quincy Hankins-Cole 14/16 fráköst/4 varin skot, Sveinn Arnar Davidsson 12/7 fráköst, Ólafur Torfason 9/10 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 9, Jón Ólafur Jónsson 8, Magnús Ingi Hjálmarsson 0, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0, Snjólfur Björnsson 0. Magnús Þór: Mjög stoltir að hafa unnið þennan leik„Við þurfum á þessum að halda eins og þeir. Baráttan er hörð um annað til sjöunda sætið og það var mjög gott að vinna þennan leik hvort sem að það var með einu stigi eða fimmtíu stigum," sagði Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur. Magnús átti frábæran leik og skoraði 35 stig en hann setti niður 8 af 13 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Almar Stefán Guðbrandsson fór á vítalínuna í lokin og tryggði Keflavík eins stigs sigur. „Almar er ekki ungur lengur. Hann fær það ekkert enda er hann 204 sm og á að spila miklu betur en hann er búinn að gera. Hann setti niður þetta víti og við unnum. Það var flott hjá honum. Hann var duglegur í seinni hálfleik í dag og ég var mjög ánægður með hann," sagði Magnús sem skaut sína menn í gang í byrjun seinni hálfleiksins. „Við vorum ekki að spila eins og við vildum í fyrri hálfleiknum. Svo ákváðum við bara að taka okkur saman í andlitinu í hálfleik og kveikja aðeins í þessu. Það gekk í einhverjar mínútur þar sem ég, Valur og Charlie hittum vel í byrjun. Við gáfum síðan eftir aftur," sagði Magnús. „Þeir stóðu sig mjög vel enda er Snæfell með hörkugott lið og það er vel þjálfað. Við erum mjög stoltir að hafa unnið þennan leik," sagði Magnús. „Við hefðum ekki átt að láta þá komast svona nálægt okkur en við unnum og það er nóg. Við komumst ekki ofar en annað sætið og ætlum að taka það. Þá fáum við allavega heimaleik í fyrstu tveimur umferðunum í úrslitakeppninni," sagði Magnús. Pálmi Freyr: Gríðarlega svekkjandi„Þetta er hrikalega svekkjandi því við erum búnir að tapa mörgum leikjum í vetur með litlum mun eða í framlengingu og þetta er því gríðarlega svekkjandi," sagði Pálmi Freyr Sigurgeirsson, fyrirliði Snæfells, sem átti góðan leik í kvöld. Snæfellingar voru ósáttir með endinn í leikinn. „Við vildum fá meira út úr þessum leik og það voru dómar sem okkur fannst ekki vera réttir. Þetta féll ekki með okkur í lokin en féll með Keflavík. „Við verðum bara að gera ennþá betur því við verðum bara að fara vinna þessa jöfnu leiki og verðum bara að vera beittari," sagði Pálmi. „Við spiluðum fyrri hálfleikinn mjög vel og mér fannst við hafa getað verið meira en yfir. Síðan vorum við ekki tilbúnir í byrjun seinni hálfleik þrátt fyrir höfum talað saman um það að Keflavík kæmi að krafti inn í seinni hálfleikinn," sagði Pálmi. „Við vorum á hælunum í byrjun seinni hálfleiks og þeir náðu forystu. Það voru alltof miklar sveiflur í okkar leik fannst mér en við náðum að koma til baka. Ég er bara gríðarlega svekktur," ítrekaði Pálmi sem skoraði 23 stig í leiknum og lék mjög vel. Sigurður Ingimundar: Vorum heppnir í kvöldmynd/valli„Það má búast við svona dramatík á þessum tíma í mótinu þegar öll liðin eru að berjast um það að komast í úrslitakeppni eða að komast í sæti. Það má því búast við því að liðin leggi mikið á sig og leikirnir verði svona það sem eftir er," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur eftir eins stigs sigur á Snæfelli í kvöld. „Báðir leikirnir á móti þeim hafa verið mjög jafnir. Mér fannst við vera heppnir í kvöld því við spiluðum illa. Við vorum frekar lélegir í leiknum, sérstaklega varnarlega og sóknin var týnd þótt að við höfum skorað hundrað stig. Maggi setti sín skot niður en mér frannst við spila illa," sagði Sigurður. „Við þurfum að laga ýmislegt í okkar leik fram að næsta leik en sem betur fer höfum við góðan tíma því það eru átta dagar í næsta leik sem er óvenju langur tími," sagði Sigurður. En er liðið hans enn að ná sér niður eftir bikargleðina á dögunum? „Ef menn eru ekki komnir yfir það núna þá verð ég illa svikinn. Ég held að bikarmeistaratitilinn sé ekkert að trufla okkur og svo má ekki gleyma að við erum að spila á móti Snæfelli sem er hörkulið. Við vinnum á heimavelli þannig að ég er sáttur með það. Tvö stig eru það eina sem skiptir máli," sagði Sigurður. Almar Stefán Guðbrandsson fór á vítalínuna í lokin og tryggði Keflavík eins stigs sigur. „Það var flott fyrir hann og hjálpar honum upp á sjálfstraustið. Við erum komnir með alvöru samkeppni í flestar stöður sem er gott. Við eigum samt að öllu leyti að geta gert betur en í kvöld," sagði Sigurður. „Það skiptir okkur máli að vera í öðru sæti frekar en fimmta sæti og þú flýgur bara niður töfluna við hvern leik sem þú tapar í þessari deild. Það gerir þetta mjög skemmtilegt," sagði Sigurður að lokum. Ingi Þór: Þú vinnur ekkert Keflavík ef Maggi spilar svonaIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, þurfti í kvöld að horfa upp á sína menn tapa enn einu sinni í jöfnum leik þegar Snæfell tapaði með einu stigi í framlengingu í Keflavík. „Við hefðum getað farið í ágætis mál með sigri hérna í kvöld eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum. Mér fannst við klaufar því við vorum komnir í kjörstöðu eftir að hafa lent tvisvar sinnum tíu stigum undir," sagði Ingi Þór. „Við vorum ekki nógu skynsamir. Við vorum að komast upp að körfunni í hvert einasta skiptið en vorum síðan að taka erfið skot fyrir utan í lokin. Digri maðurinn þeirra var síðan alveg fáránlega heitur," sagði Ingi og á þá við Magnús Þór Gunnarsson sem skoraði 35 stig í kvöld. „Þú vinnur ekkert Keflavík ef Maggi spilar svona," sagði Ingi Þór en Magnús hitti úr 8 af 13 þriggja stiga skotum sínum í kvöld. „Þetta hefur ekki verið að detta fyrir okkur í vetur en við snérum samt við blaðinu eftir áramót og unnum sex leiki í röð. Við höfum aðeins verið að hiksta núna en þurfum bara að halda áfram. Við eigum Fjölni heima næst og það er stórleikur fyrir okkur," sagði Ingi Þór. „Við gefumst aldrei upp og erum með hæfileika í liðinu. Mér fannst bara við ekki vera að keyra á öllum hæfileikunum sem við höfum í liðinu. Þeir hæfileikar sem voru í gangi virtust vera nóg til að vinna þetta og það munaði ekki miklu að þessi leikur félli með okkur," sagði Ingi Þór. Dominos-deild karla Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira
Bikarmeistarar Keflvíkinga komust aftur á sigurbraut í Iceland Express deild karla í kvöld með því að vinna dramatískan 101-100 sigur á Snæfelli í framlengdum leik. Magnús Þór Gunnarsson skaut sína menn í gang í upphafi þriðja leikhluta, skoraði tvo rosalega mikilvæga þrista á lokakafla leiksins og skoraði alls 35 stig en það var hinn ungi Almar Guðbrandsson sem tryggði Keflavík 101-100 sigur á Snæfelli með því að setja niður víti þremur sekúndum fyrir lok framlengingarinnar. Leikurinn fór því framlengingu alveg eins og fyrri leikurinn í Hólminum. Keflvíkingar höfðu tapað fyrsta leiknum sínum eftir að þeir tryggðu sér bikarmeistaratitilinn (á móti Þór í Þorlákshöfn) og máttu ekki við því að tapa öðrum leik í röð ef þeir ætluðu að vera með í baráttunni um annað sætið. Snæfellingar hófu leikinn á tveimur þristum (6-0) og Keflvíkingar skoruðu ekki fyrstu stigin sín fyrr en eftir tvær og hálfa mínútu. Snæfellingar komust í framhaldinu í 15-8 og voru 20-12 yfir þegar aðeins 100 sekúndur voru eftir af fyrsta leikhlutanum. Keflvíkingar skoruðu hinsvegar sex síðustu stig leikhlutans og Snæfell var því aðeins 20-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Snæfellingar voru fljótir að ná upp sjö stiga forskoti í byrjun annars leikhluta (26-19) og voru áfram skrefinu á undan. Keflavíkurliðið minnkaði muninn í tvö stig en Snæfellsliðið hélt frumkvæðinu og var fjórum stigum yfir í hálfleik, 42-38. Heimamenn voru pirraðir og náðu aldrei takti í fyrri hálfleiknum en Hólmarar nýttu sér það ekki nógu vel og misstu síðan bæði Jón Ólaf Jónsson og Quincy Hankins-Cole í villuvandræði. Quincy Hankins-Cole tróð tvisvar með tilþrifum í öðrum leikhlutanum og var kominn með 10 stig og 9 fráköst í fyrri hálfleiknum en Pálmi Freyr Sigurgeirsson var stigahæstur með 11 stig. Charles Michael Parker skoraði 13 stig fyrir Keflavík og Magnús Þór Gunnarsson var með 11 stig. Það tók Keflavíkurliðið aðeins rúmar tvær mínútur að komast sjö stigum yfir, 49-42, með því að skora 11 fyrstu stig seinni hálfleiksins. Magnús setti þarna niður tvo þrista og Valur Orri Valsson einn. Snæfellsliðið kom til baka en þá skoraði Magnús 7 stig á innan við mínútu og Keflavík var komið í 59-53. Magnús var þar með búinn að skora 13 stig á fyrstu fimm mínútum hálfleiksins. Keflvíkingar náðu mest ellefu stiga forskoti, 64-53, en Snæfell með Marquis Sheldon Hall í fararbroddi unnu sig inn í leikinn og Keflavík var bara með eins stigs forskot, 68-67, fyrir lokaleikhlutann. Snæfellingar sváfu reyndar illilega á verðinum þegar Almar Guðbrandsson skoraði lokakörfu leikhlutans rétt áður en tíminn rann út. Keflvíkinga náðu níu stiga forskoti í fjórða leikhlutanum (79-70 og 85-76) en hikstuðu á móti svæðinu í lokin og Snæfellingar komust yfir í 87-86 þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Magnús Þór Gunnarsson skoraði tvær svakalegar þriggja stiga körfur á lokakafla leiksins og en Ólafur Torfason hélt Snæfelli á lífi með því að taka sóknarfráköst skömmu fyrir leikslok og tryggja Snæfelli síðan framlengingu með því að setja niður tvö vítaskot þegar aðeins 31 sekúndubrot var eftir af leiknum. Keflvíkingar skoruðu fjögur fyrstu stig framlengingarinnar en Snæfell svaraði fyrst með því að jafna leikinn í 97-97 og svo með þriggja stiga körfu Pálma Freys Sigurgeirssonar eftir að Arnar Freyr Jónsson hafði komið Keflavík í 100-97 með þriggja stiga körfu. Almar Guðbrandsson fór á vítalínuna tæpum þremur sekúndum fyrir leikslok og tryggði sínum mönnum eins stigs sigur, 101-100, með því að setja niður fyrra vítið.Keflavík-Snæfell 101-100 Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 35/6 fráköst, Charles Michael Parker 25/10 fráköst/7 stoðsendingar, Jarryd Cole 11/13 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 8, Valur Orri Valsson 6, Almar Stefán Guðbrandsson 5/9 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 5, Kristoffer Douse 4, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 2, Andri Þór Skúlason 0, Ragnar Gerald Albertsson 0, Gunnar H. Stefánsson 0. Snæfell: Marquis Sheldon Hall 25/6 fráköst/9 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 23/8 fráköst/5 stolnir, Quincy Hankins-Cole 14/16 fráköst/4 varin skot, Sveinn Arnar Davidsson 12/7 fráköst, Ólafur Torfason 9/10 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 9, Jón Ólafur Jónsson 8, Magnús Ingi Hjálmarsson 0, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0, Snjólfur Björnsson 0. Magnús Þór: Mjög stoltir að hafa unnið þennan leik„Við þurfum á þessum að halda eins og þeir. Baráttan er hörð um annað til sjöunda sætið og það var mjög gott að vinna þennan leik hvort sem að það var með einu stigi eða fimmtíu stigum," sagði Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur. Magnús átti frábæran leik og skoraði 35 stig en hann setti niður 8 af 13 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Almar Stefán Guðbrandsson fór á vítalínuna í lokin og tryggði Keflavík eins stigs sigur. „Almar er ekki ungur lengur. Hann fær það ekkert enda er hann 204 sm og á að spila miklu betur en hann er búinn að gera. Hann setti niður þetta víti og við unnum. Það var flott hjá honum. Hann var duglegur í seinni hálfleik í dag og ég var mjög ánægður með hann," sagði Magnús sem skaut sína menn í gang í byrjun seinni hálfleiksins. „Við vorum ekki að spila eins og við vildum í fyrri hálfleiknum. Svo ákváðum við bara að taka okkur saman í andlitinu í hálfleik og kveikja aðeins í þessu. Það gekk í einhverjar mínútur þar sem ég, Valur og Charlie hittum vel í byrjun. Við gáfum síðan eftir aftur," sagði Magnús. „Þeir stóðu sig mjög vel enda er Snæfell með hörkugott lið og það er vel þjálfað. Við erum mjög stoltir að hafa unnið þennan leik," sagði Magnús. „Við hefðum ekki átt að láta þá komast svona nálægt okkur en við unnum og það er nóg. Við komumst ekki ofar en annað sætið og ætlum að taka það. Þá fáum við allavega heimaleik í fyrstu tveimur umferðunum í úrslitakeppninni," sagði Magnús. Pálmi Freyr: Gríðarlega svekkjandi„Þetta er hrikalega svekkjandi því við erum búnir að tapa mörgum leikjum í vetur með litlum mun eða í framlengingu og þetta er því gríðarlega svekkjandi," sagði Pálmi Freyr Sigurgeirsson, fyrirliði Snæfells, sem átti góðan leik í kvöld. Snæfellingar voru ósáttir með endinn í leikinn. „Við vildum fá meira út úr þessum leik og það voru dómar sem okkur fannst ekki vera réttir. Þetta féll ekki með okkur í lokin en féll með Keflavík. „Við verðum bara að gera ennþá betur því við verðum bara að fara vinna þessa jöfnu leiki og verðum bara að vera beittari," sagði Pálmi. „Við spiluðum fyrri hálfleikinn mjög vel og mér fannst við hafa getað verið meira en yfir. Síðan vorum við ekki tilbúnir í byrjun seinni hálfleik þrátt fyrir höfum talað saman um það að Keflavík kæmi að krafti inn í seinni hálfleikinn," sagði Pálmi. „Við vorum á hælunum í byrjun seinni hálfleiks og þeir náðu forystu. Það voru alltof miklar sveiflur í okkar leik fannst mér en við náðum að koma til baka. Ég er bara gríðarlega svekktur," ítrekaði Pálmi sem skoraði 23 stig í leiknum og lék mjög vel. Sigurður Ingimundar: Vorum heppnir í kvöldmynd/valli„Það má búast við svona dramatík á þessum tíma í mótinu þegar öll liðin eru að berjast um það að komast í úrslitakeppni eða að komast í sæti. Það má því búast við því að liðin leggi mikið á sig og leikirnir verði svona það sem eftir er," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur eftir eins stigs sigur á Snæfelli í kvöld. „Báðir leikirnir á móti þeim hafa verið mjög jafnir. Mér fannst við vera heppnir í kvöld því við spiluðum illa. Við vorum frekar lélegir í leiknum, sérstaklega varnarlega og sóknin var týnd þótt að við höfum skorað hundrað stig. Maggi setti sín skot niður en mér frannst við spila illa," sagði Sigurður. „Við þurfum að laga ýmislegt í okkar leik fram að næsta leik en sem betur fer höfum við góðan tíma því það eru átta dagar í næsta leik sem er óvenju langur tími," sagði Sigurður. En er liðið hans enn að ná sér niður eftir bikargleðina á dögunum? „Ef menn eru ekki komnir yfir það núna þá verð ég illa svikinn. Ég held að bikarmeistaratitilinn sé ekkert að trufla okkur og svo má ekki gleyma að við erum að spila á móti Snæfelli sem er hörkulið. Við vinnum á heimavelli þannig að ég er sáttur með það. Tvö stig eru það eina sem skiptir máli," sagði Sigurður. Almar Stefán Guðbrandsson fór á vítalínuna í lokin og tryggði Keflavík eins stigs sigur. „Það var flott fyrir hann og hjálpar honum upp á sjálfstraustið. Við erum komnir með alvöru samkeppni í flestar stöður sem er gott. Við eigum samt að öllu leyti að geta gert betur en í kvöld," sagði Sigurður. „Það skiptir okkur máli að vera í öðru sæti frekar en fimmta sæti og þú flýgur bara niður töfluna við hvern leik sem þú tapar í þessari deild. Það gerir þetta mjög skemmtilegt," sagði Sigurður að lokum. Ingi Þór: Þú vinnur ekkert Keflavík ef Maggi spilar svonaIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, þurfti í kvöld að horfa upp á sína menn tapa enn einu sinni í jöfnum leik þegar Snæfell tapaði með einu stigi í framlengingu í Keflavík. „Við hefðum getað farið í ágætis mál með sigri hérna í kvöld eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum. Mér fannst við klaufar því við vorum komnir í kjörstöðu eftir að hafa lent tvisvar sinnum tíu stigum undir," sagði Ingi Þór. „Við vorum ekki nógu skynsamir. Við vorum að komast upp að körfunni í hvert einasta skiptið en vorum síðan að taka erfið skot fyrir utan í lokin. Digri maðurinn þeirra var síðan alveg fáránlega heitur," sagði Ingi og á þá við Magnús Þór Gunnarsson sem skoraði 35 stig í kvöld. „Þú vinnur ekkert Keflavík ef Maggi spilar svona," sagði Ingi Þór en Magnús hitti úr 8 af 13 þriggja stiga skotum sínum í kvöld. „Þetta hefur ekki verið að detta fyrir okkur í vetur en við snérum samt við blaðinu eftir áramót og unnum sex leiki í röð. Við höfum aðeins verið að hiksta núna en þurfum bara að halda áfram. Við eigum Fjölni heima næst og það er stórleikur fyrir okkur," sagði Ingi Þór. „Við gefumst aldrei upp og erum með hæfileika í liðinu. Mér fannst bara við ekki vera að keyra á öllum hæfileikunum sem við höfum í liðinu. Þeir hæfileikar sem voru í gangi virtust vera nóg til að vinna þetta og það munaði ekki miklu að þessi leikur félli með okkur," sagði Ingi Þór.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira