Þrír sigrar í röð hjá Þórsurum - Smith með 46 stig Þórsarar úr Þorlákshöfn eru komnir upp að hlið Grindavíkur og Stjörnunnar í 2. til 4. sæti Dominos-deildar karla í körfubolta eftir níu stiga heimasigur á Fjölni í kvöld, 92-83. Þórsliðið var að vinna sinn þriðja leik í röð þar af annan sigurinn á aðeins þremur dögum því liðið vann KR á heimavelli á miðvikdagskvöldið. Körfubolti 16. nóvember 2012 21:05
Helgi Már og Martin kláruðu ÍR-inga í lokin Helgi Már Magnússon, spilandi þjálfari KR, og hinn ungi Martin Hermannsson voru hetjur sinna manna í fimm stiga sigri á ÍR, 79-74, í Hertz-hellinum í Seljaskóli í 7. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 16. nóvember 2012 20:57
Misvísandi fregnir frá Ástralíu um Beckham Fulltrúar David Beckham harðneita því að kappinn hafi nokkrar áætlanir um að spila í Ástralíu en forráðamenn knattspyrnusambandsins þar í landi hafa haldið því fram. Fótbolti 16. nóvember 2012 09:48
Þór og KFÍ skipta um Kana Þór úr Þorlákshöfn og KFÍ frá Ísafirði hafa bæði skipt um bandaríska leikmenn í sínum liðum. Körfubolti 16. nóvember 2012 09:36
Átta sigrar í röð hjá Keflavík - úrslit kvöldsins Reykjanesbæjarliðin Keflavík og Njarðvík unni bæði góða heimasigra í sjöundu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Keflavík vann níu stiga sigur á Skallagrími í Toyota-höllinni og Njarðvík vann 31 stigs sigur á KFÍ í Ljónagryfjunni. Körfubolti 15. nóvember 2012 21:15
Snæfell náði tveggja stiga forskoti á toppnum Topplið Snæfells lenti í vandræðum með botnlið Tindastóls í Stykkishólmi í kvöld í 7. umferð Dominos-deild karla í körfubolta en vann að lokum tíu stiga sigur, 86-76. Snæfell hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð og er með tveggja stiga forskot á toppnum. Körfubolti 15. nóvember 2012 21:01
Grindvíkingar stöðvuðu sigurgöngu Stjörnunnar Íslandsmeistarar Grindavíkur stöðu þriggja leikja sigurgöngu Stjörnunnar i Dominosdeild karla í kvöld með því að vinna Garðbæinga 90-86 í spennuleik í Röstinni í Grindavík. Grindavík og Stjarnan eru því jöfn að stigum í toppbaráttunni þegar sjö umferðir eru búnar en bæði liðin hafa náð í 10 stig af 14 mögulegum. Körfubolti 15. nóvember 2012 20:52
Þór hafði betur gegn KR Þór frá Þorlákshöfn vann í kvöld góðan sigur á KR, 102-88, í frestuðum leik í Domino's-deild karla. Körfubolti 14. nóvember 2012 21:07
Úrslit Lengjubikarsins verða í Stykkishólmi Körfuknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að úrslit Lengjubikars karla munu fara fram í Stykkishólmi föstudaginn 23. og laugardaginn 24. nóvember næstkomandi. Að venju verða undanúrslitin "Final-Four“ haldin á föstudegi og svo úrslitaleikurinn sjálfur háður á laugardeginum. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 13. nóvember 2012 14:26
Stórir sigrar í Lengjubikarnum í kvöld - úrslit og stigaskor Stjarnan, Njarðvík, Snæfell og Grindavík unnu öll örugga sigra í leikjum sínum í Lengjubikarnum en öll nema Grindavík voru á heimavelli. Valsmenn spiluðu heimaleik sinn á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni og Njarðvíkingar nýttu sér það og unnu stórsigur. Körfubolti 12. nóvember 2012 21:02
Stjörnumenn upp að hlið Snæfells á toppnum Stjarnan vann 20 stiga sigur á ÍR, 89-69, í Garðabæ í kvöld í 6. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta en þetta var þriðji deildarsigur Stjörnumanna í röð og skilar hann liðinu upp að hlið Snæfells á toppi deildarinnar. Körfubolti 9. nóvember 2012 20:50
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 87 - 70 Góður seinni hálfleikur reyndist nóg í 17 stiga sigri KR á Njarðvík í DHL-höllinni í Dominos deild karla í kvöld. Eftir að gestirnir höfðu mest náð tíu stiga forskoti í fyrri hálfleik var allt annað að sjá til KR liðsins í seinni hálfleik. Körfubolti 9. nóvember 2012 19:08
Tindastólskaninn farinn að spila með ÍR - Fjögur lið skipta Liðin í Dominosdeild karla í körfubolta eru farin að gera breytingar á bandarísku leikmönnum sínum og Karfan.is segir frá því í dag að fjögur þeirra hafa ákveðið að leita á ný mið. Þetta eru lið KFÍ, Fjölnis, Tindastóls og ÍR. Körfubolti 9. nóvember 2012 16:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fjölnir - Snæfell 95-102 | Úrslit kvöldsins Snæfell sigraði Fjölni 102-95 í sveiflukenndum leik í Grafarvogi í kvöld í Dominos deild karla í körfubolta. Snæfell náði mest 18 stiga forystu í leiknum en Fjölnir komst inn í leikinn og náði að gera hann spennandi áður en yfir lauk. Körfubolti 8. nóvember 2012 14:49
KR mætir Keflavík í bikarnum KR og bikarmeistarar Keflavíkur drógust saman í 32 liða úrslitum Poweradebikarsins í körfubolta en dregið var í höfuðstöðvum KKÍ í dag. Þá var einnig dregið í 16 liða úrslitin hjá konunum. Körfubolti 8. nóvember 2012 14:35
Gamall liðsfélagi Jeb Ivey búinn að semja við Njarðvík Njarðvíkingar hafa fengið til sín nýjan bandarískan leikmann í körfuboltanum en þar er um að ræða 31 árs gamlan reynslubolta sem hefur spilað lengi í Þýskalandi og Finnlandi. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Körfubolti 7. nóvember 2012 14:30
KR náði fram hefndum gegn Snæfelli Fjórir leikir fóru fram í fyrirtækjabikar KKÍ, Lengjubikarnum, í kvöld og þar bar hæst að KR náði fram hefndum gegn Snæfelli. Körfubolti 5. nóvember 2012 21:01
Háspenna í Hveragerði | Tindastóll og Þór með fullt hús Keflavík, KFÍ, Tindastóll og Þór frá Þorlákshöfn unnu góða sigra í Lengjubikar karla í körfubolta en fjórir leikir fóru fram í kvöld. Körfubolti 4. nóvember 2012 21:53
Snæfell á topppnum eftir þriðja örugga sigurinn í röð Snæfellingar eru komnir í toppsæti Dominosdeildar karla i körfubolta eftir öruggan 13 stiga sigur á KFÍ í Stykkishólmi í kvöld, 108-95. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Jón Ólafur Jónson átti enn einn stórleikinn með Hólmurum. Körfubolti 3. nóvember 2012 19:41
Enginn körfubolti í kvöld Búið er að fresta öllum körfuboltaleikjum kvöldsins en sex leikir áttu að fara fram í Dominos-deild og 1. deild karla. Körfubolti 2. nóvember 2012 15:49
Íslendingarnir eiga að draga vagninn fyrir KR Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að menn þar á bæ séu ekki að fara á taugum þrátt fyrir slæma byrjun á vetrinum. Hugmyndafræði KR er að stóla á heimamenn en ekki útlendinga í vetur. Körfubolti 2. nóvember 2012 07:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 105-99 ÍR vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Grindavíkur, 105-99, í Hertz hellinum í Seljaskóla í kvöld. Leikurinn var hins besta skemmtun því sóknarleikurinn var í fararbroddi í leiknum. ÍR lék betur í seinni hálfleik og náði að knýja fram góðan sex stiga heimasigur. Körfubolti 1. nóvember 2012 18:45
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 108-115 Stjarnan vann ævintýralegan sigur á Njarðvík í tvíframlengdum háspennuleik í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvík fékk tvö tækifæri til þess að vinna leikinn en nýtti þau ekki. Körfubolti 1. nóvember 2012 18:01
Enginn leikur á Króknum í kvöld Körfuknattleikssambandið hefur ákveðið að fresta leik Tindastóls og Skallagríms í Domino´s deild karla sem átti að fara fram í kvöld. Körfubolti 1. nóvember 2012 11:32
Lengjubikarinn: Hamar skellti KR Leikið var í Lengjubikar KKÍ í kvöld en einir fimm leikir fóru þá fram. Mesta athygli vakti óvæntur sigur Hamars á KR. Körfubolti 28. október 2012 21:10
Keflvíkingar loksins komnir á blað í Dominosdeildinni Keflvíkingar unnu sinn fyrsta leik í Dominosdeild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir sóttu tvö stig til Ísafjarðar. Keflavík var búið að tapa fyrstu þremur deildarleikjum sínum en vann nokkuð öruggan tíu stiga útisigur á KFÍ í Jakanum, 79-69. Körfubolti 26. október 2012 21:03
Þriðji sigur Skallagríms í röð Nýliðar Skallagríms byrja tímabilið vel í Dominos-deild karla í körfubolta en Borgnesingar unnu níu stiga heimasigur á ÍR, 80-71, í Fjósinu í kvöld þegar 4. umferðinni lauk. Skallagrímur er nú eitt fimm liða með sex stig í efstu fimm sætum deildarinnar. Körfubolti 26. október 2012 20:59
Tilþrif hjá Fjölnismönnum í gær Fjölnismenn unnu dramatískan sigur á Tindastól í 4. umferð Dominosdeild karla í gær og eru í hópi fjögurra liða sem hafa fengið sex stig af átta mögulegum. Staðan var jöfn, 72-72, þegar 1,1 sekúnda var eftir af leiknum. Körfubolti 26. október 2012 15:30
Nonni Mæju var með 100% skotnýtingu í kvöld Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, átti hreint út sagt stórkostlegan leik í kvöld þegar lið hans gjörsamlega rústaði KR, 104-63, í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Körfubolti 25. október 2012 22:26
Fjögur lið jöfn á toppnum - úrslitin í körfunni í kvöld Grindavík, Snæfell, Stjarnan og Fjölnir unnu öll leiki sína í 4. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld og eru efst og jöfn í efstu fjórum sætum deildarinnar. Körfubolti 25. október 2012 22:11