Körfubolti

Justin sá fyrsti í 26 ár til að vinna tvö ár í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Justin Shouse
Justin Shouse Mynd/Daníel
Stjörnumaðurinn Justin Shouse var annað árið í röð valinn besti leikmaðurinn í íslenska körfuboltanum á lokahófi KKÍ um helgina og er hann fyrsti maðurinn í 26 ár til að vinna þessi eftirsóttu verðlaun tvö ár í röð. Pálmar Sigurðsson (1986-87) og Valur Ingimundarson (1984-85) voru hingað til þeir einu sem höfðu verið kosnir tvö ár í röð.

Guðmundur Jónsson hjá Þór var kosinn besti varnarmaðurinn annað árið í röð en hann hefur nú ákveðið að skipta yfir í Keflavík.

Elvar Már Friðriksson hjá Njarðvík var valinn besti ungi leikmaðurinn annað árið í röð auk þess að komast í úrvalsliðið en það hafði ekki gerst síðan Jón Arnór Stefánsson, náði þeirri tvennu árið 2001.

Aaron Broussard hjá Grindavík var valinn besti varnarmaðurinn og Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, besti þjálfarinn, en Sverri var einmitt valinn besti þjálfarinn hjá stelpunum í fyrra. Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×