Körfubolti

Finnur fær fimm ára samning hjá KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Finnur Freyr Stefánsson ræðir við sína menn í leik KR í úrslitakeppninni.
Finnur Freyr Stefánsson ræðir við sína menn í leik KR í úrslitakeppninni. Mynd/Daníel
Finnur Freyr Stefánsson verður næsti þjálfari karlaliðs KR en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleiksdeild KR sem karfan.is fékk senda í dag.

Stjórn körfuknattleiksdeildar KR og Finnur Freyr hafa í meginatriðum komist að samkomulagi um að Finnur verði þjálfari meistaraflokks karla næstu fimm árin. Finnur var aðstoðarmaður Helga Más Magnússonar á lokasprettinum þar sem KR-ingar rifu sig upp og komust í undanúrslit Dominos-deildar karla

Finnur þjálfaði kvennaliðið í vetur en mun nú hætta með stelpurnar. Auk þess að þjálfa meistaraflokk karla mun Finnur vera yfirþjálfari yngri flokka.

Finnur Freyr er 29 ára gamall Vesturbæingur, æfði körfuknattleik með yngri flokkum KR en hann er að hefja sitt fjórtánda ár sem þjálfari hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×