Körfubolti

Darri kominn aftur í KR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Darri Hilmarsson.
Darri Hilmarsson. Mynd/Heimasíða KR
Darri Hilmarsson er genginn til liðs við KR á ný eftir þriggja ára fjarveru en það var staðfest á heimasíðu félagsins í kvöld.

Darri varð Íslandsmeistari með KR árin 2007 og 2009 en hann er þriðji uppaldi leikmaðurinn sem snýr aftur á heimaslóðir á skömmum tíma. Hinir eru Ingvaldur Magni Hafsteinsson og Matthías Orri Sigurðarson.

Darri fór frá KR til Hamars árið 2010 en gekk svo til liðs við Þór í Þorlákshöfn ári síðar. Þar hefur hann verið lykilmaður en á síðasta tímabili var hann með 9,8 stig og 3,8 fráköst að meðaltali í leik.

Hann missti þó af úrslitakeppninni í vor eftir að hafa meiðst í leik með Þór gegn Tindastóli í byrjun marsmánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×