Fjögur lið jöfn á toppnum - úrslitin í körfunni í kvöld Grindavík, Snæfell, Stjarnan og Fjölnir unnu öll leiki sína í 4. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld og eru efst og jöfn í efstu fjórum sætum deildarinnar. Körfubolti 25. október 2012 22:11
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 107-81 Grindvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með nágranna sína í Njarðvík í Dominos-deild karla í kvöld. Grindavíkurliðið hafði mikla yfirburði frá upphafi leiks og vann að lokum með 26 stiga mun, 107-81. Körfubolti 25. október 2012 19:00
Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell - 63-104 Snæfell hreinlega gengu frá KR-inum í DHL-höllinni í kvöld þegar Hólmarar unnu 104-63 á lánlausum heimamönnum. KR-ingar hafa líklega aldrei leikið jafn illa á heimavelli og hrein skelfilega frammistaða hjá liðinu. Snæfellingar voru mikið mun sterkari í byrjun leiksins og voru greinilega mun ákveðnari. Körfubolti 25. október 2012 19:00
Frábær varnarleikur lykillinn að Stjörnusigri Vísir er með beina lýsingu frá leik Stjörnunnar og Þórs Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í körfubolta. Körfubolti 25. október 2012 19:00
Ekkert óvænt í Lengjubikarnum - úrslit og stigaskor kvöldsins Snæfell, Grindavík og Þór Þorlákshöfn eru öll áfram með fullt hús í Lengjubikarnum eftir sigra í sínum leikjum í kvöld. Njarðvík var síðan fjórða sigurlið kvöldsins. Körfubolti 22. október 2012 20:45
Hvað er að hjá Magga Gunn? Keflvíkingar hafa aldrei byrjað verr í úrvalsdeild karla en liðið er enn án stiga eftir þrjá fyrstu leikina í Dominosdeildinni eftir naumt tap á móti KR í fyrrakvöld. Keflavíkurliðið hefur reyndar tapað fjórum í röð því liðið lá einnig í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum. Körfubolti 20. október 2012 06:45
KFÍ vann á Króknum KFÍ vann magnaðan sigur, 83-86, á Tindastóli á Sauðárkróki í kvöld í Dominos-deild karla. Þetta var annar tveggja leikja sem fóru fram í deildinni í kvöld. Körfubolti 19. október 2012 21:11
Umfjöllun og viðtöl: Þór - Grindavík 92-83 Þórsarar urðu fyrstir til að vinna Íslandsmeistara Grindavíkur í vetur þegar þeir unnu níu stiga sigur á Grindavík í Dominosdeildinni í kvöld, 92-83, í uppgjöri liðanna tveggja sem fóru alla leið í úrslitin í fyrra. Leikurinn fór fram í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn og var hin besta skemmtun. Körfubolti 19. október 2012 18:45
Úrslit kvöldsins í Dominos-deild karla Fjórir leikir fóru fram í Dominos-deild karla í kvöld. Háspenna var í Keflavík þar sem KR tryggði sér tveggja stiga sigur eftur að hafa verið lengi vel undir. Körfubolti 18. október 2012 21:29
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fjölnir - Skallagrímur 70-91 Nýliðar Skallagríms fögnuðu sínum þriðja sigri í röð í deild og bikar í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Grafarvoginn og varð fyrsta liðið til þess að vinna Fjölni í Dominos-deildinni í vetur. Skallagrímsliðið yfirspilaði Fjölnismenn í fyrsta leikhlutanum og vann að lokum með 21 stigs mun, 91-70. Körfubolti 18. október 2012 12:31
Lengjubikarinn: Snæfell lagði KR í framlengdum leik Fjórir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í körfubolta í kvöld. Lengjubikarinn er deildarbikar KKÍ en ekki sjálf bikarkeppni KKÍ. Spennutryllir kvöldsins fór fram í Stykkishólmi þar sem KR kom í heimsókn. Körfubolti 15. október 2012 21:04
Sverrir Þór byrjar vel með Grindavíkurliðið - myndir Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í kvöld þegar þeir unnu öruggan 22 stiga sigur á 1. deildarliði Hauka, 92-70, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í fyrstu umferð Lengjubikars karls. Körfubolti 14. október 2012 22:01
Lengjubikar karla af stað - þrír leikir sýndir á netinu Lengjubikar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum en þetta er í 17. sinn sem Fyrirtækjabikar karla er spilaður og fer hann nú fram með sama fyrirkomulagi og síðasta vetur. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Körfubolti 14. október 2012 11:45
Marvin illviðráðanlegur í byrjun móts Marvin Valdimarsson hefur heldur betur farið vel af stað með Stjörnunni í Dominos-deild karla í körfubolta en hann skoraði 31 stig í sigri á Keflavík í Garðabænum í 2. umferðinni. Körfubolti 13. október 2012 22:45
Þórsarar á heimasíðu sinni: Velkominn aftur Gummi Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur í Dominos-deild karla í körfubolta í gær þegar þeir sóttu tvö stig í Seljaskóla. Líkt og í fyrsta leik Þórsliðsins þá endaði leikurinn í framlengingu en að þessu sinni tókst Þórsurum að landa sigri, 95-92. Körfubolti 13. október 2012 18:15
Þórsarar lögðu ÍR-inga í framlengdum leik | Myndir Þór frá Þorlákshöfn vann dramatískan sigur á ÍR-ingum í Hertz-hellinum í 2. umferð Domino's-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölurnar urðu 92-95 en jafnt var að loknum venjulegum leiktíma 81-81. Körfubolti 12. október 2012 23:21
Nóg af dramatík í leikjum Skallagríms og Njarðvíkur - myndir Skallagrímur og Njarðvík mættust í gær í 2. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta og ekki var dramatíkin minni í þeim leik heldur en í fyrstu umferðinni þar sem bæði lið lentu í framlengdum leikjum. Körfubolti 12. október 2012 12:30
Skallagrímur vann á flautukörfu Skallagrímur vann góðan sigur á Njarðvík á heimavelli en fjórir leikir fóru fram í Domino's-deild karla í kvöld. Körfubolti 11. október 2012 21:07
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Snæfell 110-102 Grindavík vann góðan sigur á Snæfelli í Girndavík í kvöld. Grindvíkingar náðu forystu stax í upphafi og létu hana ekki af hendi það sem eftir lifði leiks þó svo að Snæfellingar hafi aldrei verið langt undan. Körfubolti 11. október 2012 17:00
Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 90-69 KR sigraði Tindastól örugglega 90-69 í DHL-höllinni í kvöld. Heimamenn voru grimmari allan leikinn og unnu að lokum mjög sanngjarnan sigur. Varnarleikur KR var sterkur lengstum í leiknum og lagði grunninn að sigrinum. Körfubolti 11. október 2012 16:55
Sá yngsti byrjar vel í Dominsodeildinni Hjalti Þór Vilhjálmsson er yngsti þjálfari Dominosdeildar karla í körfubolta í vetur enda verður hann ekki þrítugur fyrr en í apríl á næsta ári. Hjalti er að stíga sín fyrstu spor sem aðalþjálfari í úrvalsdeildinni og það er óhætt að segja að hann byrji vel. Körfubolti 11. október 2012 11:45
Öruggur sigur Fjölnis á nýliðunum Fjölnir fer vel af stað í Domino's-deild karla en liðið hefur unnið báða leiki sína til þessa á tímabilinu. Fjölnismenn gerðu góða ferð til Ísafjarðar í kvöld. Körfubolti 10. október 2012 21:04
Körfuboltadómarar verða appelsínugulir í vetur Körfuknattleiksdómarafélag Íslands (KKDÍ) og Húsasmiðjan hafa skrifað undir þriggja ára samstarfssamning og mest áberandi breytingin í kjölfars þessa nýja samnings er sú að nú munu dómarar vera appelsínugulum dómaratreyjum. Körfubolti 10. október 2012 13:45
Hvað sögðu Svali og Gummi Braga um liðin í Dominos-deildinni? Stöð 2 Sport sýndi í gær sérstakan upphitunarþátt um Dominos-deild karla í körfubolta þar sem farið var yfir komandi tímabil og rætt við alla tólf þjálfara deildarinnar. Nú er hægt að sjá allan þátt hér inn á Vísi. Körfubolti 10. október 2012 11:45
Íslendingarnir voru áberandi í fyrstu umferðinni Íslensku strákarnir voru í aðalhlutverkum í fyrstu umferð Dominosdeildar karla sem lauk í fyrrakvöld. Páll Axel Vilbergsson hjá Skallagrími spilaði best allra samkvæmt framlagsjöfnunni og níu íslenskir leikmenn voru meðal þeirra 17 leikmanna sem spiluðu best. Körfubolti 10. október 2012 07:00
Njarðvík vann í framlengingu Njarðvík hafði betur gegn Þór í Þorlákshöfn í kvöld í framlengdum spennuleik, 84-82, þrátt fyrir að hafa verið ellefu stigum undir fyrir fjórða leikhluta. Körfubolti 8. október 2012 21:25
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 80-95 Íslandsmeistarar Grindavíkur reyndust of stór biti fyrir granna sína í Keflavík í kvöld þegar liðin áttust við í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar. Fimmtán stiga sigur gestana staðreynd. Körfubolti 8. október 2012 16:47
Keflvíkingar bæta við sig manni fyrir leik kvöldsins Keflvíkingar munu tefla fram nýjum bandarískum leikmanni þegar liðið fær Íslandsmeistara Grindavíkur í heimsókn í Toyota-höllina í kvöld í fyrstu umferð Dominos-deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en fara einnig fram tveir aðrir leikir: Snæfell-ÍR og Þór Þorlákshöfn-Njarðvík. Körfubolti 8. október 2012 16:30
Páll Axel nær tvöfaldaði verðmæti sitt í Draumaliðsleiknum Þeir sem höfðu vit á því að velja Pál Axel Vilbergsson í draumalið sín uppskáru heldur betur eftir fyrstu leiki Dominos-deildar karla í gær. Pál Axel fór nefnilega á kostum í fyrsta leik sínum með Skallagrími og skoraði 45 stig á móti KFÍ. Körfubolti 8. október 2012 13:30
Fjölnismenn í stuði - myndir Fjölnir kom skemmtilega á óvart í kvöld með því að skella meistaraefnunum í KR í fyrstu umferð Dominos-deildar karla. Körfubolti 7. október 2012 23:00