Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell 99-93 | Pavel með risaleik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2014 16:29 Martin Hermannsson, leikmaður KR. Mynd/Valli Pavel Ermolinskij og Martin Hermannsson fóru á kostum þegar KR vann góðan sigur á baráttuglöðu liði Snæfells 99-93 í Dominos'deild karla í körfuknattleik í kvöld. Þótt sex sæti skilji liðin að í deildinni var leikurinn spennandi lengst af. Leikurinn í Vesturbænum var æsispennandi vel fram í seinni hálfleikinn. Baráttuglaðir gestirnir hirtu fráköst á báðum endum sem var vægast sagt gott mótvægi við stórleik Pavel Ermolinskij. Landsliðsmaðurinn var með 28 í framlagi í fyrri hálfleik og fór á kostum. Heimamenn söknuðu greinilega Darra Hilmarssonar í varnarleik sínum kvöld en höfðu engu að síður frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum 51-49. Liðin skiptust á að hafa forystuna í þriðja leikhluta þar til allt fór í baklás hjá gestunum undir lok leikhlutans. KR náði 10-2 kafla á meðan Nonni Mæju sat á bekknum með fjórar villur. Staðan var 76-69 fyrir lokaleikhlutann og í honum komust gestirnir aldrei nær KR-ingum en sem nam fjórum stigum. Martin Hermannsson setti þrjá þrista á fyrstu þremur mínútum leikhlutans. Sveinn Arnar Davíðsson svaraði með tveimur í röð á hinum endanum en KR hélt þó Snæfelli alltaf í nokkurra stiga fjarlægð. Pavel var sem fyrr segir besti maður vallarins og raunar í sérflokki. Martin setti niður þrist eftir þrist í síðari hálfleiknum og lauk leik með 27 stig.. Magni var sérstaklega góður í fyrri hálfleiknum en lenti í villuvandræðum í þeim síðari. Hjá gestunum var Sigurður Þorvaldsson atkvæðamikill bæði í stigaskori og fráköstum. Baráttan var hins vegar mesti styrkur gestanna þar til skyttur KR-inga gengu frá leiknum í síðari hálfleik. KR er áfram í toppsæti deildarinnar með 26 stig en liðið hefur leikið einum leik meir en Keflavík sem hefur 24 stig. Snæfell er sem fyrr í 8. sæti deildarinnar með 10 stig. Pavel: Söknuðum Rebba í kvöldPavel Ermolinskij.Vísir/Vilhelm„Snæfell er með betri mannskap en sætið segir til um. Mér fannst við samt geta gert miklu betur í kvöld sérstaklega í vörninni. Varnarleikurinn hefur verið vandamál eftir áramót því við getum alltaf skorað,“ sagði Pavel Ermolinskij í leikslok. Pavel fór á kostum í liði heimamanna í kvöld, skoraði 28 stig, tók 12 fráköst og átti jafnmargar stoðsendingar. Hann viðurkenndi að liðið hefði saknaði Darra Hilmarssonar í kvöld en leikmaðurinn fjölhæfi glímir við veikindi. „Rebbinn er alltaf mikilvægur. Réttur maður á réttum stað, alltaf barátta í honum og það er kannski það sem vantaði. Mann sem hjálpaði manni eftir að eitthvað kláraðist. Hann verður vonandi klár bráðum.“ Eftir tap KR gegn Grindavík í upphafi árs hefur Pavel aftur fengið treyju númer fimmtán í hendurnar. Þeir Martin Hermannsson, sem einnig átti frábæran leik í kvöld, vilja báðir leika í treyjunni. Tapi liðið færist treyjan yfir á hinn leikmanninn. „Það var taktískt að tapa á móti Grindavík svo ég gæti fengið treyjuna aftur,“ sagði Pavel á léttu nótunum. „Vonandi get ég verið sem lengst í treyjunni,“ sagði landsliðsmaðurinn. Finnur Atli: "Það vitlausasta sem ég hef heyrt um“„Það vantaði náttúrulega Darra hjá þeim sem er auðvitað stór hluti af þessu,“ sagði Finnur Atli Magnússon í leikslok aðspurður um þau sex sæti sem skilja liðin að í töflunni en var ekki að sjá á vellinum í kvöld. Finnur Atli spilaði rúmar tíu mínútur í kvöld en hann hefur glímt við blóðleysi og rétt að komast af stað eftir erfiðan tíma. Hann sagði sína menn hafa mætt vel stemmdir til leiks. „Við náðum að pumpa okkur vel upp fyrir fyrri hálfleikinn sérstaklega en töpuðum of mörgum boltum. Sextán tapaðir boltar eftir þrjá leikhluta er of mikið,“ sagði Finnur. Hann var ósáttur með varnarleikinn á köflum. „Að skilja Martin eftir opinn trekk í trekk er það vitlausasta sem ég hef heyrt um. Hann er frábær skytta og við megum ekki gefa honum svoleiðis séns.“ „Við sýndum samt að við eigum ekki heima í áttunda sæti enda munum við ekki enda í áttunda sæti,“ sagði Finnur. Hann bendir á að liðið verði þó að fara að landa sigrum gegn „minni“ liðunum. „Með fullri virðingu fyrir Skallagrím áttu þeir ekki að vinna okkur. Við spiluðum eins og við hefðum aldrei spilað körfubolta áður. Við gerðum byrjendamistök. Við verðum að taka það jákvæða og halda áfram.“Leik lokið: Lokastaðan er 99-93 Spennandi leik lýkur með sigri KR-inga. 4. leikhluti: Staðan er 91-87 (2:20 eftir) Fjögur stig í röð frá Nonna fyrst og svo tvö frá Travis á línunni. Þetta er orðið spennandi. 4. leikhluti: Staðan er 91-83 (4:00 eftir) Sveinn Arnar setti annan þrist en Martin svarar með tveimur stigum á hinum endanum. Stuðningsmenn heimamanna byrja að hvetja og KR-ingar virðast vera að sigla þessu í hús. 4. leikhluti: Staðan er 89-80 (6:00 eftir) Martin Hermannsson er búinn að setja þrjá þrista í leikhlutanum og stefnir í sigur heimamanna. Sveinn Davíðs svarar þó með þrist fyrir utan.3. leikhluta lokið: Staðan er 76-69 KR-ingar luku leikhlutanum á 10-2 kafla sem setur þá í frábæra stöðu fyrir lokaleikhlutann. Pavel fékk að labba í gegnum vörnina í lokasókn KR og raunar skora vandræðalega snemma, þ.e. þegar enn voru fimm sekúndur eftir. Þeir rauðklæddu voru hins vegar alltof lengi af stað og náðu ekki skoti. 3. leikhluti: Staðan er 66-67 (2:29 eftir) Stefán Karel Torfason tekur sóknarfrákast, skorar og setur víti ofan í líka. Þriggja stiga sókn hjá Snæfelli. Magni og Nonni Mæju báðir komnir með fjórar villur og sitja á bekknum.3. leikhluti: Staðan er 62-62 (4:00 eftir) Fannar Ólafsson, fyrrum liðsmaður KR og leikmaður Keflavíkur, mótmælir harðlega því að Pavel fær ekki villu í hraðri sókn heimamanna. Stendur upp í ljóslitum jakkafötum og öskrar á dómarana. Greinilega enn ástríða á þessum bæ.3. leikhluti: Staðan er 56-57 (6:00 eftir) Lítið skorað undanfarnar mínútur. Mistök á báðum endum og Sveinn fór útaf meiddur hjá gestunum. Travis Cohn átti svo svakalegt blokk á Martin Hermannsson sem var kominn einn gegn körfunni. Spennandi. Magni var að fá sína fjórðu villu og er kippt útaf.3. leikhluti: Staðan er 53-53 (9:00 eftir) Pavel Ermolinskij hefur verið í sérflokki hér í kvöld. Kominn með 28 í framlagi og tekið 80% frákasta hjá KR og hlutfallið er svipað í stoðsendingum. Þá hefur hann skorað 14 stig. Höfum í huga að KR-ingar sakna Darra Hilmarssonar sem er veikur.Hálfleikur: Staðan er 51-49 Hörkuspenna í Vesturbænum að loknum fjörugum fyrri hálfleik. Vesturbæingar hafa verið skrefinu á undan en þeir rauðklæddu anda ofan í hálsmálið á þeim. Pálmi Freyr lauk fyrri hálfleiknum á þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í tvö stig. Barátta Snæfellinga undir körfunni hefur verið algjörlega til fyrirmyndar og risastór hluti af þeirri staðreynd að leikurinn er galopinn. Snæfell hefur tekið 22 fráköst og þar af átta sóknarfráköst. KR-ingar eru með 11 fráköst og aðeins eitt úr sókninni. Þannig heldur Snæfell í við KR. Vonandi fáum við áframhaldandi spennu í seinni hálfleik.2. leikhluti: Staðan er 44-37 (4:09 eftir) Martin Hermannsson setur tvo þrista í röð á milli þess sem Sveinn setur niður þrjú á hinu endanum fyrir Snæfell. Gestirnir hafa tekið fleiri fráköst en leyfðu nú Pavel að labba í gegnum vörnina og það er ekki að spyrja að því. Troðsla og Inga Þór er nóg boðið - leikhlé!2. leikhluti: Staðan er 36-30 (7:30 eftir) Ingi Þór tekur leikhlé fyrir gestina. Finnur Atli á enn eftir að komast á blað og gestirnir þurfa meira framlag frá honum undir körfunni. Hann gengur víst ekki fullkomlega heill til skógar. Hann tyllir sér á bekkinn núna. Annars eru Snæfellingar að vinna vel og halda í við KR-inga.1. leikhluta lokið: Staðan er 30-26 Fjörugum 1. leikhluta lýkur með þriggja stiga körfu frá Pavel. Hann er kominn mðe 7 stig, Magni 10 stig og Brynjar 8. KR-ingar með frumkvæðið en gestirnir eru virkilega baráttuglaðir og berjast um hvert einasta frákast. Ætla greinilega að selja sig dýrt. Nonni Mæju og Siggi Þorvalds stigahæstir hjá gestunum með sjö stig hvor og hvorugur kominn með villu sem er algjört lykilatriði fyrir þá rauðu. 1. leikhluti: Staðan er 27-22. (2:30 eftir) KR-ingar að styrkja stöðu sína. Hafa verið að setja skotin niður. Magni kominn með tíu stig gegn sínum gömlu félögum. Mikið skorað í fyrsta leikhluta.1. leikhluti: Staðan er 16-14. (4:30 eftir) Leikurinn í járnum. Siggi Þorvalds og Nonni Mæju komnir með fimm skot hjá gestunum. KR-ingar að reyna mikið af skotum utarlega úr teignum í stað þess að keyra inn í teiginn.1. leikhluti: Staðan er 9-7. (7:23 eftir) Magni Hafsteins og Nonni Mæju hvor búin að setja sinn þristinn. Kanarnir líka komnir á blað með tvö stig hvor. Aldrei þessu vant byrjar Terry Leake hjá KR.Fyrir leik: Dómarar hér í kvöld eru þeir Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Björgvin Rúnarsson.Fyrir leik: Ef litið er á stöðutöfluna ættum við að eiga von á stórsigri heimamanna. KR er í toppsætinu og hefur aðeins tapað einum leik. Heimaleiknum gegn Grindavík upp úr áramótum. Snæfell situr í 8. sæti deildarinnar, því síðasta sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Enginn skildi þó afskrifa þá rauðu og hvítu úr Hólminum.Fyrir leik: Verið er að kynna liðin til leiks hér í Vesturbænum. Internetið er reyndar í tómu rugli en sem betur fer er 3G pungurinn að halda mér gangandi.Fyrir leik: Velkomin til leiks hér á Vísi en við ætlum að fylgast hér með leik KR og Snæfells í DHL-höllinni. Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Sjá meira
Pavel Ermolinskij og Martin Hermannsson fóru á kostum þegar KR vann góðan sigur á baráttuglöðu liði Snæfells 99-93 í Dominos'deild karla í körfuknattleik í kvöld. Þótt sex sæti skilji liðin að í deildinni var leikurinn spennandi lengst af. Leikurinn í Vesturbænum var æsispennandi vel fram í seinni hálfleikinn. Baráttuglaðir gestirnir hirtu fráköst á báðum endum sem var vægast sagt gott mótvægi við stórleik Pavel Ermolinskij. Landsliðsmaðurinn var með 28 í framlagi í fyrri hálfleik og fór á kostum. Heimamenn söknuðu greinilega Darra Hilmarssonar í varnarleik sínum kvöld en höfðu engu að síður frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum 51-49. Liðin skiptust á að hafa forystuna í þriðja leikhluta þar til allt fór í baklás hjá gestunum undir lok leikhlutans. KR náði 10-2 kafla á meðan Nonni Mæju sat á bekknum með fjórar villur. Staðan var 76-69 fyrir lokaleikhlutann og í honum komust gestirnir aldrei nær KR-ingum en sem nam fjórum stigum. Martin Hermannsson setti þrjá þrista á fyrstu þremur mínútum leikhlutans. Sveinn Arnar Davíðsson svaraði með tveimur í röð á hinum endanum en KR hélt þó Snæfelli alltaf í nokkurra stiga fjarlægð. Pavel var sem fyrr segir besti maður vallarins og raunar í sérflokki. Martin setti niður þrist eftir þrist í síðari hálfleiknum og lauk leik með 27 stig.. Magni var sérstaklega góður í fyrri hálfleiknum en lenti í villuvandræðum í þeim síðari. Hjá gestunum var Sigurður Þorvaldsson atkvæðamikill bæði í stigaskori og fráköstum. Baráttan var hins vegar mesti styrkur gestanna þar til skyttur KR-inga gengu frá leiknum í síðari hálfleik. KR er áfram í toppsæti deildarinnar með 26 stig en liðið hefur leikið einum leik meir en Keflavík sem hefur 24 stig. Snæfell er sem fyrr í 8. sæti deildarinnar með 10 stig. Pavel: Söknuðum Rebba í kvöldPavel Ermolinskij.Vísir/Vilhelm„Snæfell er með betri mannskap en sætið segir til um. Mér fannst við samt geta gert miklu betur í kvöld sérstaklega í vörninni. Varnarleikurinn hefur verið vandamál eftir áramót því við getum alltaf skorað,“ sagði Pavel Ermolinskij í leikslok. Pavel fór á kostum í liði heimamanna í kvöld, skoraði 28 stig, tók 12 fráköst og átti jafnmargar stoðsendingar. Hann viðurkenndi að liðið hefði saknaði Darra Hilmarssonar í kvöld en leikmaðurinn fjölhæfi glímir við veikindi. „Rebbinn er alltaf mikilvægur. Réttur maður á réttum stað, alltaf barátta í honum og það er kannski það sem vantaði. Mann sem hjálpaði manni eftir að eitthvað kláraðist. Hann verður vonandi klár bráðum.“ Eftir tap KR gegn Grindavík í upphafi árs hefur Pavel aftur fengið treyju númer fimmtán í hendurnar. Þeir Martin Hermannsson, sem einnig átti frábæran leik í kvöld, vilja báðir leika í treyjunni. Tapi liðið færist treyjan yfir á hinn leikmanninn. „Það var taktískt að tapa á móti Grindavík svo ég gæti fengið treyjuna aftur,“ sagði Pavel á léttu nótunum. „Vonandi get ég verið sem lengst í treyjunni,“ sagði landsliðsmaðurinn. Finnur Atli: "Það vitlausasta sem ég hef heyrt um“„Það vantaði náttúrulega Darra hjá þeim sem er auðvitað stór hluti af þessu,“ sagði Finnur Atli Magnússon í leikslok aðspurður um þau sex sæti sem skilja liðin að í töflunni en var ekki að sjá á vellinum í kvöld. Finnur Atli spilaði rúmar tíu mínútur í kvöld en hann hefur glímt við blóðleysi og rétt að komast af stað eftir erfiðan tíma. Hann sagði sína menn hafa mætt vel stemmdir til leiks. „Við náðum að pumpa okkur vel upp fyrir fyrri hálfleikinn sérstaklega en töpuðum of mörgum boltum. Sextán tapaðir boltar eftir þrjá leikhluta er of mikið,“ sagði Finnur. Hann var ósáttur með varnarleikinn á köflum. „Að skilja Martin eftir opinn trekk í trekk er það vitlausasta sem ég hef heyrt um. Hann er frábær skytta og við megum ekki gefa honum svoleiðis séns.“ „Við sýndum samt að við eigum ekki heima í áttunda sæti enda munum við ekki enda í áttunda sæti,“ sagði Finnur. Hann bendir á að liðið verði þó að fara að landa sigrum gegn „minni“ liðunum. „Með fullri virðingu fyrir Skallagrím áttu þeir ekki að vinna okkur. Við spiluðum eins og við hefðum aldrei spilað körfubolta áður. Við gerðum byrjendamistök. Við verðum að taka það jákvæða og halda áfram.“Leik lokið: Lokastaðan er 99-93 Spennandi leik lýkur með sigri KR-inga. 4. leikhluti: Staðan er 91-87 (2:20 eftir) Fjögur stig í röð frá Nonna fyrst og svo tvö frá Travis á línunni. Þetta er orðið spennandi. 4. leikhluti: Staðan er 91-83 (4:00 eftir) Sveinn Arnar setti annan þrist en Martin svarar með tveimur stigum á hinum endanum. Stuðningsmenn heimamanna byrja að hvetja og KR-ingar virðast vera að sigla þessu í hús. 4. leikhluti: Staðan er 89-80 (6:00 eftir) Martin Hermannsson er búinn að setja þrjá þrista í leikhlutanum og stefnir í sigur heimamanna. Sveinn Davíðs svarar þó með þrist fyrir utan.3. leikhluta lokið: Staðan er 76-69 KR-ingar luku leikhlutanum á 10-2 kafla sem setur þá í frábæra stöðu fyrir lokaleikhlutann. Pavel fékk að labba í gegnum vörnina í lokasókn KR og raunar skora vandræðalega snemma, þ.e. þegar enn voru fimm sekúndur eftir. Þeir rauðklæddu voru hins vegar alltof lengi af stað og náðu ekki skoti. 3. leikhluti: Staðan er 66-67 (2:29 eftir) Stefán Karel Torfason tekur sóknarfrákast, skorar og setur víti ofan í líka. Þriggja stiga sókn hjá Snæfelli. Magni og Nonni Mæju báðir komnir með fjórar villur og sitja á bekknum.3. leikhluti: Staðan er 62-62 (4:00 eftir) Fannar Ólafsson, fyrrum liðsmaður KR og leikmaður Keflavíkur, mótmælir harðlega því að Pavel fær ekki villu í hraðri sókn heimamanna. Stendur upp í ljóslitum jakkafötum og öskrar á dómarana. Greinilega enn ástríða á þessum bæ.3. leikhluti: Staðan er 56-57 (6:00 eftir) Lítið skorað undanfarnar mínútur. Mistök á báðum endum og Sveinn fór útaf meiddur hjá gestunum. Travis Cohn átti svo svakalegt blokk á Martin Hermannsson sem var kominn einn gegn körfunni. Spennandi. Magni var að fá sína fjórðu villu og er kippt útaf.3. leikhluti: Staðan er 53-53 (9:00 eftir) Pavel Ermolinskij hefur verið í sérflokki hér í kvöld. Kominn með 28 í framlagi og tekið 80% frákasta hjá KR og hlutfallið er svipað í stoðsendingum. Þá hefur hann skorað 14 stig. Höfum í huga að KR-ingar sakna Darra Hilmarssonar sem er veikur.Hálfleikur: Staðan er 51-49 Hörkuspenna í Vesturbænum að loknum fjörugum fyrri hálfleik. Vesturbæingar hafa verið skrefinu á undan en þeir rauðklæddu anda ofan í hálsmálið á þeim. Pálmi Freyr lauk fyrri hálfleiknum á þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í tvö stig. Barátta Snæfellinga undir körfunni hefur verið algjörlega til fyrirmyndar og risastór hluti af þeirri staðreynd að leikurinn er galopinn. Snæfell hefur tekið 22 fráköst og þar af átta sóknarfráköst. KR-ingar eru með 11 fráköst og aðeins eitt úr sókninni. Þannig heldur Snæfell í við KR. Vonandi fáum við áframhaldandi spennu í seinni hálfleik.2. leikhluti: Staðan er 44-37 (4:09 eftir) Martin Hermannsson setur tvo þrista í röð á milli þess sem Sveinn setur niður þrjú á hinu endanum fyrir Snæfell. Gestirnir hafa tekið fleiri fráköst en leyfðu nú Pavel að labba í gegnum vörnina og það er ekki að spyrja að því. Troðsla og Inga Þór er nóg boðið - leikhlé!2. leikhluti: Staðan er 36-30 (7:30 eftir) Ingi Þór tekur leikhlé fyrir gestina. Finnur Atli á enn eftir að komast á blað og gestirnir þurfa meira framlag frá honum undir körfunni. Hann gengur víst ekki fullkomlega heill til skógar. Hann tyllir sér á bekkinn núna. Annars eru Snæfellingar að vinna vel og halda í við KR-inga.1. leikhluta lokið: Staðan er 30-26 Fjörugum 1. leikhluta lýkur með þriggja stiga körfu frá Pavel. Hann er kominn mðe 7 stig, Magni 10 stig og Brynjar 8. KR-ingar með frumkvæðið en gestirnir eru virkilega baráttuglaðir og berjast um hvert einasta frákast. Ætla greinilega að selja sig dýrt. Nonni Mæju og Siggi Þorvalds stigahæstir hjá gestunum með sjö stig hvor og hvorugur kominn með villu sem er algjört lykilatriði fyrir þá rauðu. 1. leikhluti: Staðan er 27-22. (2:30 eftir) KR-ingar að styrkja stöðu sína. Hafa verið að setja skotin niður. Magni kominn með tíu stig gegn sínum gömlu félögum. Mikið skorað í fyrsta leikhluta.1. leikhluti: Staðan er 16-14. (4:30 eftir) Leikurinn í járnum. Siggi Þorvalds og Nonni Mæju komnir með fimm skot hjá gestunum. KR-ingar að reyna mikið af skotum utarlega úr teignum í stað þess að keyra inn í teiginn.1. leikhluti: Staðan er 9-7. (7:23 eftir) Magni Hafsteins og Nonni Mæju hvor búin að setja sinn þristinn. Kanarnir líka komnir á blað með tvö stig hvor. Aldrei þessu vant byrjar Terry Leake hjá KR.Fyrir leik: Dómarar hér í kvöld eru þeir Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Björgvin Rúnarsson.Fyrir leik: Ef litið er á stöðutöfluna ættum við að eiga von á stórsigri heimamanna. KR er í toppsætinu og hefur aðeins tapað einum leik. Heimaleiknum gegn Grindavík upp úr áramótum. Snæfell situr í 8. sæti deildarinnar, því síðasta sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Enginn skildi þó afskrifa þá rauðu og hvítu úr Hólminum.Fyrir leik: Verið er að kynna liðin til leiks hér í Vesturbænum. Internetið er reyndar í tómu rugli en sem betur fer er 3G pungurinn að halda mér gangandi.Fyrir leik: Velkomin til leiks hér á Vísi en við ætlum að fylgast hér með leik KR og Snæfells í DHL-höllinni.
Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Sjá meira