Körfubolti

Spennandi leikir framundan í undanúrslitum bikarsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bikarmeistarar Keflavíkur fá heimaleik í undanúrslitunum í ár. Hér fagna þær sigrinum í Höllinni í fyrra.
Bikarmeistarar Keflavíkur fá heimaleik í undanúrslitunum í ár. Hér fagna þær sigrinum í Höllinni í fyrra. Vísir/Daníel
Í dag var dregið í undanúrslit Powerade-bikars karla og kvenna í körfubolta en drátturinn fór fram í húsakynnum Vífilfells.

Grindvíkingar fá heimaleik eins og í átta liða úrslitunum (á móti Njarðvík) en lærisveinar Benedikts Guðmundssonar í Þór Þorlákshöfn heimsækja Röstina í undanúrslitunum í byrjun næsta mánaðar.

Tindastóll fær heimaleik á móti ÍR en síðast þegar Stólarnir voru á heimavelli í undanúrslitum þá komust þeir í bikarúrslitaleikinn (2012 á móti KR).

Bikarmeistarar kvenna í Keflavík fá heimaleik á móti Haukum en Haukakonur urðu fyrstar til að vinna Keflavíkurliðið í vetur.

Topplið Snæfells tekur á móti KR en Snæfellskonur unnu tveggja stiga sigur í æsispennandi deildarleik liðanna í Hólminum í gærkvöldi.

Undanúrslit í Powerade-bikar karla

Grindavík – Þór Þorlákshöfn

Tindastóll – ÍR

Undanúrslit í Powerade-bikar kvenna

Keflavík - Haukar

Snæfell - KR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×