Krefja Seðlabankann um 322 milljónir í bætur Samherji krefst 306 milljóna króna í skaðabætur og tíu milljóna króna í miskabætur frá Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar bankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. Innlent 28. október 2019 19:04
„Ljóst að téð húsleit var á vitorði margra“ Seðlabanki Íslands segir að ekkert liggi fyrir um það að upplýsingum um húsleit hjá Samherja hf. og tengdum aðilum í mars 2012 hafi verið lekið frá Seðlabankanum enda ljóst að téð húsleit var á vitorði margra, eins og segir í tilkynningu sem birt hefur verið á vef bankans. Viðskipti innlent 28. október 2019 14:37
Töldu rétt að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðuneyti hennar ekki vera í neinni stöðu til að leggja mat á eða framkvæma rannsókn á meintum upplýsingaleka úr Seðlabankanum vegna Samherjamálsins. Það hafi aftur á móti verið talið rétt að upplýsa lögreglu um málið. Innlent 28. október 2019 13:02
Segir fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í Samherjamálinu Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. Innlent 28. október 2019 12:02
Segir RÚV alltaf hafa verið þátttakanda í Samherjamálinu Forsætisráðherra vísaði mögulegum leka frá Seðlabankanum til RÚV um rannsókn á Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 27. október 2019 20:45
Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. Viðskipti innlent 27. október 2019 18:30
Beggi á Húsavík fór niður og hékk í spottunum Hafnarstjórinn lætur sér hvergi bregða. Innlent 25. október 2019 15:24
Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. Innlent 24. október 2019 21:00
Skipar samráðsnefnd um fiskeldi Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað samráðsnefnd um fiskeldi. Nefndin mun meðal annars hafa það hlutverk að meta forsendur og úrvinnslu gagna sem áhættumat erfðablöndunar byggist á. Innlent 23. október 2019 12:45
Barn síns tíma Þak á aflaheimildir sjávarútvegsfyrirtækja er barn síns tíma og er til þess fallið að draga úr slagkrafti lítillar fiskveiðiþjóðar. Það er æskilegt að afnema það. Skoðun 23. október 2019 07:00
Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Viðskipti innlent 23. október 2019 06:00
„Það hefur enginn gefið mér neitt“ Dóra Björt Guðjónsdóttir og Eyþór Arnalds tókust á í morgun. Innlent 22. október 2019 10:30
Eru fyrst og fremst að taka til Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boða aðgerðir til að einfalda regluverk. Binda vonir við að önnur ráðuneyti og sveitarfélög grípi til sömu aðgerða. Innlent 22. október 2019 06:00
Munu þjálfa starfsfólk í sýndarveruleika Brim hf. hefur undirritað samning við Marel um kaup og uppsetningu á hátæknivinnslubúnaði og hugbúnaði fyrir hvítfiskvinnslu. Viðskipti innlent 22. október 2019 06:00
Curio fékk nýsköpunarverðlaun Íslands 2019 Fyrirtækið Curio vann í kvöld nýsköpunarverðlaun Íslands 2019 á Grand hótel. Viðskipti innlent 21. október 2019 19:52
Bein útsending frá Nýsköpunarþingi Sjálfbærni til framtíðar er yfirskrift árlegs Nýsköpunarþings sem haldið er á Grand hótel í dag. Þingið verður sett klukkan 15 og stendur í tvær klukkustundir. Viðskipti innlent 21. október 2019 14:15
Bíldudalshöfn Vesturbyggð gaf út í maí á þessu ári Innviðagreiningu fyrir sveitarfélagið sem unnin var í samstarfi við Eflu verkfræðistofu. Í greiningunni er horft til ástands innviða sveitarfélagsins vegna hafsækinnar starfsemi. Skoðun 21. október 2019 13:30
Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. Innlent 21. október 2019 11:19
Rúmlega 1000 reglugerðir felldar brott með einu pennastriki Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, felldi 1090 reglugerðir úr gildi með einu pennastriki í morgun Innlent 21. október 2019 10:23
Brim kaupir tvær útgerðir af bróður Guðmundar á þrjá milljarða Brim hf. hefur samið um kaup á tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum, fiskvinnslunni Kambi hf., sem rekur útgerð og fiskvinnslu í Hafnarfirði, og útgerðarfélaginu Grábrók ehf., sem einnig gerir út frá Hafnarfirði. Viðskipti innlent 21. október 2019 10:00
Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður. Innlent 20. október 2019 13:14
Ísfiskur þarf að mæta kröfum til að fá lán frá Byggðastofnun Bæjarstjórinn vongóður um að hægt verði að endurráða starfsfólkið. Innlent 19. október 2019 12:02
Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. Innlent 18. október 2019 20:43
Metnaðarfullt markmið um aukinn hagnað Iceland Seafood er gerlegt Hagfræðideild Landsbankans verðmetur gengi Iceland Seafood International á ellefu krónur á hlut en gengið á markaði var um tíu krónur á hlut í gær. Verðmatið er um tíu prósentum hærra en markaðsgengið var í gær. Viðskipti innlent 17. október 2019 08:15
Útgerðarfélag Reykjavíkur eignast meirihluta í Brim Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem áður hét HB Grandi hefur aukið við eignarhluta sinn í félaginu. Viðskipti innlent 16. október 2019 19:16
Ætla að ræða við hverja og eina fjölskyldu í Grímsey vegna stöðunnar Sala á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni efh. til Ramma hf. eru afar slæmar fréttir fyrir byggðina í Grímsey því með sölunni fer nær helmingur aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. Innlent 16. október 2019 13:17
Laxeldi í sjó helsta ógn við villtan lax Óháðir vísindamenn á vegum norskra yfirvalda segja laxeldi við strendur Noregs stærstu manngerðu ógnina við villtan lax. Formaður Landssambands veiðifélaga segir sama gilda hér. Forsvarsmaður laxeldis hér segir norskt og íslenskt laxeldi ósambærilegt. Innlent 15. október 2019 06:00
Hildur frá Brimi til SFS Hildur Hauksdóttir hefur verið ráðin til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) þar sem hún mun gegna stöðu sérfræðings í umhverfismálum. Viðskipti innlent 14. október 2019 13:48
Færeyingar eignast stóran hluta af laxeldi Skotlands Færeyska fyrirtækið Bakkafrost hefur eignast 78 prósenta hlut í næst stærsta fiskeldisfyrirtæki Skotlands. Skoska fyrirtækið er með eldiskvíar á um 60 stöðum í Skotlandi og með yfir 600 starfsmenn. Viðskipti erlent 13. október 2019 14:45