Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2020 11:45 Jón er ánægður með sjókvíaeldið sem og Gustav Magnar en Haraldi þykir skjóta skökku við að þessi yngsti milljarðamæringur heims sé að hagnast á sjókvíaeldi við Íslandsstrendur. „Í ljósi viðtals við Jón Gunnarsson á Bylgjunni í morgun þá hef ég ákveðið að opna þetta innlegg mitt,“ segir Haraldur Eiríksson um pistil sem hann ritaði og fer nú sem eldur um sinu á Facebook. Þegar þetta er ritað hafa á annað hundrað deilt pistlinum en hann er einnig að finna á Vísi undir fyrirsögninni: Nýju gjafakvótagreifarnir. Haraldur er stjórnarmaður í Íslenska náttúruverndarsjóðnum og Atlantic Salmon Trust en hann er búsettur á Bretlandseyjum. Haraldur spyr hvort Ísland sé Namibía norðursins? En, í því dæmi sem hann tiltekur eru Íslendingar í hlutverki Namibíumanna og Norðmenn eru þeir sem hagnast á auðlindinni. Haraldur birtir mynd af yngsta milljarðamæringi heims. Gustav Magnar Witzøe, einn yngsta milljarðamæring heims en auðæfi hans eru metin á um 400 milljarða ISK og tilkomin vegna eldis á laxi í sjókvíum.Getty/Jason Mendez „Á meðfylgjandi mynd má sjá hinn 25 ára Gustav Magnar Witzøe, einn yngsta milljarðamæring heims. Auðæfi hans eru metin á um 400 milljarða ISK og eru þau tilkomin vegna eldis á laxi í sjókvíum, en faðir hans hefur fært honum umrædd auðæfi í formi hlutabréfa,“ skrifar Haraldur. Hann spyr hvað Íslendingum komi þetta við og svarar þá spurningunni sjálfur: „Jú, þeir feðgar ásamt öðrum, eru meirihlutaeigendur Arnarlax á Vestfjörðum. Gustav og fyrirtæki hans er einn þeirra aðila sem Íslendingar hafa gefið framleiðslukvóta í sjókvíaeldi í lögsögu sinni án útboðs. Arnarlaxi hafa verið færðir framleiðslukvótar á laxi að andvirði 35-40 milljarða við strendur Íslands, ef miðað er við gangverð slíkra kvóta í Noregi í dag. Þeim sem telja ekki hægt að bera saman gangverð laxaframleiðslukvóta á Íslandi og Noregi skal bent á þá staðreynd að það er styttra frá Osló til Íslands, en frá Osló til sjókvía í Norður-Noregi.“ Viðtalið sem Haraldur Eiríksson vísar til má heyra hér ofar en auk Jóns er Jón Helgi Björnsson formaður Landsambands veiðifélaga í hljóðstofu. Þeir ræddu meðal annars nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra. Börn og uppeldi Fiskeldi Noregur Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Hátt í 180 þúsund skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að hætta sjókvíaeldi Um 180 þúsund einstaklingar, um allan heim, hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda í Noregi, Skotlandi, Írlandi og á Íslandi um að stöðva útgáfu leyfa fyrir nýjum opnum sjókvíaeldisstöðvum og um að setja fram skuldbindandi áætlun um að nema þegar útgefin leyfi úr gildi í áföngum. 18. nóvember 2019 13:13 Atlaga gegn lífríki Íslands Ákveðnar vísbendingar eru nú komnar fram um að sjávarútvegsráðherra vilji opna fyrir risavaxið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Slík áform þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. 8. janúar 2020 15:00 Nýju gjafakvótagreifarnir Verð hlutabréfa sjókvíaeldis fyrirtækisins Arnarlax hefur nærri tvöfaldast frá því viðskipti hófust með bréf fyrirtæksins í kauphöllinni í Osló um miðjan nóvember. 14. janúar 2020 11:00 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Í ljósi viðtals við Jón Gunnarsson á Bylgjunni í morgun þá hef ég ákveðið að opna þetta innlegg mitt,“ segir Haraldur Eiríksson um pistil sem hann ritaði og fer nú sem eldur um sinu á Facebook. Þegar þetta er ritað hafa á annað hundrað deilt pistlinum en hann er einnig að finna á Vísi undir fyrirsögninni: Nýju gjafakvótagreifarnir. Haraldur er stjórnarmaður í Íslenska náttúruverndarsjóðnum og Atlantic Salmon Trust en hann er búsettur á Bretlandseyjum. Haraldur spyr hvort Ísland sé Namibía norðursins? En, í því dæmi sem hann tiltekur eru Íslendingar í hlutverki Namibíumanna og Norðmenn eru þeir sem hagnast á auðlindinni. Haraldur birtir mynd af yngsta milljarðamæringi heims. Gustav Magnar Witzøe, einn yngsta milljarðamæring heims en auðæfi hans eru metin á um 400 milljarða ISK og tilkomin vegna eldis á laxi í sjókvíum.Getty/Jason Mendez „Á meðfylgjandi mynd má sjá hinn 25 ára Gustav Magnar Witzøe, einn yngsta milljarðamæring heims. Auðæfi hans eru metin á um 400 milljarða ISK og eru þau tilkomin vegna eldis á laxi í sjókvíum, en faðir hans hefur fært honum umrædd auðæfi í formi hlutabréfa,“ skrifar Haraldur. Hann spyr hvað Íslendingum komi þetta við og svarar þá spurningunni sjálfur: „Jú, þeir feðgar ásamt öðrum, eru meirihlutaeigendur Arnarlax á Vestfjörðum. Gustav og fyrirtæki hans er einn þeirra aðila sem Íslendingar hafa gefið framleiðslukvóta í sjókvíaeldi í lögsögu sinni án útboðs. Arnarlaxi hafa verið færðir framleiðslukvótar á laxi að andvirði 35-40 milljarða við strendur Íslands, ef miðað er við gangverð slíkra kvóta í Noregi í dag. Þeim sem telja ekki hægt að bera saman gangverð laxaframleiðslukvóta á Íslandi og Noregi skal bent á þá staðreynd að það er styttra frá Osló til Íslands, en frá Osló til sjókvía í Norður-Noregi.“ Viðtalið sem Haraldur Eiríksson vísar til má heyra hér ofar en auk Jóns er Jón Helgi Björnsson formaður Landsambands veiðifélaga í hljóðstofu. Þeir ræddu meðal annars nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra.
Börn og uppeldi Fiskeldi Noregur Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Hátt í 180 þúsund skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að hætta sjókvíaeldi Um 180 þúsund einstaklingar, um allan heim, hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda í Noregi, Skotlandi, Írlandi og á Íslandi um að stöðva útgáfu leyfa fyrir nýjum opnum sjókvíaeldisstöðvum og um að setja fram skuldbindandi áætlun um að nema þegar útgefin leyfi úr gildi í áföngum. 18. nóvember 2019 13:13 Atlaga gegn lífríki Íslands Ákveðnar vísbendingar eru nú komnar fram um að sjávarútvegsráðherra vilji opna fyrir risavaxið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Slík áform þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. 8. janúar 2020 15:00 Nýju gjafakvótagreifarnir Verð hlutabréfa sjókvíaeldis fyrirtækisins Arnarlax hefur nærri tvöfaldast frá því viðskipti hófust með bréf fyrirtæksins í kauphöllinni í Osló um miðjan nóvember. 14. janúar 2020 11:00 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hátt í 180 þúsund skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að hætta sjókvíaeldi Um 180 þúsund einstaklingar, um allan heim, hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda í Noregi, Skotlandi, Írlandi og á Íslandi um að stöðva útgáfu leyfa fyrir nýjum opnum sjókvíaeldisstöðvum og um að setja fram skuldbindandi áætlun um að nema þegar útgefin leyfi úr gildi í áföngum. 18. nóvember 2019 13:13
Atlaga gegn lífríki Íslands Ákveðnar vísbendingar eru nú komnar fram um að sjávarútvegsráðherra vilji opna fyrir risavaxið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Slík áform þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. 8. janúar 2020 15:00
Nýju gjafakvótagreifarnir Verð hlutabréfa sjókvíaeldis fyrirtækisins Arnarlax hefur nærri tvöfaldast frá því viðskipti hófust með bréf fyrirtæksins í kauphöllinni í Osló um miðjan nóvember. 14. janúar 2020 11:00
Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13