Netverjar hlæja að heildrænu stjórnunar- og regluvörslukerfi Samherja Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2020 11:22 Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. Víst er að hann og almannateymi fyrirtækisins eiga verk að vinna til að öðlast tiltrú á ný. Vísir/Vilhelm Samherji hefur sent frá sér tilkynningu til fjölmiðla þar sem segir að fyrirtækið ætli að þróa og innleiða heildrænt stjórnunar- og regluvörslukerfi sem byggist á áhættuskipulagi fyrirtækisins, meðal annars með áherslu á spillingu, efnahagslegar refsiaðgerðir og peningaþvætti. Í tilkynningunni er þetta haft sérstaklega eftir Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja. Lesendur Kjarnans hlæja í einum kór af tilkynningu Samherjamanna. Vísir hefur óskað eftir nánari útskýringum á því hvernig þetta er hugsað en í tilkynningunni segir jafnframt að stefnt sé að því að ljúka innleiðingu kerfisins síðar á þessu ári og að ákvörðun um innleiðingu kerfisins hafi verið tekin á „grundvelli reynslu af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Fyrirspurn Vísis gengur meðal annars út á að spyrja hvað heildrænt stjórnunar- og regluvörslukerfi þýðir? Tilkynninguna má sjá í heild sinni á heimasíðu Samherja en nokkrir fjölmiðlar hafa birt efni hennar eins og það kemur af kúnni. Það verður að segjast að netverjar gefa ekki mikið fyrir þetta útspil fyrirtækisins sem staðið hefur í ströngu eftir að greint var frá mútugreiðslum en starfsmenn fyrirtækisins báru fé á ráðamenn á Namibíu til að komast í kvóta á hestamakríl. Reyndar telja netverjar þetta aðhlátursefni. Þannig eru viðbrögðin við Facebook-tilkynningu Kjarnans um þessa frétt öll á eina leið: Hláturkallinn er alls ráðandi. Þeim sem bregðast við tilkynningu Samherja á vef Fréttablaðsins þykir ekki mikið til koma. Og svo er einnig um kynningu Fréttablaðsins um frétt sinni af efni tilkynningar Samherjamanna á Facebook. Af þessu má ráða að útvegsfyrirtækið; Björgólfur og almannatengladeild Samherja, eiga enn langt í land með að öðlast tiltrú almennings eftir hremmingar í tengslum við Samherjamálið. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja steig til hliðar eftir að málið kom upp og sagði sig frá stjórnarstörfum ýmissa fyrirtækja, að sögn til að lægja öldur en það virðist ekki hafa dugað hálfa leið. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Samherji hefur sent frá sér tilkynningu til fjölmiðla þar sem segir að fyrirtækið ætli að þróa og innleiða heildrænt stjórnunar- og regluvörslukerfi sem byggist á áhættuskipulagi fyrirtækisins, meðal annars með áherslu á spillingu, efnahagslegar refsiaðgerðir og peningaþvætti. Í tilkynningunni er þetta haft sérstaklega eftir Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja. Lesendur Kjarnans hlæja í einum kór af tilkynningu Samherjamanna. Vísir hefur óskað eftir nánari útskýringum á því hvernig þetta er hugsað en í tilkynningunni segir jafnframt að stefnt sé að því að ljúka innleiðingu kerfisins síðar á þessu ári og að ákvörðun um innleiðingu kerfisins hafi verið tekin á „grundvelli reynslu af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Fyrirspurn Vísis gengur meðal annars út á að spyrja hvað heildrænt stjórnunar- og regluvörslukerfi þýðir? Tilkynninguna má sjá í heild sinni á heimasíðu Samherja en nokkrir fjölmiðlar hafa birt efni hennar eins og það kemur af kúnni. Það verður að segjast að netverjar gefa ekki mikið fyrir þetta útspil fyrirtækisins sem staðið hefur í ströngu eftir að greint var frá mútugreiðslum en starfsmenn fyrirtækisins báru fé á ráðamenn á Namibíu til að komast í kvóta á hestamakríl. Reyndar telja netverjar þetta aðhlátursefni. Þannig eru viðbrögðin við Facebook-tilkynningu Kjarnans um þessa frétt öll á eina leið: Hláturkallinn er alls ráðandi. Þeim sem bregðast við tilkynningu Samherja á vef Fréttablaðsins þykir ekki mikið til koma. Og svo er einnig um kynningu Fréttablaðsins um frétt sinni af efni tilkynningar Samherjamanna á Facebook. Af þessu má ráða að útvegsfyrirtækið; Björgólfur og almannatengladeild Samherja, eiga enn langt í land með að öðlast tiltrú almennings eftir hremmingar í tengslum við Samherjamálið. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja steig til hliðar eftir að málið kom upp og sagði sig frá stjórnarstörfum ýmissa fyrirtækja, að sögn til að lægja öldur en það virðist ekki hafa dugað hálfa leið.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira