Nýju gjafakvótagreifarnir Haraldur Eiríksson skrifar 14. janúar 2020 11:00 Verð hlutabréfa sjókvíaeldis fyrirtækisins Arnarlax hefur nærri tvöfaldast frá því viðskipti hófust með bréf fyrirtæksins í kauphöllinni í Osló um miðjan nóvember. Er félagið nú metið á 40 milljarða króna en verðmæti þessi byggir eingöngu á framleiðsluleyfum sem það hefur á hafsvæðum við Ísland. Hefur Arnarlax þó ekki þurft að greiða krónu fyrir nýtingu á þessari sameign íslensku þjóðarinnar. Frá því að sjókvíaeldisbylgjan hin þriðja fór af stað fyrir um tíu árum hér við land, hafa Íslendingar gefið framleiðslukvóta í sjókvíaeldi í lögsögu sinni án útboðs eða endurgjalds. Arnarlaxi hafa verið færðir framleiðslukvótar á laxi að andvirði 35 til 40 milljarða ef miðað er við gangverð slíkra kvóta í Noregi í dag. Þeim sem telja ekki hægt að bera saman gangverð laxaframleiðslukvóta á Íslandi og Noregi skal bent á þá staðreynd að það er styttra frá Osló til Íslands, en frá Osló til sjókvía í Norður-Noregi. Almenningur hlunnfarinn Nú rétt fyrir áramótin skráði Arnarlax sig, og um leið framleiðslukvótana sem þeir fengu gefins hérlendis, í Kauphöllina í Osló. Þar hefur verð hlutabréfanna tvöfaldast á nokkrum vikum og er nú metið á um áðurnefnda 40 milljarða króna. Þetta er nákvæmlega það sem framleiðslukvóti fyrirtækisins á Íslandi hefði kostað í Noregi. Það má því leiða líkur að því að þarna hafi almenningur á Íslandi verið hlunnfarinn því kvótinn er langstærsta eign fyrirtækisins. Þessi framleiðslukvótar eru verðmetnir nánast á við fyrirtækið Icelandair sem veitir 4.000 Íslendingum atvinnu. Hjá Arnarlaxi starfa 100 manns að mestu við laxaslátrun. Norskir aðilar eiga um og yfir 90 prósent af öllu sjókvíaeldi við Ísland. Hluti þeirra skráir eignaraðild sína í skattaskjólum til að forðast skattgreiðslur og flækja eignaraðild. Greiða ekki tekjuskatt Þess má geta að Arnarlax hefur enn ekki greitt tekjuskatt á Íslandi eftir 10 ára rekstur. Arnarlax hefur fengið afslátt af hafnargjöldum hjá sveitarfélögum á Vestfjörðum og greiða þar jafnvel minna en íslenskar útgerðir. Nýlega var íslenskum lögum um skipstjórnarréttindi breytt til að hægt væri að fá ódýrara vinnuafl á fóðurbáta fyrirtækisins - og það í andstöðu við Félag íslenskra skipstjórnarmanna. Síðasta innlegg sjávarútvegsráðherra er fráleit tillaga um að breyta gilandi reglugerð um sjókvíaeldi þannig að að fyrirtækin komist mögulega nær ósum laxveiðiám, sem myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir villta laxinn. Stjórnsýsluúttekt Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í norðvesturkjördæmi, fór nýlega fram á að stjórnsýsluúttekt yrði gerð á Hafrannsóknastofnun, meðal annars á þeim forsendum að stofnunin væri of treg að hans mati til að auka við framleiðsluleyfi þessara norsku sjókvíaeldisfyrirtækja. Þetta er sérlega ómakleg árás á Hafró, eingöngu byggð á því að niðurstaða vísindafólksins þar hefur ekki verið varaþingmanninum þóknanleg. Hitt er svo annað mál að hugmyndin um stjórnsýsluúttekt er góð. Sú úttekt ætti hins vegar að snúast um hvernig það gat gerst að örfáum vinum ráðandi afla hér á landi voru færðir framleiðslukvótar í sjókvíaeldi upp á milljarða. Kvótar sem þeir hafa nú selt úr landi með ótrúlegum hagnaði. Höfundur er stjórnarmaður í Íslenska náttúrurverndarsjóðnum (Icelandic Wildlife Fund) og Atlantic Salmon Trust. Hann er búsettur í Bretlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Sjá meira
Verð hlutabréfa sjókvíaeldis fyrirtækisins Arnarlax hefur nærri tvöfaldast frá því viðskipti hófust með bréf fyrirtæksins í kauphöllinni í Osló um miðjan nóvember. Er félagið nú metið á 40 milljarða króna en verðmæti þessi byggir eingöngu á framleiðsluleyfum sem það hefur á hafsvæðum við Ísland. Hefur Arnarlax þó ekki þurft að greiða krónu fyrir nýtingu á þessari sameign íslensku þjóðarinnar. Frá því að sjókvíaeldisbylgjan hin þriðja fór af stað fyrir um tíu árum hér við land, hafa Íslendingar gefið framleiðslukvóta í sjókvíaeldi í lögsögu sinni án útboðs eða endurgjalds. Arnarlaxi hafa verið færðir framleiðslukvótar á laxi að andvirði 35 til 40 milljarða ef miðað er við gangverð slíkra kvóta í Noregi í dag. Þeim sem telja ekki hægt að bera saman gangverð laxaframleiðslukvóta á Íslandi og Noregi skal bent á þá staðreynd að það er styttra frá Osló til Íslands, en frá Osló til sjókvía í Norður-Noregi. Almenningur hlunnfarinn Nú rétt fyrir áramótin skráði Arnarlax sig, og um leið framleiðslukvótana sem þeir fengu gefins hérlendis, í Kauphöllina í Osló. Þar hefur verð hlutabréfanna tvöfaldast á nokkrum vikum og er nú metið á um áðurnefnda 40 milljarða króna. Þetta er nákvæmlega það sem framleiðslukvóti fyrirtækisins á Íslandi hefði kostað í Noregi. Það má því leiða líkur að því að þarna hafi almenningur á Íslandi verið hlunnfarinn því kvótinn er langstærsta eign fyrirtækisins. Þessi framleiðslukvótar eru verðmetnir nánast á við fyrirtækið Icelandair sem veitir 4.000 Íslendingum atvinnu. Hjá Arnarlaxi starfa 100 manns að mestu við laxaslátrun. Norskir aðilar eiga um og yfir 90 prósent af öllu sjókvíaeldi við Ísland. Hluti þeirra skráir eignaraðild sína í skattaskjólum til að forðast skattgreiðslur og flækja eignaraðild. Greiða ekki tekjuskatt Þess má geta að Arnarlax hefur enn ekki greitt tekjuskatt á Íslandi eftir 10 ára rekstur. Arnarlax hefur fengið afslátt af hafnargjöldum hjá sveitarfélögum á Vestfjörðum og greiða þar jafnvel minna en íslenskar útgerðir. Nýlega var íslenskum lögum um skipstjórnarréttindi breytt til að hægt væri að fá ódýrara vinnuafl á fóðurbáta fyrirtækisins - og það í andstöðu við Félag íslenskra skipstjórnarmanna. Síðasta innlegg sjávarútvegsráðherra er fráleit tillaga um að breyta gilandi reglugerð um sjókvíaeldi þannig að að fyrirtækin komist mögulega nær ósum laxveiðiám, sem myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir villta laxinn. Stjórnsýsluúttekt Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í norðvesturkjördæmi, fór nýlega fram á að stjórnsýsluúttekt yrði gerð á Hafrannsóknastofnun, meðal annars á þeim forsendum að stofnunin væri of treg að hans mati til að auka við framleiðsluleyfi þessara norsku sjókvíaeldisfyrirtækja. Þetta er sérlega ómakleg árás á Hafró, eingöngu byggð á því að niðurstaða vísindafólksins þar hefur ekki verið varaþingmanninum þóknanleg. Hitt er svo annað mál að hugmyndin um stjórnsýsluúttekt er góð. Sú úttekt ætti hins vegar að snúast um hvernig það gat gerst að örfáum vinum ráðandi afla hér á landi voru færðir framleiðslukvótar í sjókvíaeldi upp á milljarða. Kvótar sem þeir hafa nú selt úr landi með ótrúlegum hagnaði. Höfundur er stjórnarmaður í Íslenska náttúrurverndarsjóðnum (Icelandic Wildlife Fund) og Atlantic Salmon Trust. Hann er búsettur í Bretlandi.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun