Boða skyttur Hvals á skotæfingu á sjó Matvælastofnun hefur tjáð Hval hf. að hvalveiðiskipið Hvalur 8 megi fara aftur á veiðar að uppfylltum skilyrðum. Meðal þeirra eru þau að skotæfing fari fram á sjó til að sýna fram á hæfni skyttu. Innlent 20. september 2023 16:27
Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. Innlent 20. september 2023 15:02
Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. Viðskipti innlent 20. september 2023 11:50
Skipstjórar þurfa ekki að gefa upp staðsetningu frekar en þeir vilja Skipstjórar Hvals hf. hafa ekki haft kveikt á sjálfvirku auðkenniskerfi hvalveiðiskipanna tveggja á yfirstandandi vertíð, sem hefur sætt nokkurri gagnrýni. Reglugerð kveður á um að skipstjórum sé í sjálfsvald sett hvort þeir noti búnaðinn. Innlent 20. september 2023 07:46
„Þau skilja ekki upp eða niður í þessu“ Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf. vill meina að engin innan Matvælastofnunar viti neitt um sjósókn. Hann segir ákvörðun stofnunarinnar um að stöðva veiðar í Hval 8 byggja á villandi myndbandi. Innlent 19. september 2023 21:25
Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. Viðskipti innlent 19. september 2023 19:13
Verndun villtra laxastofna Á hverjum degi fáum við nú hræðilegar nýjar fréttir af umfangi þess umhverfisskaða sem strok þúsunda frjórra eldislaxa úr sjókvíum Arctic Seafarm í Patreksfirði er að valda. Upp er kominn gjörbreytt staða fyrir verndun villtra íslenskra laxastofna, sem krefst tafarlausra aðgerða. Skoðun 19. september 2023 16:32
Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. Innlent 19. september 2023 15:21
Kvóti frá Reykjanesbæ til Ólafsvíkur Útgerðarfélagið Steinunn ehf. hefur lagt grunn að auknum umsvifum sínum í Ólafsvík með kaupum á fiskveiðiheimildum sem nema ríflega hundrað þorskígildistonnum af Saltveri ehf. í Reykjanesbæ fyrir um 300 milljónir króna. Viðskipti innlent 19. september 2023 14:23
MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm ehf á lögum um fiskeldi. Innlent 19. september 2023 13:55
Auðlindin okkar – andsvar Atli Hermannsson ritar grein á visir.is þar sem hann gagnrýnir ýmislegt við verkefni Svandísar Svavarsdóttur, Auðlindin okkar. Einhvern veginn tengir hann það verkefni við erindi sem ég hélt á málþingi um orkuskipti í sjávarútvegi sem haldið var á vegum Matís í Hörpu á dögunum. Skoðun 19. september 2023 13:31
Auðlindin okkar - Us and them Fyrir rúmu ári síðan skipaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, fjóra starfshópa til að freista þess að ná víðtækri og langþráðri sátt um sjávarútveginn. Verkefni sem fékk það virðulega nafn Auðlindin okkar. Skoðun 18. september 2023 11:00
Enn eitt byggðarlagið lagt í rúst Að þessu sinni sýpur Seyðisfjörður seiðið af fiskveiðastefnu stjórnavalda sem er vart annað en rányrkja til að valin útgerðarfélög geti hámarkað hagnað á kostnað sjávar byggða. Verklag Síldarvinnslunnar og hagræðingar kröfur á bolfiskvinnslu að beina aflaheimildum til Grindarvíkur er enn einn sóðaskapur sem þrífst hjá stórútgerðinni. Skoðun 18. september 2023 10:30
Þögn þingmanna er ærandi Þá er að gerast það sem við höfum óttast lengi. Að eldislax streymi upp í laxveiðiárnar með tilheyrandi tjóni fyrir lífríkið og þá atvinnustarfsemi sem stunduð er á árbökkunum. Tilvist villtra laxa er ógnað. Skoðun 18. september 2023 06:00
Segir frávik eiga sér eðlilegar skýringar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir að frávik við veiðar á langreyði, sem olli því að Matvælastofnun stöðvaði tímabundið veiðar Hvals 8, hafi orðið vegna bilunar á spili. Innlent 15. september 2023 07:42
Hvalur 8 getur haldið til veiða aftur eftir innleiðingu úrbóta Hvalur 8 fær ekki að halda aftur út til veiða nema úrbætur verði innleiddar sem tryggi að ekki líði langt á milli skota, þurfi að skjóta oftar en einu sinni. Veiðar skipsins voru stöðvaðar tímabundið í dag. Innlent 14. september 2023 21:59
Hvalur 8 og Hvalur 9 báðir á landleið með nýveidda hvali Báðir hvalbátarnir eru núna á leið til hafnar í Hvalfirði með nýveidda hvali, sem skotnir voru í dag. Hvalur 8 er væntanlegur að bryggju í hvalstöðinni í nótt með eina langreyði. Hvalur 9 er svo væntanlegur þangað í fyrramálið með tvær langreyðar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst veiddi áhöfn Hvals 8 sinn hval fyrir hádegi. Innlent 14. september 2023 18:49
Stöðva veiðar um borð í Hval 8 tímabundið Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Innlent 14. september 2023 14:35
Stefna á að framleiða 32 þúsund tonn af laxi eftir nokkur ár Landeldisfyrirtækið Laxey, sem áður hét Icelandic Land Farmed Salmon, í Vestmannaeyjum hefur lokið hlutafjáraukningu að andvirði 6 milljarða króna til íslenskra fjárfesta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 14. september 2023 12:37
Þriðjungur Orkusjóðs til Samherja, Ísfélags Vestmannaeyja og Arnarlax Nú eru 6 ár til stefnu fyrir ríkisstjórnina að ná markmiðum sínum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá samfélaginu, það sem kallast á beina losun Íslands. Að vísu er ekki ljóst hvort markmiðið er 29%, 40% eða 55% en það er á hreinu að tíminn er stuttur. Skoðun 14. september 2023 08:30
Svekktur og efins um fleiri veiðiferðir til Íslands Breskur laxveiðimaður sem veiddi tvo eldislaxa í Skagafirði á dögunum er efins um að hann snúi hingað aftur ef fram heldur sem horfir. Hann óttast um lifibrauð bænda, leiðsögumanna, og ferðaþjónustufyrirtækja sem þjónusta stangveiðimenn. Innlent 13. september 2023 19:48
„Augljóst að það er ekki traust til fjármálaráðherra að selja Íslandsbanka“ Búist er við miklum átökum á Alþingi í vetur þegar ríkisstjórnin leggur fram mörg umdeild frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar spá því að efnahagsmálin verði umfangsmikil og treysta ekki fjármálaráðherra til að selja Íslandsbanka. Ríkisstjórnin er sögð rúin trausti. Innlent 13. september 2023 18:31
Útgerðarfélag Akureyringa rennur inn í dótturfélag Samherja Ákveðið hefur verið að Útgerðarfélag Akureyringa ehf. sameinist Samherja Íslandi ehf., sem fyrir rekur fiskvinnslu á Dalvík og gerir út þrjú ísfiskskip, frystitogara og tvö uppsjávarskip. Móðurfélag þessara tveggja félaga er Samherji hf.. Viðskipti innlent 13. september 2023 16:01
Of lítið, of seint Eins og flestum er kunnugt synda frjóir norskir eldislaxar upp í íslenskar ár þessa dagana. Almenningur hefur þurft að bregðast við þessum hamförum og hafa bændur, veiðimenn og sjálfboðaliðar farið í það að reyna að ná sem flestum eldislöxum til að reyna að takmarka skaðann. Skoðun 13. september 2023 13:01
Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum. Innlent 13. september 2023 10:20
Eins og gott hjónabandspróf Parið Rut og Kristján Torfi tefldi fjárhag sínum í tvísýnu þegar þau ákváðu að kaupa trillu og gera út á handfæraveiðum. Þau vilja að ungt fólk hafi tækifæri til að stunda smábátaútgerð og segja tímann á sjó fínasta sambandspróf. Innlent 12. september 2023 21:00
Mótmælendur með fleiri en einn málstað við þingsetningu Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í dag, til að mótmæla við setningu Alþingis. Brottvísanir hælisleitenda, takmörkun á strandveiðum og hinsegin fræðslu í grunnskólum var mótmælt. Innlent 12. september 2023 18:25
Klárar sína fyrstu fjárfestingu með kaupum á 40 prósenta hlut í KAPP Sjóðurinn IS Haf, sem fjárfestir í haftengdri starfsemi, hefur gengið frá kaupum á 40 prósenta eignarhlut í tæknifyrirtækinu KAPP og mun sömuleiðis leggja félaginu til aukið hlutafé til frekari vaxtar. Þetta er fyrsta fjárfesting sjóðsins, sem er um tíu milljarðar að stærð og að stærstum hluta í eigu ÚR, Brim og lífeyrissjóða, en stjórnendur hans telja umtalsverð vaxtartækifæri vera til staðar fyrir íslensk tæknifyrirtæki í sjávarútvegi. Innherji 12. september 2023 16:00
Vilja bæta sig eftir að innra eftirlit virkaði ekki sem skyldi Forstjóri Arctic Sea, sem á Arctic Sea Farm, viðurkennir að innra eftirlit fyrirtækisins hafi ekki virkað sem skyldi í ljósi alvarlegs umhverfisslyss sem varð í Patreksfirði í ágúst. Framkvæmdastjóra Landssambands veiðifélaga berast ábendingar um eldislaxa sem veiddir hafa verið í íslenskum ám á hverjum degi en ábendingarnar eru orðnar 106 talsins. Innlent 12. september 2023 14:14
Loka bolfiskvinnslu og segja upp þrjátíu á Seyðisfirði Síldarvinnslan hefur tilkynnt að stefnt sé að því að loka bolfisksvinnslu fyrirtækisins á Seyðisfirði þann 30. nóvember næstkomandi. Þrjátíu af 33 starfsmönnum vinnslunnar verður sagt upp störfum. Viðskipti innlent 12. september 2023 11:48