Tekur álitið alvarlega en hyggst ekki segja af sér Atli Ísleifsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 5. janúar 2024 14:08 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. Þetta kemur fram í Facebook-færslu ráðherrans um álit umboðsmanns Alþingis. Í samtali við fréttastofu segist hún ekki ætla að segja af sér embætti. Alvanalegt sé að umboðsmaður leiði ágreining um reglugerðarsetningu til lykta, það gerist oft á hverju ári. Ánægð með álit um dýravelferðarsjónarmið Í Facebook færslu sinni segir Svandís að umboðsmaður Alþingis hafi nú lokið umfjöllun um kvörtun Hvals hf. vegna frestunar á upphafi vertíðar í fyrrasumar. „Í áliti hans kemur fram að ekki hafi verið nægilega skýr lagastoð fyrir setningu reglugerðarinnar og að gæta hefði mátt betur að kröfum um meðalhóf. Umboðsmaður telur jafnframt að byggja hafi mátt á dýravelferðarsjónarmiðum líkt og gert var við þær ráðstafanir sem gripið var til í júní. Það er afar mikilvægt að mínu mati að regluverk og lagaumhverfi endurspegli auknar kröfur um dýravelferð almennt í samfélaginu og má til sanns vegar færa að löngu tímabært sé að færa löggjöfina til nútímans í þessu efni. Umræða í öllu samfélaginu um mikilvægi dýravelferðar hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og gildir þá um alla atvinnustarfsemi að þau sjónarmið vegi þungt við hvers konar nýtingu á dýrum,“ segir Svandís. Ekki annað hægt fyrir ábyrgan ráðherra Hún segir að það hafi ekki verið annað hægt fyrir ábyrgan ráðherra en að bregðast við á ögurstundu. „Þann 19. júní síðastliðinn lá fyrir álit fagráðs um velferð dýra þar sem fram kom sú afdráttarlausa niðurstaða að veiðiaferðin sem beitt var við veiðar á langreyðum væri ekki í samræmi við lög um dýravelferð. Því var mitt mat og ráðuneytisins á þeim tíma að ég hefði ekki annan kost, sem ráðherra sem ber ábyrgð á velferð dýra, en að bregðast við strax og fresta upphafi veiðitímabilsins, þar til skoðað yrði hvort hægt væri að gera úrbætur á veiðiaðferðum. Velferð dýranna var í öndvegi í minni ákvarðanatöku, að vinna að því markmiði að þessi dýr upplifðu ekki óbærilegan dauðdaga við veiðar.“ Mikilvægt að færa lögin til nútímans „Öllum er ljóst að almenningur hefur kallað eftir skýrum ramma um velferð dýra. Það sýna þær þúsundir af tilkynningum um slæma meðferð dýra sem berast til Matvælastofnunar ár hvert og mikil og vaxandi umræða um hvort hvalveiðar eigi sér framtíð. Það kemur skýrt fram í áliti umboðsmanns að hvalveiðilögin frá 1949 eru byggð á markmiðum um nýtingu hvalveiðistofnsins, og að þar sé ekki að finna skýr ákvæði um velferð dýra. Það er sú tímaskekkja sem leiðir til þess að umboðsmaður ályktar að ekki sé fyrir hendi nægilega skýr lagastoð fyrir reglugerð þeirri sem ég setti síðastliðið sumar. Ég tek þessa niðurstöðu umboðsmanns alvarlega og þrátt fyrir að umboðsmaður beini ekki sérstökum tilmælum til mín þá hyggst ég beita mér fyrir breytingum þannig að þessi úreltu lög séu færð til nútímans,“ segir í færslunni. Umboðsmaður leiði slíkan ágreining reglulega til lykta Í samtali við Vísi segir Svandís að það liggi fyrir að umboðsmaður telur að hún sem ráðherra hefði betur mátt gæta að meðalhófi við undirbúning reglugerðarinnar. „Og það eru náttúrulega bara sjónarmið sem eru að koma fram og er sjálfsagt að taka til skoðunar. Hann í raun og veru er ekki að beina neinum sérstökum tilmælum til mín, heldur miklu frekar til þess að hafa þessa sjónarmið í huga í framhaldinu og það er bara gott og blessað.“ Eins og alkunna er sagði Bjarni Benediktsson af sér embætti fjármálaráðherra í október eftir að Umboðsmaður Alþingis mat hann ekki hafa verið hæfan við söluna á Íslandsbanka. Spurð hvort hún telji sig þurfa að endurskoða sína stöðu sem ráðherra vegna álits umboðsmanns, jafnvel segja af sér segir Svandís: „Nei. Þetta mál er ekki þess eðlis. Þetta mál lýtur í raun og veru að lagastoð fyrir reglugerðarsetningu og það er náttúrulega bara alvanalegt að slíkur ágreiningur sé leiddur til lykta með áliti frá umboðsmanni. Það gerist oft á hverju ári.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu ráðherrans um álit umboðsmanns Alþingis. Í samtali við fréttastofu segist hún ekki ætla að segja af sér embætti. Alvanalegt sé að umboðsmaður leiði ágreining um reglugerðarsetningu til lykta, það gerist oft á hverju ári. Ánægð með álit um dýravelferðarsjónarmið Í Facebook færslu sinni segir Svandís að umboðsmaður Alþingis hafi nú lokið umfjöllun um kvörtun Hvals hf. vegna frestunar á upphafi vertíðar í fyrrasumar. „Í áliti hans kemur fram að ekki hafi verið nægilega skýr lagastoð fyrir setningu reglugerðarinnar og að gæta hefði mátt betur að kröfum um meðalhóf. Umboðsmaður telur jafnframt að byggja hafi mátt á dýravelferðarsjónarmiðum líkt og gert var við þær ráðstafanir sem gripið var til í júní. Það er afar mikilvægt að mínu mati að regluverk og lagaumhverfi endurspegli auknar kröfur um dýravelferð almennt í samfélaginu og má til sanns vegar færa að löngu tímabært sé að færa löggjöfina til nútímans í þessu efni. Umræða í öllu samfélaginu um mikilvægi dýravelferðar hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og gildir þá um alla atvinnustarfsemi að þau sjónarmið vegi þungt við hvers konar nýtingu á dýrum,“ segir Svandís. Ekki annað hægt fyrir ábyrgan ráðherra Hún segir að það hafi ekki verið annað hægt fyrir ábyrgan ráðherra en að bregðast við á ögurstundu. „Þann 19. júní síðastliðinn lá fyrir álit fagráðs um velferð dýra þar sem fram kom sú afdráttarlausa niðurstaða að veiðiaferðin sem beitt var við veiðar á langreyðum væri ekki í samræmi við lög um dýravelferð. Því var mitt mat og ráðuneytisins á þeim tíma að ég hefði ekki annan kost, sem ráðherra sem ber ábyrgð á velferð dýra, en að bregðast við strax og fresta upphafi veiðitímabilsins, þar til skoðað yrði hvort hægt væri að gera úrbætur á veiðiaðferðum. Velferð dýranna var í öndvegi í minni ákvarðanatöku, að vinna að því markmiði að þessi dýr upplifðu ekki óbærilegan dauðdaga við veiðar.“ Mikilvægt að færa lögin til nútímans „Öllum er ljóst að almenningur hefur kallað eftir skýrum ramma um velferð dýra. Það sýna þær þúsundir af tilkynningum um slæma meðferð dýra sem berast til Matvælastofnunar ár hvert og mikil og vaxandi umræða um hvort hvalveiðar eigi sér framtíð. Það kemur skýrt fram í áliti umboðsmanns að hvalveiðilögin frá 1949 eru byggð á markmiðum um nýtingu hvalveiðistofnsins, og að þar sé ekki að finna skýr ákvæði um velferð dýra. Það er sú tímaskekkja sem leiðir til þess að umboðsmaður ályktar að ekki sé fyrir hendi nægilega skýr lagastoð fyrir reglugerð þeirri sem ég setti síðastliðið sumar. Ég tek þessa niðurstöðu umboðsmanns alvarlega og þrátt fyrir að umboðsmaður beini ekki sérstökum tilmælum til mín þá hyggst ég beita mér fyrir breytingum þannig að þessi úreltu lög séu færð til nútímans,“ segir í færslunni. Umboðsmaður leiði slíkan ágreining reglulega til lykta Í samtali við Vísi segir Svandís að það liggi fyrir að umboðsmaður telur að hún sem ráðherra hefði betur mátt gæta að meðalhófi við undirbúning reglugerðarinnar. „Og það eru náttúrulega bara sjónarmið sem eru að koma fram og er sjálfsagt að taka til skoðunar. Hann í raun og veru er ekki að beina neinum sérstökum tilmælum til mín, heldur miklu frekar til þess að hafa þessa sjónarmið í huga í framhaldinu og það er bara gott og blessað.“ Eins og alkunna er sagði Bjarni Benediktsson af sér embætti fjármálaráðherra í október eftir að Umboðsmaður Alþingis mat hann ekki hafa verið hæfan við söluna á Íslandsbanka. Spurð hvort hún telji sig þurfa að endurskoða sína stöðu sem ráðherra vegna álits umboðsmanns, jafnvel segja af sér segir Svandís: „Nei. Þetta mál er ekki þess eðlis. Þetta mál lýtur í raun og veru að lagastoð fyrir reglugerðarsetningu og það er náttúrulega bara alvanalegt að slíkur ágreiningur sé leiddur til lykta með áliti frá umboðsmanni. Það gerist oft á hverju ári.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent