Innlent

Flökunarvélarnar settar í gang á morgun í fyrsta sinn í tvo mánuði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Aflanum hefur verið landað, hann slægður og á morgun fara flökunarvélarnar í gang.
Aflanum hefur verið landað, hann slægður og á morgun fara flökunarvélarnar í gang. Einhamar

Afli af grindvísku bátunum Gísla Súrssyni GK og Vésteini GK var slægður í morgun en á morgun verða flökunarvélar Einhamars Seafood í Grindavík svo settar af stað í fyrsta sinn í tvo mánuði. 

„Við erum að byrja vinnslu aftur á morgun í fyrsta sinn síðan 10. nóvember og erum að fara að setja flökunarvélarnar í gang á morgun,“ segir Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamars Seafood í Grindavík í samtali við fréttastofu. 

Morgundagurinn er þannig stór fyrir félagið og mikil eftirvænting í loftinu. 

„Þetta er að bresta á, loksins. Eftirvæntingin er mikil, það liggur í augum uppi, eftir allt þetta.“

Hún segir nánast alla starfsmenn Einhamars búsetta í Reykjanesbæ og því ekki um langan veg að fara fyrir starfsmenn fiskvinnslunnar. 

„Annars held ég að mér sé óhætt að segja að allir séu búsettir í Grindavík eða Reykjanesbæ.“


Tengdar fréttir

Húsnæðismálin alls ekki á góðum stað

Bæjarstjóri Grindavíkur trúir því að flestir íbúar bæjarins muni snúa aftur til síns heima þegar það er talið óhætt. Ýmislegt vanti þó upp á þjónustu til að það sé mögulegt. Fjölmargar fjölskyldur eru í óhentugu húsnæði og margir í mjög erfiðri stöðu fjárhagslega. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×