Ólafur Stephensen

Ólafur Stephensen

Greinar eftir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

Fréttamynd

Strangari agi og stærri sjóðir

Þegar aðildarríki Evrópusambandsins ráku smiðshöggið á Efnahags- og myntbandalag Evrópu um aldamótin urðu ýmsir til að gagnrýna að þrátt fyrir að myntbandalagið væri í höfn með upptöku evrunnar vantaði mikið upp á efnahagsbandalagið. Ekki væru til neinir sjóðir til að aðstoða aðildarríki sem lentu í efnahagsvanda og engin raunveruleg sameiginleg efnahags- og ríkisfjármálastefna. Reglurnar sem áttu að tryggja að aðildarríkin héldu sig innan skilyrða Maastricht-sáttmálans um fjárlagahalla og skuldasöfnun ríkissjóðs væru sömuleiðis of veikar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Löggæzlan gæti vel að lögunum

Ábending Ríkisendurskoðunar um innkaup löggæzlustofnana, sem birt var í gær, er grafalvarlegt mál fyrir embætti ríkislögreglustjóra og einstök lögregluembætti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Spurning um viðhorf þingmanna

Íslenzkir alþingismenn eiga Norðurlandamet í málþófi, eins og rifjað var upp í úttekt í helgarblaði Fréttablaðsins. Á öðrum norrænum þjóðþingum tíðkast ekki að stjórnarandstaðan knýi fram samninga við stjórnarmeirihlutann með því að taka mál í gíslingu og ræða þau (eða eitthvað allt annað) sólarhringum saman.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvar er jafnlaunavottunin?

Launamunur kynjanna er enn og aftur til umræðu. Tvær kannanir, annars vegar á vegum félaga starfsmanna hins opinbera, SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, og hins vegar stærsta stéttarfélags einkageirans, VR, sýna fram á að hann fer vaxandi á ný.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skárra en ekkert?

Þegar Guðmundur Steingrímsson gekk úr Framsóknarflokknum á dögunum sagðist hann myndu láta reyna á að stofna "frjálslyndan, víðsýnan, Evrópusinnaðan og grænan miðjuflokk“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vald upplýsinga

Menntaráð Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku tillögu minnihlutans um að skólastjórum í grunnskólum borgarinnar verði falið að sjá til þess að niðurstöður lesskimunarprófs sem lagt er fyrir í 2. bekk verði kynntar fyrir nemendum og foreldrum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Orðsporið getur enn versnað

Það mat alþjóðlega tryggingafyrirtækisins Aon að Ísland sé sízt allra Vestur-Evrópuríkja fallið til fjárfestinga kemur engum á óvart sem fylgzt hefur með þróun mála hér á landi undanfarin ár. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær skipar fyrirtækið Íslandi á bekk með ríkjum á borð við Egyptaland, Rússland, Kína, Tyrkland, Lettland og Albaníu. Heldur skárra þykir að fjárfesta í ríkjum eins og Mexíkó, Marokkó, Litháen, Búlgaríu og Túnis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Áfram pólitísk óþægindi

Hvalveiðar Íslendinga hafa áratugum saman verið þyrnir í augum okkar helztu vina- og samstarfsríkja. Enda fór svo um tíma að þeim var hætt vegna pólitísks þrýstings. Þráðurinn var tekinn upp á nýjan leik 2003 með vísindaveiðum og 2006 hófust aftur hvalveiðar í atvinnuskyni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Glamúrviðtöl við gangstera

Foreldrar nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík kvörtuðu réttilega yfir því að í Menntaskólatíðindum skólafélagsins skyldi birtast viðtal við vitgrannt vöðvatröll, sem komið hefur við sögu eiturlyfjasölu og -neyzlu, handrukkana, líkamsmeiðinga og hótana og er grunað um tengsl við skipulagða glæpastarfsemi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fá, skýr markmið

Antti Kuosmanen, sendiherra Finnlands hjá OECD og fyrrverandi samningamaður í aðildarviðræðum landsins við Evrópusambandið, lýsti í Fréttablaðinu í gær þeirri nálgun sem finnsk stjórnvöld beittu í viðræðunum; að leggja mesta áherzlu á fá og skýr lykilatriði. Þessi aðferðafræði nýttist Finnum vel er samið var um ESB-aðild og hefur raunar gert það áfram; sem aðildarríki ESB hefur Finnland lagt áherzlu á fá en skýrt skilgreind hagsmunamál sín til að nýta vel krafta lítillar stjórnsýslu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svikin vara?

Ákvörðun hagfræðideildar Háskóla Íslands um að taka upp inntökupróf er skiljanleg og skynsamleg. Daði Már Kristófersson, dósent við deildina, sagði í Fréttablaðinu í gær að of mikið væri um að til náms kæmu nemendur sem stæðust ekki þær kröfur sem gerðar væru. Hann segir að algengt sé að þriðjungur til helmingur skráðra nemenda sjáist aldrei í tímum og drjúgur hluti falli í lok fyrstu annar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aðildarferlið og skynsemin

Á vefnum skynsemi.is er nú efnt til undirskriftasöfnunar til stuðnings því að Alþingi leggi umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til hliðar. Þar koma fram þrjár meginröksemdir fyrir því að hætta aðildarviðræðunum. Í fyrsta lagi að Evrópusambandið hafi breytzt frá því að sótt var um aðild og óvissa ríki um framtíð þess og myntbandalags Evrópu. Í öðru lagi sé umsóknin dýr og stjórnsýslan eigi fremur að beina kröftunum að "mun brýnni verkefnum“. Loks sýni skoðanakannanir yfirgnæfandi og vaxandi andstöðu við aðild að ESB.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aðlögunaráætlunin

Andstæðingar þess að Íslendingar fái að kjósa um aðildarsamning við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu gera nú mikið úr því að ESB hafi sett skilyrði fyrir því að hægt sé að fara að ræða landbúnaðarmál í aðildarviðræðunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hugsað út fyrir rammann

Það er einstök og stórmerkileg upplifun að heimsækja lífræna býlið Vallanes á Fljótsdalshéraði, eins og lesa mátti út úr frásögn Svavars Hávarðssonar blaðamanns í helgarblaði Fréttablaðsins. Eymundur Magnússon bóndi hefur ekki aðeins breytt búskaparháttum í Vallanesi, hann hefur breytt veðrinu með því að gróðursetja milljón trjáplöntur og þannig skapað skjól og skilyrði fyrir stórfellda ræktun á korni og grænmeti. Kona Eymundar, Eygló Björk Ólafsdóttir, hefur reynslu af markaðssetningu matvöru bæði hér á landi og erlendis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvar er heildarsýnin?

Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins sagðist Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra myndu beita sér fyrir því að verðtryggingin yrði afnumin. Það er göfugt markmið og væri alveg klárlega heimilum landsins í hag að það næðist.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki fjárfesta takk

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er efins um að veita eigi kínverska fjárfestinum Huang Nubo heimild til að kaupa 72 prósenta hlut í Grímsstöðum á Fjöllum. Auðmaðurinn hyggst greiða eigendum jarðarinnar nærri milljarð króna fyrir landið, sem er um 300 ferkílómetrar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vantraust á flokksforystuna

Samþykkt flokksráðs Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd til að fara yfir aðdraganda þess að Ísland studdi hernaðar-aðgerðir Atlantshafsbandalagsins í Líbíu er veruleg tíðindi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Græn skattalækkun

Ríkisstjórnin hefur sett sér markmið um að árið 2020 komi tíu prósent allrar orku sem notuð er í samgöngum á Íslandi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er gott markmið og nauðsynlegt. Talsvert er til vinnandi að gera Ísland minna háð olíu, sem sífellt hækkar í verði. Orkuskiptin geta eflt nýsköpun og atvinnu og síðast en ekki sízt eru þau nauðsynleg til að Ísland geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar um að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heilagar ær og kýr

Viðbrögð Landssamtaka sauðfjárbænda við skrifum Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors hér í blaðið undanfarnar vikur eru dálítið yfirdrifin. Þórólfur hefur í greinum sínum gagnrýnt óskilvirkt og dýrt landbúnaðarkerfi, lélega afkomu og litla verðmætasköpun í sauðfjárbúskap, ásamt þeirri sérkennilegu staðreynd að lambakjöt er flutt út með ríkisstyrk á sama tíma og það vantar í búðir á Íslandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gatið á miðjunni

Stjórnmálaflokkarnir berjast ekki beint um miðjufylgið þessa dagana, þótt eðli málsins samkvæmt sé býsna marga kjósendur að finna á miðjunni. Vinstri grænir eru þar sem þeir eru, lengst til vinstri. Þeir hafa aldrei haft áhuga á miðjufylginu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óvissa í bland við sigurgleði

Sigur uppreisnarmanna í Líbíu á einræðisherranum Gaddafí og sveitum hans virðist nú nokkuð öruggur. Innreið uppreisnarherjanna í Trípólí hefur verið fagnað víða um heim. Sá fögnuður er þó blandaður óvissu um hvað tekur við í landinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vönduð vinnubrögð

Ekki er ofmælt hjá Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, að þingsályktunartillagan um rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða sé sigur fyrir náttúruvernd í landinu. Tuttugu svæði þar sem orkufyrirtækin hafa haft fullan hug á að virkja og varið hundruðum milljóna eða milljörðum króna til rannsókna og undirbúnings eru samkvæmt tillögunni sett í verndarflokk. Þau verða ósnortin af virkjanaframkvæmdum og nýtast með öðrum hætti, til dæmis útivistar og ferðaþjónustu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Byrjað á öfugum enda

Tuttugu þúsund hafa skrifað undir áskorun Hagsmunasamtaka heimilanna um afnám verðtryggingarinnar. Skiljanlega er fólki í nöp við hana; eftir hrun hafa skuldir hækkað um tugi prósenta, greiðslubyrðin þyngzt að sama skapi og lífskjörin versnað sem því nemur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Háskattalandið

Ríkisstjórnin stefnir enn að því að loka fjárlagagatinu að hluta til með nýjum sköttum. Fjármálaráðherrann er ekki sammála því að skattlagning sé komin að þolmörkum og að skattar séu háir á Íslandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þröngir hagsmunir

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í byrjun vikunnar að draga ætti umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka. Yfirlýsingin var ekki nýmæli. Rökstuðningurinn var það hins vegar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað er fæðuöryggi?

Sú stefna að hafa sem hörðust höft á innflutningi landbúnaðarafurða, leggja ofurtolla á erlenda búvöru og styrkja innlenda framleiðendur um háar fjárhæðir sem koma úr vösum skattgreiðenda er gjarnan réttlætt með því að verið sé að tryggja „fæðuöryggi“. Stefnan ber þessa dagana þann athyglisverða árangur að skortur er á ákveðnum kjöttegundum í búðum, af því að landbúnaðarráðherrann er svo harður á að tryggja fæðuöryggi!

Fastir pennar
Fréttamynd

Tollasaga

Þegar innflutningsbann á landbúnaðarafurðum var afnumið árið 1995 var það vegna þess að Ísland hafði gerzt aðili að GATT-samningnum svokallaða, sem Heimsviðskiptastofnunin (WTO) starfar eftir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Félagsfræðilega umræðan

Óeiðirnar og gripdeildirnar í Englandi hafa vakið með mörgum óhug. Þær eru langt frá því að vera einangrað tilvik reiði og mótmæla vegna þess að lögregla kynni að hafa farið offari er hún skaut grunaðan fíkniefnasala til bana, þótt það hafi verið upphafið. Útbreiðsla ofbeldisins í borgum landsins sýnir að eitthvað miklu djúpstæðara er að í brezku samfélagi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hringl, hringl

Forystumenn stjórnarflokkanna hafa tilkynnt að þeir hyggist loka fjárlagagatinu að hálfu leyti með niðurskurði og að hálfu leyti með nýjum sköttum. Gerð verður krafa um flatan niðurskurð hjá ráðuneytum; lækka á útgjöld um þrjú prósent hjá öllum nema velferðarráðuneytinu sem á að skera niður um eitt og hálft prósent.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svindl af ómerkilegustu sort

Undanfarið hefur verið fjallað um erfiðleika ýmissa fyrirtækja við að ráða fólk í vinnu, ekki sízt iðnmenntaða starfsmenn. Þrátt fyrir að fólk með iðnmenntun sé á atvinnuleysisskrá fæst það ekki til að taka að sér laus störf. Um leið fjölgar vísbendingum um að svört atvinnustarfsemi færist í vöxt.

Fastir pennar