Strangari agi og stærri sjóðir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 29. september 2011 06:00 Þegar aðildarríki Evrópusambandsins ráku smiðshöggið á Efnahags- og myntbandalag Evrópu um aldamótin urðu ýmsir til að gagnrýna að þrátt fyrir að myntbandalagið væri í höfn með upptöku evrunnar vantaði mikið upp á efnahagsbandalagið. Ekki væru til neinir sjóðir til að aðstoða aðildarríki sem lentu í efnahagsvanda og engin raunveruleg sameiginleg efnahags- og ríkisfjármálastefna. Reglurnar sem áttu að tryggja að aðildarríkin héldu sig innan skilyrða Maastricht-sáttmálans um fjárlagahalla og skuldasöfnun ríkissjóðs væru sömuleiðis of veikar. Fyrir þessu voru pólitískar ástæður. Ráðamönnum í ESB-ríkjunum var meira í mun að selja almenningi kosti evrunnar; stöðugleika, þægindi, sparnað, aukna samkeppni, lægri vexti og meiri samkeppnishæfni atvinnulífsins; en að útskýra fyrir þeim að stundum þyrftu vel rekin ríki þurft að hjálpa þeim illa reknu eða að nauðsynlegt yrði að samræma ákvarðanir í efnahags- og fjármálum. Sumir vildu þeir sjálfsagt ekki of harðan aga í ríkisfjármálum til að geta haldið áfram að kaupa sér vinsældir. Á meðan vel gekk í efnahagslífi evrusvæðisins voru heldur ekki mikið fleiri en fáeinir hagfræðingar að velta því fyrir sér hvað þyrfti að koma til ef raunveruleg kreppa riði yfir meginlandið. Nú hefur fjármála- og skuldakreppa á heimsvísu knúið ríki Evrópusambandsins til að ræða í alvöru hvaða ákvarðanir þurfi að taka til að fullgera Efnahags- og myntbandalagið. Vegna mikilvægis evrusvæðisins í heimshagkerfinu eru aðildarríkin nú undir gríðarlegum þrýstingi, meðal annars frá bandarískum stjórnvöldum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um að bregðast skjótt við og koma sér upp nauðsynlegum tækjum til að taka á kreppunni. Forystumenn Evrópusambandsins eru byrjaðir að átta sig. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði í ræðu sinni á Evrópuþinginu í gær að það hefði verið tálsýn að halda að hægt væri að hafa sameiginlegan gjaldmiðil og sameiginlegan innri markað á meðan hvert ríki færi sínu fram í efnahags- og ríkisfjármálum. Það er rétt. Tilhneiging stjórnmálamanna til að kaupa sér vinsældir og atkvæði með því að eyða um efni fram og safna skuldum er alþjóðlegt vandamál og krefst alþjóðlegra lausna. Harðari ríkisfjármálareglur, sem Evrópuþingið samþykkti í gær, eru skref í áttina. ESB kemst varla hjá því heldur að stækka verulega nýlega stofnaðan neyðarsjóð eða gera honum kleift að fá lán í Seðlabanka Evrópu til að endurfjármagna banka og verja illa stödd aðildarríki greiðslufalli. Það er ekki víst að pólitískur vilji sé í öllum ríkjum ESB til að ljúka þessu verki. Það getur endað illa, með þeim afleiðingum að kreppa Evrópu snardýpki og efnahagslíf alls heimsins taki enn krappari dýfu. En takist að ná tökum á vanda evrusvæðisins og innleiða nauðsynlegan aga við hagstjórnina verður Evrópusambandið áfram góður kostur fyrir ríki sem sækjast eftir stöðugleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Þegar aðildarríki Evrópusambandsins ráku smiðshöggið á Efnahags- og myntbandalag Evrópu um aldamótin urðu ýmsir til að gagnrýna að þrátt fyrir að myntbandalagið væri í höfn með upptöku evrunnar vantaði mikið upp á efnahagsbandalagið. Ekki væru til neinir sjóðir til að aðstoða aðildarríki sem lentu í efnahagsvanda og engin raunveruleg sameiginleg efnahags- og ríkisfjármálastefna. Reglurnar sem áttu að tryggja að aðildarríkin héldu sig innan skilyrða Maastricht-sáttmálans um fjárlagahalla og skuldasöfnun ríkissjóðs væru sömuleiðis of veikar. Fyrir þessu voru pólitískar ástæður. Ráðamönnum í ESB-ríkjunum var meira í mun að selja almenningi kosti evrunnar; stöðugleika, þægindi, sparnað, aukna samkeppni, lægri vexti og meiri samkeppnishæfni atvinnulífsins; en að útskýra fyrir þeim að stundum þyrftu vel rekin ríki þurft að hjálpa þeim illa reknu eða að nauðsynlegt yrði að samræma ákvarðanir í efnahags- og fjármálum. Sumir vildu þeir sjálfsagt ekki of harðan aga í ríkisfjármálum til að geta haldið áfram að kaupa sér vinsældir. Á meðan vel gekk í efnahagslífi evrusvæðisins voru heldur ekki mikið fleiri en fáeinir hagfræðingar að velta því fyrir sér hvað þyrfti að koma til ef raunveruleg kreppa riði yfir meginlandið. Nú hefur fjármála- og skuldakreppa á heimsvísu knúið ríki Evrópusambandsins til að ræða í alvöru hvaða ákvarðanir þurfi að taka til að fullgera Efnahags- og myntbandalagið. Vegna mikilvægis evrusvæðisins í heimshagkerfinu eru aðildarríkin nú undir gríðarlegum þrýstingi, meðal annars frá bandarískum stjórnvöldum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um að bregðast skjótt við og koma sér upp nauðsynlegum tækjum til að taka á kreppunni. Forystumenn Evrópusambandsins eru byrjaðir að átta sig. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði í ræðu sinni á Evrópuþinginu í gær að það hefði verið tálsýn að halda að hægt væri að hafa sameiginlegan gjaldmiðil og sameiginlegan innri markað á meðan hvert ríki færi sínu fram í efnahags- og ríkisfjármálum. Það er rétt. Tilhneiging stjórnmálamanna til að kaupa sér vinsældir og atkvæði með því að eyða um efni fram og safna skuldum er alþjóðlegt vandamál og krefst alþjóðlegra lausna. Harðari ríkisfjármálareglur, sem Evrópuþingið samþykkti í gær, eru skref í áttina. ESB kemst varla hjá því heldur að stækka verulega nýlega stofnaðan neyðarsjóð eða gera honum kleift að fá lán í Seðlabanka Evrópu til að endurfjármagna banka og verja illa stödd aðildarríki greiðslufalli. Það er ekki víst að pólitískur vilji sé í öllum ríkjum ESB til að ljúka þessu verki. Það getur endað illa, með þeim afleiðingum að kreppa Evrópu snardýpki og efnahagslíf alls heimsins taki enn krappari dýfu. En takist að ná tökum á vanda evrusvæðisins og innleiða nauðsynlegan aga við hagstjórnina verður Evrópusambandið áfram góður kostur fyrir ríki sem sækjast eftir stöðugleika.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun