Peningana vantar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. október 2011 06:00 Stjórnendur Landspítalans taka þessa dagana óvinsælar og erfiðar ákvarðanir um sparnað í rekstri spítalans. Tilkynnt hefur verið að St. Jósefsspítala í Hafnarfirði verði lokað um áramótin og sjúklingunum dreift á aðrar deildir spítalans. Þá hefur verið ákveðið að loka réttargeðdeildinni á Sogni í Ölfusi og flytja starfsemina að Kleppi í Reykjavík. Þessar ákvarðanir verður að skoða í ljósi þeirrar kröfu, sem áfram er gerð til Landspítalans í fjárlagafrumvarpinu að kostnaður við reksturinn lækki. Stjórnendur spítalans hafa áður sagt að til þess gæti komið að loka yrði óhagkvæmustu einingunum. Sömuleiðis er gott að hafa í huga þá staðreynd að þrátt fyrir margvíslegar skattahækkanir duga tekjur ríkisins enn ekki fyrir útgjöldunum. Það er engin önnur leið en að halda áfram að skera ríkisútgjöldin niður. Það er sömuleiðis óraunhæft að halda að það sé hægt án þess að meira verði sparað í kostnaði Landspítalans, svo stór hluti er hann af útgjöldum ríkisins. Viðbrögðin láta þó ekki á sér standa. Samtök sunnlenzkra sveitarfélaga mótmæla lokuninni á Sogni harðlega, annars vegar með vísan til þess að sparnaður af aðgerðinni sé óviss og hins vegar á þeim forsendum að störf glatist á Suðurlandi. Í gær hófu þingmenn Suðurkjördæmis (sem í hinu orðinu vilja náttúrlega allir stefna að jafnvægi í ríkisfjármálum) upp sama kjördæmissönginn í þingsal. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mótmælir líka; að þessu sinni ekki með þeim rökum að störf hverfi úr Hafnarfirði (sem hún hefur þó gert áður þegar málefni St. Jósefsspítala hafa verið til umræðu) heldur að spítalinn sé hluti af nærþjónustu í Hafnarfirði og samkomulag hafi verið um að starfsemi verði haldið áfram í bænum. Það eru gild rök gegn flutningi ef það er raunin að ekkert sparist við hann. Þó verða menn að gera ráð fyrir að stjórnendur Landspítalans hafi eitthvað fyrir sér í því að hagkvæmara og öruggara verði að reka réttargeðdeildina á Kleppi. Það er líka slæmt ef spítalanum í Hafnarfirði er lokað í trássi við fyrra samkomulag. En það samkomulag hefur hugsanlega verið gert í von um að ekki þyrfti að skera meira niður hjá Landspítalanum – og hefur þá verið óraunsætt. Ef peningarnir eru ekki til, eru þeir ekki til. Það verður að nýta það fé sem Landspítalinn hefur úr að spila sem bezt og þá er ekki frágangssök að sjúklingar úr Hafnarfirði þurfi að liggja á spítala í Reykjavík. Sveitarfélögin á Suðurlandi segja að lokun á Sogni gangi þvert á byggðastefnu stjórnvalda. Fjölgun ríkistarfsmanna á Suðurlandi um meira en helming áratuginn fyrir hrun var hluti þeirrar ábyrgðarlausu útþenslu ríkisrekstrarins sem við súpum enn seyðið af. Það er ekkert annað hægt en að vinda ofan af þeim ákvörðunum – þótt það sé að sjálfsögðu sársaukafullt. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og í sveitarfélögum á Suðurlandi líta sjálfsagt ekki á það sem hlutverk sitt að koma með aðrar tillögur að sparnaði hjá Landspítalanum. En auðvitað er það þannig að verði deildum í Hafnarfirði og í Ölfusi ekki lokað þarf að loka og segja upp fólki einhvers staðar annars staðar. Af því að peningana vantar. Hreppapólitík á ekki að ráða í hagræðingaraðgerðum Landspítalans, hvorki á höfuðborgarsvæðinu né á landsbyggðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Stjórnendur Landspítalans taka þessa dagana óvinsælar og erfiðar ákvarðanir um sparnað í rekstri spítalans. Tilkynnt hefur verið að St. Jósefsspítala í Hafnarfirði verði lokað um áramótin og sjúklingunum dreift á aðrar deildir spítalans. Þá hefur verið ákveðið að loka réttargeðdeildinni á Sogni í Ölfusi og flytja starfsemina að Kleppi í Reykjavík. Þessar ákvarðanir verður að skoða í ljósi þeirrar kröfu, sem áfram er gerð til Landspítalans í fjárlagafrumvarpinu að kostnaður við reksturinn lækki. Stjórnendur spítalans hafa áður sagt að til þess gæti komið að loka yrði óhagkvæmustu einingunum. Sömuleiðis er gott að hafa í huga þá staðreynd að þrátt fyrir margvíslegar skattahækkanir duga tekjur ríkisins enn ekki fyrir útgjöldunum. Það er engin önnur leið en að halda áfram að skera ríkisútgjöldin niður. Það er sömuleiðis óraunhæft að halda að það sé hægt án þess að meira verði sparað í kostnaði Landspítalans, svo stór hluti er hann af útgjöldum ríkisins. Viðbrögðin láta þó ekki á sér standa. Samtök sunnlenzkra sveitarfélaga mótmæla lokuninni á Sogni harðlega, annars vegar með vísan til þess að sparnaður af aðgerðinni sé óviss og hins vegar á þeim forsendum að störf glatist á Suðurlandi. Í gær hófu þingmenn Suðurkjördæmis (sem í hinu orðinu vilja náttúrlega allir stefna að jafnvægi í ríkisfjármálum) upp sama kjördæmissönginn í þingsal. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mótmælir líka; að þessu sinni ekki með þeim rökum að störf hverfi úr Hafnarfirði (sem hún hefur þó gert áður þegar málefni St. Jósefsspítala hafa verið til umræðu) heldur að spítalinn sé hluti af nærþjónustu í Hafnarfirði og samkomulag hafi verið um að starfsemi verði haldið áfram í bænum. Það eru gild rök gegn flutningi ef það er raunin að ekkert sparist við hann. Þó verða menn að gera ráð fyrir að stjórnendur Landspítalans hafi eitthvað fyrir sér í því að hagkvæmara og öruggara verði að reka réttargeðdeildina á Kleppi. Það er líka slæmt ef spítalanum í Hafnarfirði er lokað í trássi við fyrra samkomulag. En það samkomulag hefur hugsanlega verið gert í von um að ekki þyrfti að skera meira niður hjá Landspítalanum – og hefur þá verið óraunsætt. Ef peningarnir eru ekki til, eru þeir ekki til. Það verður að nýta það fé sem Landspítalinn hefur úr að spila sem bezt og þá er ekki frágangssök að sjúklingar úr Hafnarfirði þurfi að liggja á spítala í Reykjavík. Sveitarfélögin á Suðurlandi segja að lokun á Sogni gangi þvert á byggðastefnu stjórnvalda. Fjölgun ríkistarfsmanna á Suðurlandi um meira en helming áratuginn fyrir hrun var hluti þeirrar ábyrgðarlausu útþenslu ríkisrekstrarins sem við súpum enn seyðið af. Það er ekkert annað hægt en að vinda ofan af þeim ákvörðunum – þótt það sé að sjálfsögðu sársaukafullt. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og í sveitarfélögum á Suðurlandi líta sjálfsagt ekki á það sem hlutverk sitt að koma með aðrar tillögur að sparnaði hjá Landspítalanum. En auðvitað er það þannig að verði deildum í Hafnarfirði og í Ölfusi ekki lokað þarf að loka og segja upp fólki einhvers staðar annars staðar. Af því að peningana vantar. Hreppapólitík á ekki að ráða í hagræðingaraðgerðum Landspítalans, hvorki á höfuðborgarsvæðinu né á landsbyggðinni.