Orðsporið getur enn versnað Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. september 2011 06:00 Það mat alþjóðlega tryggingafyrirtækisins Aon að Ísland sé sízt allra Vestur-Evrópuríkja fallið til fjárfestinga kemur engum á óvart sem fylgzt hefur með þróun mála hér á landi undanfarin ár. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær skipar fyrirtækið Íslandi á bekk með ríkjum á borð við Egyptaland, Rússland, Kína, Tyrkland, Lettland og Albaníu. Heldur skárra þykir að fjárfesta í ríkjum eins og Mexíkó, Marokkó, Litháen, Búlgaríu og Túnis. Þrátt fyrir fyrirheit í stjórnarsáttmála um að „stuðla að beinum erlendum fjárfestingum“ hefur ríkisstjórnin hreinlega lagt sig í framkróka að fæla erlenda fjárfesta frá landinu. Í stað þess að reyna að draga úr þeim hömlum sem fyrir voru, til dæmis á fjárfestingum í sjávarútvegs- og orkugeiranum, og leitast við að vega upp ókosti sem erfitt er að losna við til skemmri tíma litið, á borð við veikan gjaldmiðil og gjaldeyrishöft, hefur ríkisstjórnin enn aukið á óvissu sem fylgir fjárfestingum á Íslandi. Og óvissa er einmitt það sem alþjóðlegir fjárfestar reyna af fremsta megni að forðast. Lítt ígrundaðar breytingar hafa verið gerðar á skattaumhverfinu sem eru íþyngjandi fyrir fjárfesta sem hér eru fyrir og líklegar til að fæla ný fyrirtæki frá. Sömuleiðis hafa mögulegir fjárfestar rekið sig á að séu þeir ekki stjórnvöldum þóknanlegir getur gengið afar hægt að fá svör við fyrirspurnum og beiðnum um upplýsingar. Dæmi um það er hollenzka fyrirtækið ECA, sem hugðist fjárfesta í flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli. Þetta eru þó smámunir miðað við þann skaða sem hringlandahátturinn og hamagangurinn í kringum fjárfestingu Magma Energy í HS orku hefur valdið. Annar stjórnarflokkurinn hefur margítrekað að hann vilji ógilda kaupsamninginn og þjóðnýta fyrirtækið, þvert á lög og alþjóðasamninga. Fullyrðingum um sölu orkuauðlindanna hefur sömuleiðis verið haldið á lofti, þótt þær eigi sér enga stoð í veruleikanum. Og þá er ótalin furðuleg forsaga, sem bendir til að ráðamenn hafi meðvitað viljað koma í veg fyrir aðra stóra erlenda fjárfestingu, uppbyggingu álvers Norðuráls í Helguvík. Tal um þjóðnýtingu og ógildingu löglegra samninga sem þegar hafa verið gerðir er vísasta leiðin til að tryggja að erlendir fjárfestar forði sér á harðahlaupum. Af sama toga eru vangaveltur um að breyta eigi þeirri framkvæmd sem viðgengizt hefur lengi, eins og nú er raunin þegar stjórnarliðar ræða hvort leyfa eigi kaup kínverska athafnamannsins Huangs Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum í því skyni að fjárfesta tugi milljarða í nýsköpunarverkefni í ferðaþjónustu. Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, bendir réttilega á það í grein hér í blaðinu í gær að verði Huang Nubo neitað um heimild til að fjárfesta á Íslandi, verði að styðja þá ákvörðun hlutlægum og málefnalegum rökum. Annars muni orðspor Íslands bíða enn frekari hnekki. Við komumst reyndar ekki neðar á lista Vestur-Evrópuríkja. En það væri leiðinlegt ef við dyttum niður fyrir flest gömlu kommúnistaríkin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun
Það mat alþjóðlega tryggingafyrirtækisins Aon að Ísland sé sízt allra Vestur-Evrópuríkja fallið til fjárfestinga kemur engum á óvart sem fylgzt hefur með þróun mála hér á landi undanfarin ár. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær skipar fyrirtækið Íslandi á bekk með ríkjum á borð við Egyptaland, Rússland, Kína, Tyrkland, Lettland og Albaníu. Heldur skárra þykir að fjárfesta í ríkjum eins og Mexíkó, Marokkó, Litháen, Búlgaríu og Túnis. Þrátt fyrir fyrirheit í stjórnarsáttmála um að „stuðla að beinum erlendum fjárfestingum“ hefur ríkisstjórnin hreinlega lagt sig í framkróka að fæla erlenda fjárfesta frá landinu. Í stað þess að reyna að draga úr þeim hömlum sem fyrir voru, til dæmis á fjárfestingum í sjávarútvegs- og orkugeiranum, og leitast við að vega upp ókosti sem erfitt er að losna við til skemmri tíma litið, á borð við veikan gjaldmiðil og gjaldeyrishöft, hefur ríkisstjórnin enn aukið á óvissu sem fylgir fjárfestingum á Íslandi. Og óvissa er einmitt það sem alþjóðlegir fjárfestar reyna af fremsta megni að forðast. Lítt ígrundaðar breytingar hafa verið gerðar á skattaumhverfinu sem eru íþyngjandi fyrir fjárfesta sem hér eru fyrir og líklegar til að fæla ný fyrirtæki frá. Sömuleiðis hafa mögulegir fjárfestar rekið sig á að séu þeir ekki stjórnvöldum þóknanlegir getur gengið afar hægt að fá svör við fyrirspurnum og beiðnum um upplýsingar. Dæmi um það er hollenzka fyrirtækið ECA, sem hugðist fjárfesta í flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli. Þetta eru þó smámunir miðað við þann skaða sem hringlandahátturinn og hamagangurinn í kringum fjárfestingu Magma Energy í HS orku hefur valdið. Annar stjórnarflokkurinn hefur margítrekað að hann vilji ógilda kaupsamninginn og þjóðnýta fyrirtækið, þvert á lög og alþjóðasamninga. Fullyrðingum um sölu orkuauðlindanna hefur sömuleiðis verið haldið á lofti, þótt þær eigi sér enga stoð í veruleikanum. Og þá er ótalin furðuleg forsaga, sem bendir til að ráðamenn hafi meðvitað viljað koma í veg fyrir aðra stóra erlenda fjárfestingu, uppbyggingu álvers Norðuráls í Helguvík. Tal um þjóðnýtingu og ógildingu löglegra samninga sem þegar hafa verið gerðir er vísasta leiðin til að tryggja að erlendir fjárfestar forði sér á harðahlaupum. Af sama toga eru vangaveltur um að breyta eigi þeirri framkvæmd sem viðgengizt hefur lengi, eins og nú er raunin þegar stjórnarliðar ræða hvort leyfa eigi kaup kínverska athafnamannsins Huangs Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum í því skyni að fjárfesta tugi milljarða í nýsköpunarverkefni í ferðaþjónustu. Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, bendir réttilega á það í grein hér í blaðinu í gær að verði Huang Nubo neitað um heimild til að fjárfesta á Íslandi, verði að styðja þá ákvörðun hlutlægum og málefnalegum rökum. Annars muni orðspor Íslands bíða enn frekari hnekki. Við komumst reyndar ekki neðar á lista Vestur-Evrópuríkja. En það væri leiðinlegt ef við dyttum niður fyrir flest gömlu kommúnistaríkin.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun