Upp úr kviksyndinu? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. október 2011 06:00 Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifaði góða grein hér í blaðið í gær um þá sjálfsblekkingu, sem alltof margir virðast enn lifa í, að „hægt sé að strika út efnahagsáhrif hrunsins og hverfa aftur til lífskjara ársins 2007“. Kristinn bendir á að lífskjör og kaupmáttur ársins 2007 hafi byggzt á alltof hátt skráðu gengi, viðskiptahalla og lántökum, með öðrum orðum verið blekking. „Pólitísk umræða er föst í 2007 og öll orkan fer í kröfur til stjórnvalda um að færa skuldurum aftur gærdaginn. Hagsmunasamtök heimilanna stjórna umræðunni og ístöðulitlir stjórnmálamenn keppast um að lofa því að strika út hrunið og færa kjósendum aftur 2007-lífið,“ skrifar Kristinn. „En það er alltaf einhver sem borgar.“ Hér skrifar maður sem nýtur reynslu og yfirsýnar stjórnmálamannsins, en þarf ekki framar að sækjast eftir endurkjöri og getur fyrir vikið sagt hlutina eins og þeir eru. Stjórnmálamenn sem eru enn í bransanum eru ekki eins duglegir að segja okkur þá umbúðalaust. Umræðan um ríkisfjármálin ber þess oft merki. Of sjaldan horfist fólk í augu við hina einföldu staðreynd að við höfum ekki efni á þeim ríkisrekstri, sem á góðæristímanum var þaninn út yfir mörk hins forsvaranlega. Þótt enn sé hvorki búið að ná ríkisútgjöldunum niður í það sem þau voru í byrjun aldarinnar né fjölda ríkisstarfsmanna tala margir eins og verið sé að færa þjónustu ríkisins aftur um áratugi þegar reynt er að laga útgjöldin að tekjunum. Þegar Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sagði í ágúst síðastliðnum að vel væri hægt að lifa með því að fara 3-4 ár til baka í þjónustu heilbrigðiskerfisins varð náttúrlega allt vitlaust. En Guðbjartur benti á það augljósa; að á árunum 2004 til 2006 var þjónusta heilbrigðiskerfisins í fremstu röð miðað við flest önnur ríki. Á útgjaldaaukningunni síðan þá höfum við ekki efni og eigum að horfast í augu við það. Það er alltaf einhver sem borgar, segir Kristinn H. Gunnarsson. Ekki örlar á miklum skilningi á því í umræðum um skuldavanda heimilanna sem stjórnmálamenn taka þátt í af miklu ábyrgðarleysi. Þar gleymist oft að þótt allir hafi það heldur verra en fyrir hrun, er það ekki nema um fimmtungur sem er í verulegum erfiðleikum. Hinir borga af lánunum sínum. Þegar rætt er um „leiðréttingu“ á lánum með því að fella niður allar verðbætur frá hruni gleymist líka að almenningur mun óhjákvæmilega bera kostnaðinn með einum eða öðrum hætti. Í tilfelli Íbúðalánasjóðs og Landsbankans myndu skattgreiðendur borga beint. Í tilfelli annarra banka er líklegt að skattgreiðendur yrðu að bæta þeim tjónið af því að fella niður skuldir, sem verið er að borga af. Í tilviki lífeyrissjóðanna myndu sjóðfélagarnir, launþegar í landinu, bera kostnaðinn. Á meðan markmiðin eru fullkomlega óraunhæf er umræðan föst í kviksyndi, segir gamli þingmaðurinn. Þeir sem nú sitja á þingi mættu gjarnan koma sér upp úr vilpunni og reyna að koma umræðunni á grunn hinna bláköldu staðreynda í staðinn fyrir að halda áfram að reyna að villa um fyrir fólki og skapa falskar vonir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifaði góða grein hér í blaðið í gær um þá sjálfsblekkingu, sem alltof margir virðast enn lifa í, að „hægt sé að strika út efnahagsáhrif hrunsins og hverfa aftur til lífskjara ársins 2007“. Kristinn bendir á að lífskjör og kaupmáttur ársins 2007 hafi byggzt á alltof hátt skráðu gengi, viðskiptahalla og lántökum, með öðrum orðum verið blekking. „Pólitísk umræða er föst í 2007 og öll orkan fer í kröfur til stjórnvalda um að færa skuldurum aftur gærdaginn. Hagsmunasamtök heimilanna stjórna umræðunni og ístöðulitlir stjórnmálamenn keppast um að lofa því að strika út hrunið og færa kjósendum aftur 2007-lífið,“ skrifar Kristinn. „En það er alltaf einhver sem borgar.“ Hér skrifar maður sem nýtur reynslu og yfirsýnar stjórnmálamannsins, en þarf ekki framar að sækjast eftir endurkjöri og getur fyrir vikið sagt hlutina eins og þeir eru. Stjórnmálamenn sem eru enn í bransanum eru ekki eins duglegir að segja okkur þá umbúðalaust. Umræðan um ríkisfjármálin ber þess oft merki. Of sjaldan horfist fólk í augu við hina einföldu staðreynd að við höfum ekki efni á þeim ríkisrekstri, sem á góðæristímanum var þaninn út yfir mörk hins forsvaranlega. Þótt enn sé hvorki búið að ná ríkisútgjöldunum niður í það sem þau voru í byrjun aldarinnar né fjölda ríkisstarfsmanna tala margir eins og verið sé að færa þjónustu ríkisins aftur um áratugi þegar reynt er að laga útgjöldin að tekjunum. Þegar Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sagði í ágúst síðastliðnum að vel væri hægt að lifa með því að fara 3-4 ár til baka í þjónustu heilbrigðiskerfisins varð náttúrlega allt vitlaust. En Guðbjartur benti á það augljósa; að á árunum 2004 til 2006 var þjónusta heilbrigðiskerfisins í fremstu röð miðað við flest önnur ríki. Á útgjaldaaukningunni síðan þá höfum við ekki efni og eigum að horfast í augu við það. Það er alltaf einhver sem borgar, segir Kristinn H. Gunnarsson. Ekki örlar á miklum skilningi á því í umræðum um skuldavanda heimilanna sem stjórnmálamenn taka þátt í af miklu ábyrgðarleysi. Þar gleymist oft að þótt allir hafi það heldur verra en fyrir hrun, er það ekki nema um fimmtungur sem er í verulegum erfiðleikum. Hinir borga af lánunum sínum. Þegar rætt er um „leiðréttingu“ á lánum með því að fella niður allar verðbætur frá hruni gleymist líka að almenningur mun óhjákvæmilega bera kostnaðinn með einum eða öðrum hætti. Í tilfelli Íbúðalánasjóðs og Landsbankans myndu skattgreiðendur borga beint. Í tilfelli annarra banka er líklegt að skattgreiðendur yrðu að bæta þeim tjónið af því að fella niður skuldir, sem verið er að borga af. Í tilviki lífeyrissjóðanna myndu sjóðfélagarnir, launþegar í landinu, bera kostnaðinn. Á meðan markmiðin eru fullkomlega óraunhæf er umræðan föst í kviksyndi, segir gamli þingmaðurinn. Þeir sem nú sitja á þingi mættu gjarnan koma sér upp úr vilpunni og reyna að koma umræðunni á grunn hinna bláköldu staðreynda í staðinn fyrir að halda áfram að reyna að villa um fyrir fólki og skapa falskar vonir.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun