Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar 6. mars 2025 08:30 Óðum styttist í að gengið verði til rektorskjörs við Háskóla Íslands. Rektorskjörið í ár skiptir óvanalega miklu máli af ýmsum ástæðum. Þar má fyrst nefna langvarandi vanfjármögnun háskólans, en einnig stórfellda tilfærslu fjármagns frá Háskóla Íslands til vanhugsaðra gæluverkefna ráðherra á síðastliðnum árum, vandann við nýliðun og endurnýjun, sem og vaxandi áherslu á að háskólinn leggi fyrst og fremst rækt við það hlutverk að styðja við atvinnulíf í landinu. Allt þetta hefur staðið öflugu rannsóknastarfi fyrir þrifum og valdið gríðarlegu álagi á starfsfólk og innviði háskólastarfsins á síðastliðnum árum. Sjaldan hefur verið jafn brýnt að háskólasamfélagið eigi sér sterka rödd í rektor Háskóla Íslands, sem talar af krafti fyrir sjálfstæði háskólans, akademísku frelsi og frelsi til rannsókna. Á sama hátt er brýnna en nokkru sinni fyrr að sú rödd láti í sér heyra í gagnrýninni þjóðfélagsumræðu svo eftir sé tekið. Margar áskoranir bíða einnig nýs rektors við að tryggja fjármögnun háskólans, bæta kjör og vinnuaðstæður starfsfólks, stuðla að nýliðun og uppbyggingu öflugs alþjóðlegs rannsóknastarfs. Ég treysti engum betur en Birni Þorsteinssyni til að takast á við þessi verkefni af festu. Björn hefur víðtæka reynslu af kennslu og rannsóknastarfi innan Háskóla Íslands, þar sem hann hefur jafnframt sinnt ýmsum trúnaðar- og nefndarstörfum og starfað þvert á deildir. Ég hef fengið að kynnast vinnubrögðum hans á ólíkum vettvangi innan háskólasamfélagsins, jafnt í nefndavinnu, í ritstjórnarverkefnum, í kennslusamstarfi og við stjórn alþjóðlegra samstarfsverkefna sem notið hafa erlendra rannsóknastyrkja. Vinnubrögð Björns einkennast af fagmennsku og heilindum, víðsýni, sanngirni og staðfestu, en jafnvægi þessara ólíku þátta er mikilvægt veganesti til að takast á við þau brýnu verkefni sem bíða nýs rektors. Með kjöri Björns Þorsteinssonar til rektors er ég sannfærður um að háskólasamfélagið myndi stíga heillaskref í átt til öflugs rannsóknastarfs, þekkingaröflunar og virkrar samfélagslegrar þátttöku. Höfundur er prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Óðum styttist í að gengið verði til rektorskjörs við Háskóla Íslands. Rektorskjörið í ár skiptir óvanalega miklu máli af ýmsum ástæðum. Þar má fyrst nefna langvarandi vanfjármögnun háskólans, en einnig stórfellda tilfærslu fjármagns frá Háskóla Íslands til vanhugsaðra gæluverkefna ráðherra á síðastliðnum árum, vandann við nýliðun og endurnýjun, sem og vaxandi áherslu á að háskólinn leggi fyrst og fremst rækt við það hlutverk að styðja við atvinnulíf í landinu. Allt þetta hefur staðið öflugu rannsóknastarfi fyrir þrifum og valdið gríðarlegu álagi á starfsfólk og innviði háskólastarfsins á síðastliðnum árum. Sjaldan hefur verið jafn brýnt að háskólasamfélagið eigi sér sterka rödd í rektor Háskóla Íslands, sem talar af krafti fyrir sjálfstæði háskólans, akademísku frelsi og frelsi til rannsókna. Á sama hátt er brýnna en nokkru sinni fyrr að sú rödd láti í sér heyra í gagnrýninni þjóðfélagsumræðu svo eftir sé tekið. Margar áskoranir bíða einnig nýs rektors við að tryggja fjármögnun háskólans, bæta kjör og vinnuaðstæður starfsfólks, stuðla að nýliðun og uppbyggingu öflugs alþjóðlegs rannsóknastarfs. Ég treysti engum betur en Birni Þorsteinssyni til að takast á við þessi verkefni af festu. Björn hefur víðtæka reynslu af kennslu og rannsóknastarfi innan Háskóla Íslands, þar sem hann hefur jafnframt sinnt ýmsum trúnaðar- og nefndarstörfum og starfað þvert á deildir. Ég hef fengið að kynnast vinnubrögðum hans á ólíkum vettvangi innan háskólasamfélagsins, jafnt í nefndavinnu, í ritstjórnarverkefnum, í kennslusamstarfi og við stjórn alþjóðlegra samstarfsverkefna sem notið hafa erlendra rannsóknastyrkja. Vinnubrögð Björns einkennast af fagmennsku og heilindum, víðsýni, sanngirni og staðfestu, en jafnvægi þessara ólíku þátta er mikilvægt veganesti til að takast á við þau brýnu verkefni sem bíða nýs rektors. Með kjöri Björns Þorsteinssonar til rektors er ég sannfærður um að háskólasamfélagið myndi stíga heillaskref í átt til öflugs rannsóknastarfs, þekkingaröflunar og virkrar samfélagslegrar þátttöku. Höfundur er prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar