Búin að vera að hamstra vörur síðan í sumar Kaupmaður í miðbænum segir vöruskort síðustu mánaða hafa verið gríðarlega áskorun. Hún hafi byrjað að hamstra vörur fyrr á árinu til að mæta eftirspurn í jólavertíðinni - og ráðleggur fólki að bíða ekki of lengi með jólainnkaupin. Viðskipti innlent 18. október 2021 20:31
Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. Viðskipti innlent 18. október 2021 19:50
Landsbankinn hækkar óverðtryggða vexti Landsbankinn hefur tilkynnt að breytilegir og fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum muni hækka frá og með morgundeginum. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum verða óbreyttir. Neytendur 18. október 2021 18:30
Verðhækkanir gætu „því miður“ orðið þrálátari en vonast var til Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að fáir hafi búist við því að vöruskortur og tilheyrandi verðhækkanir vegna kórónuveirufaraldursins yrðu jafnþrálatar og langvarandi og raun ber vitni. Tekið gæti ár að vinda ofan af vandanum. Viðskipti innlent 18. október 2021 11:50
Vara neytendur „sterklega“ við því að neyta kræklings úr Hvalfirði Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi í Hvalfirði þar sem DSP þörungaeitur hefur greinst yfir viðmiðunarmörkum. Frá þessu er greint á heimasíðu MAST. Innlent 18. október 2021 07:32
Felldi TM í Landsrétti vegna vinnuslyss eftir tap í héraði Landsréttur viðurkenndi í dag bótaskyldu TM vegna slyss sem karlmaður varð fyrir er hann var að færa tvö hundruð lítra olíutunnu. TM hélt því fram fyrir dómi að ekki hefði verið um slys í skilningi bótaréttar að ræða. Innlent 15. október 2021 18:09
Ákvörðun verðlagsnefndar búvara skilað sér í hærra verði til neytenda Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í sex verslunum af átta síðasta hálfa árið. Mest hækkaði vörukarfan í Heimkaup eða 3,4% en minnst í Krambúðinni og Kjörbúðinni, 0,5% í hvorri verslun fyrir sig. Neytendur 15. október 2021 12:10
Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. Neytendur 15. október 2021 08:00
Eldsneytisverð ekki verið hærra á Íslandi frá árinu 2014 Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað skarpt seinustu mánuði og hefur sú þróun skilað sér greinilega til íslenskra neytenda. Neytendur 13. október 2021 07:02
Svona er að fá heita máltíð senda heim með dróna Flutningafyrirtækið Aha.is hlaut á dögunum verðlaun fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Flotinn rafvæddur og ýmislegt göfugt í þeim dúr, en það sem er meira um vert: Þeir senda heim mat með dróna. Neytendur 11. október 2021 22:40
Fær ekki vaskinn endurgreiddan vegna vinnu við upphækkun jeppa Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu manns um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við upphækkun jeppa og koma honum á stærri dekk. Ekki voru taldar forsendur til að skýra endurgreiðsluheimild virðisaukaskattslaga svo rúmt, að hún tæki til slíkra breytinga. Neytendur 11. október 2021 16:13
Skortur á blómkáli og brokkolí rakinn til tollalaga Blómkál er nánast ófáanlegt og lítið er til af spergilkáli í matvöruverslunum á Íslandi um þessar mundir að sögn Félags atvinnurekenda (FA). Viðskipti innlent 9. október 2021 17:30
Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellusmit Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af kjúklingi frá Matfugli en umbúðirnar kunna að vera merktar Ali, Bónus eða FK. Ástæðan er grunur um salmonellusmit. Matfugl hefur innkallað vöruna. Neytendur 6. október 2021 08:26
Neytendastofa innkallar andlitsgrímur frá Xiaomi Neytendastofa hefur innkallað andlitsgrímu af gerðinni Smartmi frá framleiðandanum Xiaomi, sem seld var í verslun Tunglskins ehf. Þá hefur sala og afhending grímunnar jafnframt verið bönnuð. Neytendur 4. október 2021 20:31
Smálánafyrirtæki hafði betur í máli gegn Neytendasamtökunum Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, var óheimilt að fullyrða að lán smálánafyrirtækisins eCommerce 2020 hafi verið úrskurðuð ólögleg. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi ummæli sem hann lét falla í garð fyrirtækisins dauð og ómerk. Viðskipti innlent 4. október 2021 13:17
„Það virðist hreinlega allt klikka í þessu máli“ Formaður Neytendasamtakanna segir of algengt að fólk standi uppi með mikið tjón vegna vanhæfni verktaka. Það sé þó óvenjulegt að eftirlit með verkefni fari líka úrskeiðis eins og gerðist í tugmilljóna nýframkvæmd í fjölbýli í Breiðholti. Innlent 3. október 2021 14:31
Telja krísu-útrýmingarsölu á perneskum teppum í Kópavogi ekki standast lög Formaður Neytendasamtakanna segir auglýsingu um „krísu-útrýmingarsölu“ á persneskum teppum, sem birtist í aukablaði með Morgunblaðinu í morgun, ólöglega. Neytendur 2. október 2021 19:03
Íbúar æfir: Tugmilljóna króna nýframkvæmd dæmd ónýt Talsmaður íbúa fjölbýlis í Breiðholti segir eigendur standa uppi ónýtt verk vegna hönnunargalla og ónógs eftirlits að hálfu VSB verkfræðistofu. Stofan hafi fengið verktaka með brotaferil að baki til að vinna verkið sem hafi algjörlega mislukkast. Innlent 1. október 2021 20:30
Landsbankinn spáir einnig stýrivaxtahækkun Landsbankinn tekur undir spá Íslandsbankans frá því í gær um að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í næstu viku. Bankinn telur þó ekki útilokað að stýrivextir hækki um 0,5 prósentustig. Viðskipti innlent 1. október 2021 10:19
Vara við Sprota-sparibaukum Landsbankans Neytendastofa hefur varað við Sprota sparibaukum Landsbankans sem bankinn afhendir börnum. Baukarnir eru sagðir geta verið hættulegir og ekki ætlaðir við leik barna, enda kunni smámynt af detta úr baukunum sem geti valdið köfnunarhættu hjá börnum. Neytendur 1. október 2021 10:10
Endurgreiðslur vegna Allir vinna nema tæpum sex milljörðum það sem af er ári Endurgreiðslur vegna átaksins Allir vinna nema tæplega 5,9 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins. Alls hafa verið afgreiddar um 23 þúsund endurgreiðslubeiðnir af þeim 45 þúsund sem borist hafa. Viðskipti innlent 1. október 2021 09:23
„Fólk er almennt heiðarlegt og við göngum út frá því“ „Svarið við því er já,“ segir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, spurður að því hvort fólki sé treystandi. Tilefnið er nýtt greiðslufyrirkomulag hjá Krónunni, þar sem fólki verður treyst til að „skanna og skunda“ en VÍS hefur um nokkurra ára skeið viðhaft svipað fyrirkomulag varðandi tjónatilkynningar. Viðskipti innlent 1. október 2021 07:04
Íslandsbanki spáir stýrivaxtahækkun í næstu viku Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, sem er á miðvikudaginn í næstu viku, þann 6. október. Gangi spáin eftir verða stýrivextir 1,5 prósent. Viðskipti innlent 30. september 2021 09:51
Innkalla hnetusmjör vegna of mikils magns myglueiturs Matvælastofnun varar við neyslu hnetusmjörs frá ECO HealthyCo vegna myglueitursins aflatoxíns, sem greindist yfir mörkum. Umræddar vörur eru Peanut Butter Crunchy og Peanut Butter Creamy. Neytendur 30. september 2021 08:05
206 þúsund sótt ferðagjöfina sem rennur út á miðnætti Um 206 þúsund manns hafa nú sótt ferðagjöfina en hún rennur út á miðnætti. Handhafar ferðagjafarinnar eru í kringum 280 þúsund þannig að um 70 þúsund einstaklingar eiga eftir að sækja gjöfina. Neytendur 30. september 2021 06:29
Stytta opnunartíma Landsbankans en auka ráðgjafartíma Landsbankinn hefur ákveðið að stytta afgreiðslutíma útibúa um klukkustund og verða þau framvegis opin frá 10-16. Um leið lengist sá tími sem fjármálaráðgjöf er í boði símleiðis eða á fjarfundum til klukkan 18 alla daga. Neytendur 29. september 2021 13:51
Banna sölu á kertum sem brenna óeðlilega og geta valdið neistaflugi og eldstrókum Neytendastofa hefur bannað sölu og afhendingu á gylltum og rauðgylltum kertum frá framleiðandanum Premier Decorations Ltd. sem seld voru í verslunum Samkaup. Neytendur 29. september 2021 13:23
„Sérstaklega hættulegar“ rafrettuáfyllingar enn til sölu Enn er verið að selja sérstaklega hættulegar rafrettuáfyllingar með allt of miklu magni nikótíns í sérverslunum með rafrettur á landinu. Neytendur 29. september 2021 11:17
Svikahrappar tæmdu kort Halldóru á tíu mínútum Það var heldur óskemmtilegt fyrir Halldóru Björg Haraldsdóttir að líta á heimabankann sinn í vikunni. Óþekktir og óprúttnir aðilar höfðu látið greipar sópa um bankareikning hennar og eytt um 130 þúsund krónur hjá veðmálafyrirtækinu Betsson á innan við tíu mínútum. Hún segist ekki hafa hugmynd um hvernig þrjótarnir komust yfir reikningsupplýsingar hennar. Innlent 29. september 2021 10:37
Varar við hættu sem getur stafað af papparörunum „Það voru tvær mæður sem létu mig vita, sama sólarhringinn, að þegar börnin þeirra voru að drekka úr einhverjum umbúðum með papparörum, þá losnaði frá hluti af rörinu og varð eftir í munni barnanna.“ Innlent 24. september 2021 08:47