Fjörutíu stig Antetokounmpos dugðu ekki gegn Lakers Anthony Davis skoraði 44 stig og tók 10 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann góðan sigur á Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Lebron James fór uppfyrir Magic Johnson á lista yfir stoðsendingahæstumenn sögunnar. Körfubolti 3. desember 2022 10:30
Kanye West segist hafa komið að Kim Kardashian með Chris Paul Stórstjörnur í NBA körfuboltanum eru farnir að dragast inn í hringavitleysuna sem er í gangi í kringum tónlistarmanninn og tískuhönnuðinn Kanye West. Körfubolti 2. desember 2022 15:45
Doncic afrekaði í þriðja sinn það sem enginn annar leikmaður hefur náð í vetur Luka Doncic fór enn á ný fyrir Dallas Mavericks liðinu í nótt þegar liðið ann þriggja stiga sigur á NBA-meisturum Golden State Warriors, 116-113. Körfubolti 30. nóvember 2022 17:30
„Við erum ekki að biðja um að fá jafnmikið borgað og karlarnir“ Það er gríðarlega mikill munur á því að hvað leikmenn í NBA-deildinni og leikmenn í WNBA-deildinni eru að fá borgað í laun fyrir vinnu sína. Einn af bestu leikmönnum WNBA-deildarinnar á síðasta tímabili hefur lagt inn sín sjónarmið í umræðuna. Körfubolti 30. nóvember 2022 16:31
Barkley útskýrir af hverju Jordan hætti að tala við hann Michael Jordan og Charles Barkley voru miklir vinir í eina tíð en núna eru tíu ár síðan þeir töluðust við. Í viðtali við Bleacher Report fer Barkley yfir ástæðu þess að Jordan hætti að tala við hann. Körfubolti 30. nóvember 2022 07:31
Lögmál leiksins: „Þetta eru fjórir af fimm eða sex bestu leikmönnum deildarinnar“ Hinn klassíski liður „Nei eða Já“ er fastur liður hjá strákunum í Lögmál leiksins. Þar er farið yfir það helst sem hefur gerst í NBA deildinni á undanförnum dögum. Farið var yfir hvaða lið myndi vinna ef Bandaríkin myndu mæta heiminum í Ryder Cup körfuboltans. Þá var velt fyrir sér hvort Sacramento Kings myndi enda fyrir ofan Los Angeles Lakers. Körfubolti 28. nóvember 2022 23:01
Lögmál leiksins: „Er því miður bara ekki gott lið“ Lögmál leiksins er á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld. Þar er að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA deildarinnar í körfubolta. Í þætti kvöldsins verður staða mála hjá Luka Dončić og félögum í Dallas Mavericks skoðuð. Körfubolti 28. nóvember 2022 17:31
LeBron dró vagninn og Lakers vann annan leikinn í röð Eftir erfitt gengi í upphafi tímabils vann Los Angeles Lakers sinn annan leik í röð er liðið haimsótti San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 138-143, en það var hinn 37 ára gamli LeBron James sem fór fyrir liði Lakers. Körfubolti 27. nóvember 2022 10:00
Boston besta liðið um þessar mundir | LeBron sneri aftur Gott gengi Boston Celtics í NBA deildinni í körfubolta hélt áfram í nótt þegar liðið lagði Sacramento Kings að velli. LeBron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers sem vann einnig öruggan sigur. Körfubolti 26. nóvember 2022 10:00
Kyrie Irving segir að liðsfélagi hans frá Japan sé besti skotmaður í heimi Japanski körfuboltamaðurinn Yuta Watanabe hefur vakið mikla athygli í NBA-deildinni í vetur enda farið á kostum með liði Brooklyn Nets. Körfubolti 25. nóvember 2022 13:30
Lögmál leiksins: „Ég er ekki að setja hann í efstu hillu“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem er að frétta í NBA-deildinni. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Hörður Unnsteinsson og Máté Dalmay, þjálfari Hauka í Subway deild karla. Körfubolti 22. nóvember 2022 07:00
„Þeir þurfa að fríska upp í krúinu í kringum hann“ Máté Dalmay, þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta, er gestur í NBA-þættinum Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport í kvöld. Hann hefur sínar skoðanir á liði Miami Heat. Körfubolti 21. nóvember 2022 16:31
Hitt liðið fékk flautukörfuna eftir furðulega atburðarás Afar óvenjuleg uppákoma varð í leik Dallas Mavericks og Denver Nuggets í NBA-deildinni í gær þar sem annar leikhluti leiksins var í raun kláraður eftir hálfleikshléið. Körfubolti 21. nóvember 2022 14:00
Fær milljarða í laun en var stigalaus á 95 mínútum í röð Það er vel hægt að fullyrða að bandaríski körfuboltamaðurinn P. J. Tucker sé ískaldur þessa dagana. Körfubolti 21. nóvember 2022 13:31
Kyrie Irving slapp úr banninu í nótt Körfuboltamaðurinn Kyrie Irving gat loksins mætt í vinnuna í NBA-deildinni í nótt en hann snéri þá aftur í lið Brooklyn Nets eftir tveggja vikna fjarveru. Körfubolti 21. nóvember 2022 10:30
Utah Jazz tyllti sér á topp Vesturdeildarinnar Utah Jazz skellti Portland Trail Blazers í toppslag í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 20. nóvember 2022 09:27
Doncic með þrefalda tvennu í fimmtugasta sinn á ferlinum Luka Doncic var í aðalhlutverki hjá Dallas Mavericks í nótt eins og svo oft áður. Hann skilaði þrefaldri tvennu í fimmtugasta sinn á NBA ferli sínum. Þá vann Los Angeles Lakers sinn annan sigur í röð. Körfubolti 19. nóvember 2022 09:31
Meiddist aftur eftir að hafa stigið á fót áhorfanda LaMelo Ball lék sinn fyrsta heimaleik fyrir Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann fór þó ekki eins og hann vonaðist eftir. Körfubolti 17. nóvember 2022 14:31
„Við hverju búist þið með þennan hóp? Þið búist við sigri því ég er þarna“ Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Brooklyn Nets í NBA deildinni í körfuknattleik í upphafi tímabils. Liðið er aðeins með sex sigra í fimmtán leikjum og nú hefur Kevin Durant tjáð sig um stöðu liðsins og ástæðu þess að hann bað um skipti frá félaginu fyrr í haust. Körfubolti 16. nóvember 2022 22:30
Durant sagði tæknivillu Tatum hlægilega og þá verstu sem hann hefur séð Jayson Tatum spilar með Boston Celtics í NBA-deildinni einu af liðinu sem Kevin Durant og félagar í Brooklyn Nets eru að keppa við á Austurströndinni. Körfubolti 15. nóvember 2022 17:01
„Hann er fáránlega ungur“ „Nei eða Já“ var að sjálfsögðu á sínum stað í Lögmál leiksins sem sýndur var í gær, mánudag. Gæði Luka Dončić voru til umræðu sem og hvort Austrið væri sterkara en Vestrið, hvort töp ungra leikmanna snemma á ferlinum væru slæm og að endingu hvort NBA deildin hefði einhvern tímann verið jafn opin og í dag. Körfubolti 15. nóvember 2022 07:00
„Ekki hægt að kalla þá meistarakandídata núna“ Gengi Golden State Warriors, ríkjandi meistara NBA deildarinnar, er til umræðu í nýjasta þætti Lögmál leiksins. Síðan Draymond Green gerði sér lítið fyrir og sló Jordan Poole kaldan í byrjun októbermánaðar hefur allt gengið á afturfótunum hjá Stríðsmönnunum. Körfubolti 14. nóvember 2022 17:45
Hefndartúr Dončić heldur áfram | Embiid og Tatum með yfir 40 stig Luka Dončić heldur hefndartúr sínum áfram í NBA deildinni. Eftir að vera lengi í gang á síðustu leiktíð og gagnrýndur fyrir að vera of þungur þá hefur Slóveninn verið hreint út sagt magnaður á þessari leiktíð. Hann var með þrefalda tvennu í sigri Dallas Mavericks á Portland Trail Blazers. Körfubolti 13. nóvember 2022 10:02
Curry skaut meisturunum á beinu brautina á meðan Lakers stefnir í hyldýpið Meistarar Golden State Warriors lögðu spútniklið NBA deildarinnar, Cleveland Cavaliers, í nótt. Virðist sem Stríðsmennirnir séu að rétta úr kútnum eftir slaka byrjun á meðan Los Angeles Lakers getur varla unnið leik til að bjarga lífi sínu. Hvað þá án LeBron James. Lakers eru sem stendur lélegasta lið deildarinnar ásamt Houston Rockets. Körfubolti 12. nóvember 2022 11:17
Heimtar afsökunarbeiðni frá Michael Jordan Isiah Thomas er ekki búinn að fyrirgefa Michael Jordan og þá erum við ekki bara að tala um Draumaliðið í Barcelona 1992. Körfubolti 11. nóvember 2022 13:30
LeBron fór meiddur af velli í enn einu tapi Lakers LeBron James fór meiddur af velli þegar Los Angeles Lakers tapaði enn einum leiknum, nú fyrir grönnum sínum í Los Angeles Clippers, 114-101. Körfubolti 10. nóvember 2022 10:31
Lögmál leiksins: „Ég er mikill aðdáandi sápuópera þar sem allt gengur á afturfótunum“ Nei eða Já var á sínum stað í þætti vikunnar af Lögmál leiksins. Þar var venju samkvæmt farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta liðna viku. Farið var yfir stöðu mála í Stóra eplinu, klæðnað leikmanna og þjálfara deildarinnar, Nick Nurse og hvort meistarar Golden State ættu að fara hafa áhyggjur. Körfubolti 7. nóvember 2022 23:31
Stjórnarmenn NBA taka í sama streng og Lögmál leiksins: Dagar Kyrie gætu verið taldir Eins og kmur fram í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins þá gætu dagar Kyrie Irving verið taldir í NBA deildinni í körfubolta. Hans eigið félag, Brooklyn Nets, dæmdi hann í fimm leikja bann eftir að hann neitaði að biðjast afsökunar vegna gyðingahaturs. Forráðamenn deildarinnar taka margir hverjir undir með sérfræðingum Lögmál leiksins þegar kemur að framtíð Kyrie. Körfubolti 7. nóvember 2022 20:15
Lögmál leiksins um Kyrie: „Ég á svo erfitt með að skilja er hvernig fullorðinn maður nennir þessu“ Það kemur svo sem ekki á óvart að í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins verði talað um Kyrie Irving, leikmann Brooklyn Nets í NBA deildinni, og nýjasta útspils hans. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi velti einfaldlega fyrir sér hvort Irving hefði spilað sinn síðasta leik í deildinni. Körfubolti 7. nóvember 2022 17:30
LeBron tapaði fyrir gamla liðinu sínu og Lakers áfram í skítamálum LeBron James sótt ekki gull í greipar síns gamla liðs og vandræði Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta aukast enn. Körfubolti 7. nóvember 2022 11:20