Denver Nuggets vann Milwaukee Bucks í toppslag NBA-deildarinnar Smári Jökull Jónsson skrifar 26. mars 2023 09:31 Nikola Jokic og Giannis Antetokounmpo berjast um boltann í nótt. Vísir/Getty Nikola Jokic skoraði 31 stig fyrir Denver sem vann Milwaukee Bucks í toppslag í NBA-deildinni í nótt. Phoenix Suns batt enda á þriggja leikja taphrinu. Denver Nuggets og Milwaukee Bucks mættust í toppslag NBA-deildarinnar í nótt en liðin eru í efstu sætum Austur- og Vesturdeildarinnar. Í liðunum eru tvær af skærustu stjörnum deildarinnar, Nikola Jokic og Giannis Antetokounmpo og þeir fóru fyrir sínum liðum í leiknum. JEFF GREEN POSTER OH MY GOODNESS.Watch live on NBA TV : https://t.co/WjxYAo0Ivs pic.twitter.com/JR7cAvF7gz— NBA (@NBA) March 26, 2023 Jokic og Antetokounmpo skoruðu báðir 31 stig í nokkuð örggum sigri Nuggets á heimavelli sínum, lokatölur 129-106. Denver leiddi með ellefu stigum í hálfleik en í þriðja leikhluta misstu leikmenn Bucks kúlið. Bobby Porter jr. fékk dæmda á sig villu fyrir brot á Jokic og tæknivillu strax í kjölfarið. Skömmu síðar fékk Brook Lopes tæknivillu á bekknum og Giannis síðan þriðju tæknivillu Bucks í leikhlutanum stuttu seinna. Nuggets vann leikhlutann 34-19 og var með leikinn í hendi sér eftir það. Jeff Green, leikmaður Nuggets, átti svakalega troðslu í leiknum þar sem hann tróð yfir Giannis Antetokounmpo, eitthvað sem er ekki allra færi. Giannis og Jokic skoruðu eins og áður segir 31 stig hvor í leiknum og Jamal Murray bætti 26 stigum við fyrir Nuggets. 17 days until the Play-In Teams ranked 7-10 will compete to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. https://t.co/nbiWEGdkMg pic.twitter.com/ST3QeOa175— NBA (@NBA) March 26, 2023 Phoenix batt enda á þriggja leikja taphrinu með 125-105 heimasigri á Philadelphia 76´ers. Devin Booker fór fyrir liði Suns og skoraði 29 stig en Tyrese Maxey átti stórleik fyrir lið 76´ers og skoraði 37 stig. Joel Embiid var með 28 stig og 10 fráköst fyrir gestina. Önnur úrslit í nótt: Atlanta Hawks - Indiana Pacers 143-130Miami Heat - Brooklyn Nets 100-129Sacramento Kings - Utah Jazz 121-113Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 110-131 NBA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Denver Nuggets og Milwaukee Bucks mættust í toppslag NBA-deildarinnar í nótt en liðin eru í efstu sætum Austur- og Vesturdeildarinnar. Í liðunum eru tvær af skærustu stjörnum deildarinnar, Nikola Jokic og Giannis Antetokounmpo og þeir fóru fyrir sínum liðum í leiknum. JEFF GREEN POSTER OH MY GOODNESS.Watch live on NBA TV : https://t.co/WjxYAo0Ivs pic.twitter.com/JR7cAvF7gz— NBA (@NBA) March 26, 2023 Jokic og Antetokounmpo skoruðu báðir 31 stig í nokkuð örggum sigri Nuggets á heimavelli sínum, lokatölur 129-106. Denver leiddi með ellefu stigum í hálfleik en í þriðja leikhluta misstu leikmenn Bucks kúlið. Bobby Porter jr. fékk dæmda á sig villu fyrir brot á Jokic og tæknivillu strax í kjölfarið. Skömmu síðar fékk Brook Lopes tæknivillu á bekknum og Giannis síðan þriðju tæknivillu Bucks í leikhlutanum stuttu seinna. Nuggets vann leikhlutann 34-19 og var með leikinn í hendi sér eftir það. Jeff Green, leikmaður Nuggets, átti svakalega troðslu í leiknum þar sem hann tróð yfir Giannis Antetokounmpo, eitthvað sem er ekki allra færi. Giannis og Jokic skoruðu eins og áður segir 31 stig hvor í leiknum og Jamal Murray bætti 26 stigum við fyrir Nuggets. 17 days until the Play-In Teams ranked 7-10 will compete to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. https://t.co/nbiWEGdkMg pic.twitter.com/ST3QeOa175— NBA (@NBA) March 26, 2023 Phoenix batt enda á þriggja leikja taphrinu með 125-105 heimasigri á Philadelphia 76´ers. Devin Booker fór fyrir liði Suns og skoraði 29 stig en Tyrese Maxey átti stórleik fyrir lið 76´ers og skoraði 37 stig. Joel Embiid var með 28 stig og 10 fráköst fyrir gestina. Önnur úrslit í nótt: Atlanta Hawks - Indiana Pacers 143-130Miami Heat - Brooklyn Nets 100-129Sacramento Kings - Utah Jazz 121-113Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 110-131
NBA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira