Ja Morant: Átta mig nú á því hversu miklu ég hef að tapa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2023 16:00 Ja Morant er að reyna að bjarga orðspori sínu sem er í molum eftir hegðun hans að undanförnu. AP/Karen Pulfer NBA súperstjarnan Ja Morant hefur ekkert verið inn á körfuboltavellinum að undanförnu þótt fullfrískur sé. Ástæðan er ósæmileg hegðun hans utan vallar. Nokkrum klukkutímum eftir að Memphis Grizzlies mætti Denver 3. mars síðastliðinn þá birti Morant myndband af sér í beinni veifandi skammbyssu með annarri hendinni. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Athæfi Morant vakti upp mikla hneykslun og hann var strax settur í agabann hjá félaginu. Morant var jafnframt sendur í ráðgjafameðferð á meðferðarstofnun í Flórída. NBA deildin hefur ákveðið að Morant taki út átta leikja bann vegna framkomu sinnar. Morant fór í viðtal hjá gamla NBA-leikmanninum Jalen Rose á ESPN. „Ef ég er alveg hreinskilinn þá finnst mér að við höfum sjálfir komið okkur í þessa stöðu með fyrri mistökum okkar og það eina rétta í stöðunni er að við horfum inn á við og reynum að vera skynsamari og sýna meiri ábyrgð,“ sagði Ja Morant. „Mér finnst eins og áður fyrr hafi ég ekki áttað mig á því hvað er í húfi. Eftir að hafa fengið þennan tíma til að hugsa um allt saman þá átta ég mig nú á því hversu miklu ég hef að tapa. Ég þarf að vera ábyrgari, klárari og halda mig í burtu frá þessum slæmu ákvörðunum,“ sagði Morant. Það fylgdi sögunni að Morant hafi eytt fimmtíu þúsund Bandaríkjadölum á næturklúbbnum eða um sjö milljónum króna. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Eitt af því sem Morant gæti haft áhyggjur af núna er hversu miklum peningum hann verður af við þetta. Hann fær ekki borgað fyrir þá átta leiki sem hann er í banni hjá NBA-deildinni sem er vissulega væn sunna. Það sem meira er að Morant gæti einnig misst af þrjátíu milljón dollara bónusgreiðslu. Morant átti að fá meira en þrjátíu milljónir dollar, 4,2 milljarða króna, í bónus ef hann kemst ekki í eitt af liðum ársins á tímabilinu. Morant vart með 27,1 stig og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik þegar málið kom upp og þótti af flestra mati vera öruggur með sæti í að minnsta kosti einu af úrvalsliðunum. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) NBA Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
Nokkrum klukkutímum eftir að Memphis Grizzlies mætti Denver 3. mars síðastliðinn þá birti Morant myndband af sér í beinni veifandi skammbyssu með annarri hendinni. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Athæfi Morant vakti upp mikla hneykslun og hann var strax settur í agabann hjá félaginu. Morant var jafnframt sendur í ráðgjafameðferð á meðferðarstofnun í Flórída. NBA deildin hefur ákveðið að Morant taki út átta leikja bann vegna framkomu sinnar. Morant fór í viðtal hjá gamla NBA-leikmanninum Jalen Rose á ESPN. „Ef ég er alveg hreinskilinn þá finnst mér að við höfum sjálfir komið okkur í þessa stöðu með fyrri mistökum okkar og það eina rétta í stöðunni er að við horfum inn á við og reynum að vera skynsamari og sýna meiri ábyrgð,“ sagði Ja Morant. „Mér finnst eins og áður fyrr hafi ég ekki áttað mig á því hvað er í húfi. Eftir að hafa fengið þennan tíma til að hugsa um allt saman þá átta ég mig nú á því hversu miklu ég hef að tapa. Ég þarf að vera ábyrgari, klárari og halda mig í burtu frá þessum slæmu ákvörðunum,“ sagði Morant. Það fylgdi sögunni að Morant hafi eytt fimmtíu þúsund Bandaríkjadölum á næturklúbbnum eða um sjö milljónum króna. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Eitt af því sem Morant gæti haft áhyggjur af núna er hversu miklum peningum hann verður af við þetta. Hann fær ekki borgað fyrir þá átta leiki sem hann er í banni hjá NBA-deildinni sem er vissulega væn sunna. Það sem meira er að Morant gæti einnig misst af þrjátíu milljón dollara bónusgreiðslu. Morant átti að fá meira en þrjátíu milljónir dollar, 4,2 milljarða króna, í bónus ef hann kemst ekki í eitt af liðum ársins á tímabilinu. Morant vart með 27,1 stig og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik þegar málið kom upp og þótti af flestra mati vera öruggur með sæti í að minnsta kosti einu af úrvalsliðunum. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever)
NBA Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira