Körfubolti

NBA hetja handtekin vegna skotárásar

Valur Páll Eiríksson skrifar
Shawn Kemp í leik með Seattle SuperSonics.
Shawn Kemp í leik með Seattle SuperSonics. getty/Focus on Sport

Fyrrum NBA-stjarnan Shawn Kemp, sem lék lengst af með Seattle SuperSonics, var handtekinn í gær í tengslum við skotárás í Tacoma í Washington-fylki.

Skjöl lögreglunnar í Tacoma varpa ljósi á handtökuna en í skýrslu þeirra segir að um sé að ræða skotárás úr bíl (e. drive-by shooting).

„Klukkan 13:58 kom til átaka milli farega tveggja bíla sem varð til þess að skotum var hleypt af á bílastæði,“ segir í tísti lögreglunnar í Tacoma.

„Einn bíll flúði. Engin slys urðu á fólki. Skotvopn fannst. 53 ára karlmaður var ákærður fyrir akstursskot. Rannsókn stendur yfir.“ segir þar enn fremur.

Skjöl frá lögreglunni sýna fram á að 53 ára maðurinn sem á við sé Shawn Kemp sem var handtekinn um fimm klukkustundum síðar.

Kemp lék með Seattle SuperSonics frá 1989 til 1997 og spilaði síðar fyrir Cleveland Cavaliers, Portland Trail Blazers og Orlando Magic. Kemp var sex sinnum valinn í stjörnuliðið á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×