NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Boston - Washington í beinni á Sýn í nótt

Sjónvarpsstöðin Sýn hefur beinar útsendingar frá NBA deildinni í körfubolta á miðnætti í nótt þegar stöðin sýnir beint frá viðureign Boston og Washington. Leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu í Boston.

Körfubolti
Fréttamynd

Fjárfestar í Seattle vilja kaupa Sonics

Hópur fjárfesta í Seattle gaf það út í dag að þeir hefðu í huga að kaupa NBA lið Seattle Supersonics af núverandi eiganda Clay Bennett, með það fyrir augum að halda liðinu í borginni. Fátt bendir til annars en að Bennett flytji liðið til heimaborgar sinnar Oklahoma.

Körfubolti
Fréttamynd

Ginobili hetja San Antonio

Það var nóg um að vera í NBA-deildinn í nótt en átta leikir fóru fram. San Antonio vann góðan sigur á Memphis í æsispennandi leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Odom fékk heilahristing eftir árekstur

Framherjinn Lamar Odom hjá LA Lakers lenti í árekstri í gærkvöldi þegar hann var á leið á opnunarleik liðsins gegn Houston í gærkvöld. Benz-birfreið hans gjöreyðilagðist í árekstrinum og þurfti að klippa ökumann hinnar bifreiðarinnar út úr bílflakinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Tvær beinar útsendingar á NBA TV í nótt

Það verður mikil körfuboltaveisla á NBA TV í nótt þegar tveir leikir verða sýndir beint frá miðnætti. Meistarar San Antonio sækja Memphis heim og þá tekur Denver á móti Seattle um klukkan hálf þrjú í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Magic: Kobe fer ekki til Chicago

Magic Johnson, varaforseti LA Lakers í NBA deildinni, segir að ekkert geti orðið af því að Kobe Bryant fari til Chicago Bulls eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum síðustu vikurnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe með 45 stig en Lakers tapaði

LA Lakers tapaði í nótt fyrsta leik sínum á tímabilinu fyrir Houston Rockets, 95-93, á heimavelli. Kobe Bryant skoraði 45 stig í leiknum en brenndi af níu vítaskotum. Það var þar að auki púað á hann fyrir leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Howard kominn aftur til Dallas

NBA lið Dallas Mavericks fékk góðan liðstyrk í nótt þegar liðið gekk frá samningi við framherjann reynda Juwan Howard sem keyptur var út úr samningi sínum hjá Minnesota á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Duncan að framlengja við Spurs

Framherjinn Tim Duncan hjá San Antonio er búinn að samþykkja að framlengja samning sinn við félagið um tvö ár ef marka má fréttaskot ESPN sjónvarpsstöðvarinnar í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA deildin hefst í nótt

Í kvöld hefst deildarkeppnin í NBA deildinni í körfubolta með þremur leikjum og verður leikur Golden State Warriors og Utah Jazz sýndur beint á NBA TV rásinni á fjölvarpinu klukkan hálf þrjú eftir miðnætti.

Körfubolti
Fréttamynd

Hitað upp fyrir NBA-deildina

Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Bibby verður frá í 6-10 vikur

Keppnistímabilið hjá Sacramento Kings í NBA deildinni byrjar ekki gæfulega eftir að í ljós kom að leikstjórnandi liðsins Mike Bibby verður frá í 6-10 vikur eftir að hafa tognað á þumalputta og gæti því misst af fyrstu 20 leikjum liðsins í deildarkeppninni eða meira.

Körfubolti
Fréttamynd

Garnett með þrennu gegn Cleveland

Boston Celtics vann í nótt lokaleik sinn á undirbúningstímabilinu í NBA þegar liðið skellti Austurdeildarmeisturum Cleveland 114-89 á heimavelli. Kevin Garnett var með þrennu í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Chicago missti þrjá meidda af velli

Fimm leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Chicago lagði Milwaukee 97-81 en missti þá Ben Wallace, Tyrus Thomas og Joakim Noah alla í meiðsli í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Undirbúningurinn gengur illa hjá Lakers

Kobe Bryant er nýjasta nafnið á sjúkralista LA Lakers í NBA deildinni en hann meiddist á hendi í æfingaleik gegn Utah Jazz í fyrrinótt. Bryant var þá óðum að ná sér eftir aðgerð á hné.

Körfubolti
Fréttamynd

Stuckey handarbrotnaði

Detroit Pistons varð fyrir áfalli í nótt þegar nýliði liðsins, leikstjórnandinn Rodney Stuckey, handarbrotnaði í 104-85 sigri á Washington á undirbúningstímabilinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Riley losaði sig við Walker

Pat Riley, þjálfari og forseti Miami Heat í NBA, nældi sér í ágætan liðsstyrk í gærkvöld þegar hann losaði sig við framherjann Antoine Walker sem hefur verið til vandræða hjá liðinu síðasta árið.

Körfubolti
Fréttamynd

Miami vann ekki leik

Miami Heat tapaði í nótt 104-87 fyrir San Antonio á undirbúningstímabilinu í NBA og tapaði þar með öllum sjö leikjum sínum í undirbúningnum. Þetta er lélegasti árangur í sögu félagsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Ekkert varð úr endurkomu Houston

Allan Houston mun ekki fullkomna endurkomu sína í NBA deildina með liði New York Knicks eins og til stóð. Houston æfði með liðinu í nokkra daga en tók ákvörðun fyrir þjálfara sinn og dró sig í hlé.

Körfubolti
Fréttamynd

Morrison úr leik hjá Bobcats

Framherjinn hárprúði Adam Morrison mun að líkindum missa af öllu keppnistímabilinu í NBA deildinni sem hefst í næstu viku. Hann sleit liðband í hné í leik gegn LA Lakers í fyrrakvöld. Charlotte valdi Morrison númer þrjú í nýliðavalinu í fyrrasumar, en hann olli nokkrum vonbrigðum síðasta vetur og skoraði aðeins tæp 12 stig í leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Clippers vann grannaslaginn

Fjórir leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. LA Clippers hafði betur gegn grönnum sínum í Lakers 112-96 í leik sem sýndur var beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Framundan á NBA TV

Klukkan 23:00 í kvöld verður NBA TV rásin á Fjölvarpinu með beina útsendingu frá leik Toronto Raptors og Chicago Bulls á æfingatímabilinu í NBA deildinni. Chicago hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum á undirbúningstímabilinu til þessa en Toronto hefur unnið tvo af sínum fjórum.

Körfubolti