Detroit niðurlægt í New York 14. janúar 2008 05:47 Renaldo Balkman og Nate Robinson hjá New York unnu langþráðan tíunda sigur sinn á leiktíðinni NordicPhotos/GettyImages Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit var nálægt því að setja félagsmet þegar liðið steinlá fyrir slöku liði New York á útivelli 89-65. Þetta var þriðja lægsta stigaskor Detroit í sögu félagsins og segja má að liðið hafi aldrei séð til sólar í leiknum í nótt. Heimamenn í New York hafa ekki haft margar ástæður til að fagna í vetur og áhorfendur í Madison Square Garden voru margir hverjir með annað augað á risaskjánum yfir vellinum í nótt þar sem verið var að sýna frá leik New York Giants og Dallas Cowboys í NFL deildinni. "Ég þvoði þennan leik af mér í sturtunni og nú er ekkert annað fyrir okkur en að gleyma þessum leik sem fyrst og horfa fram á við," sagði Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit eftir leikinn. Billups var einn af fáum mönnum Detroit sem urðu sér ekki til skammar í leiknum og skoraði 14 stig. Antonio McDyess skoraði 15 stig og hirti 13 fráköst. Zach Randolph skoraði 25 stig fyrir New York og Jamaal Crawford skoraði 15 stig, þar af 9 í röð í þriðja leikhlutanum þegar heimamenn stungu af. Toronto vann 116-109 sigur á Portland í æsilegum og tvíframlengdum leik. Chris Bosh skoraði 38 stig og hirti 14 fráköst fyrir Toronto en Brandon Roy var með 33 stig og 10 stoðsendingar hjá Portland. Atlanta burstaði Chicago 105-84 þar sem Joe Johnson skoraði 37 stig og hirti 9 fráköst fyrir Atlanta en Luol Deng var með 28 stig hjá Chicago. New Orleans lagði Houston 87-82 á útivelli í uppgjöri tveggja af heitari liðum deildarinnar. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 16 fráköst fyrir Houston en David West skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir New Orleans og Chris Paul var með 19 stig og 11 stoðsendingar - og var allt í öllu hjá gestunum á lokakaflanum. Lakers menn stumra hér áhyggjufullir yfir Andrew Bynum í nóttNordicPhotos/GettyImages Golden State lagði Indiana 106-101 eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum á heimavelli. Munaði þar mestu um frábæra frammistöðu bakvarðanna Monta Ellis og Baron Davis hjá heimamönnum, en Ellis skoraði 29 stig og hirti 8 fráköst og Davis skoraði 27 stig og hirti 7 fráköst. Jermaine O´Neal skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og varði 6 skot hjá Indiana, Danny Granger skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst og Mike Dunleavy skoraði 18 stig, hirti 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Loks vann LA Lakers nauman heimasigur á Memphis Grizzlies 100-99 þar sem Lakers liðið varð fyrir áfalli þegar miðherjinn Andrew Bynum þurfti að fara af velli meiddur á hné og ljóst að hann missir af næstu leikjum liðsins. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 37 stig annan leikinn í röð en enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en 10 stig. Mike Miller var stigahæstur hjá Memphis með 27 stig og Pau Gasol skoraði 21 stig, hirti 18 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. NBA Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ Sjá meira
Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit var nálægt því að setja félagsmet þegar liðið steinlá fyrir slöku liði New York á útivelli 89-65. Þetta var þriðja lægsta stigaskor Detroit í sögu félagsins og segja má að liðið hafi aldrei séð til sólar í leiknum í nótt. Heimamenn í New York hafa ekki haft margar ástæður til að fagna í vetur og áhorfendur í Madison Square Garden voru margir hverjir með annað augað á risaskjánum yfir vellinum í nótt þar sem verið var að sýna frá leik New York Giants og Dallas Cowboys í NFL deildinni. "Ég þvoði þennan leik af mér í sturtunni og nú er ekkert annað fyrir okkur en að gleyma þessum leik sem fyrst og horfa fram á við," sagði Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit eftir leikinn. Billups var einn af fáum mönnum Detroit sem urðu sér ekki til skammar í leiknum og skoraði 14 stig. Antonio McDyess skoraði 15 stig og hirti 13 fráköst. Zach Randolph skoraði 25 stig fyrir New York og Jamaal Crawford skoraði 15 stig, þar af 9 í röð í þriðja leikhlutanum þegar heimamenn stungu af. Toronto vann 116-109 sigur á Portland í æsilegum og tvíframlengdum leik. Chris Bosh skoraði 38 stig og hirti 14 fráköst fyrir Toronto en Brandon Roy var með 33 stig og 10 stoðsendingar hjá Portland. Atlanta burstaði Chicago 105-84 þar sem Joe Johnson skoraði 37 stig og hirti 9 fráköst fyrir Atlanta en Luol Deng var með 28 stig hjá Chicago. New Orleans lagði Houston 87-82 á útivelli í uppgjöri tveggja af heitari liðum deildarinnar. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 16 fráköst fyrir Houston en David West skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir New Orleans og Chris Paul var með 19 stig og 11 stoðsendingar - og var allt í öllu hjá gestunum á lokakaflanum. Lakers menn stumra hér áhyggjufullir yfir Andrew Bynum í nóttNordicPhotos/GettyImages Golden State lagði Indiana 106-101 eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum á heimavelli. Munaði þar mestu um frábæra frammistöðu bakvarðanna Monta Ellis og Baron Davis hjá heimamönnum, en Ellis skoraði 29 stig og hirti 8 fráköst og Davis skoraði 27 stig og hirti 7 fráköst. Jermaine O´Neal skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og varði 6 skot hjá Indiana, Danny Granger skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst og Mike Dunleavy skoraði 18 stig, hirti 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Loks vann LA Lakers nauman heimasigur á Memphis Grizzlies 100-99 þar sem Lakers liðið varð fyrir áfalli þegar miðherjinn Andrew Bynum þurfti að fara af velli meiddur á hné og ljóst að hann missir af næstu leikjum liðsins. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 37 stig annan leikinn í röð en enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en 10 stig. Mike Miller var stigahæstur hjá Memphis með 27 stig og Pau Gasol skoraði 21 stig, hirti 18 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.
NBA Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ Sjá meira