Körfubolti

Jason Kidd leikmaður ársins hjá landsliðinu

Jason Kidd hefur unnið alla 44 leikina sem hann hefur spilað fyrir bandaríska landsliðið
Jason Kidd hefur unnið alla 44 leikina sem hann hefur spilað fyrir bandaríska landsliðið NordicPhotos/GettyImages

Jason Kidd hefur verið útnefndur leikmaður ársins hjá bandaríska landsliðinu í körfubolta eftir fína frammistöðu á Ameríkuleikunum síðasta sumar. Bandaríska liðið vann alla 10 leiki sína á mótinu og tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í sumar.

Kidd hafði sig ekki mikið frammi í stigaskorun en allir sem komu nálægt liðinu voru á einu máli um að nærvera hans hefði haft úrslitaþýðingu um hversu vel liðið náði saman undir stjórn Kidd.

Bandaríska landsliðið er með flekklausan árangur í þeim leikjum sem hann hefur verið með, en liðið hefur unnið alla 44 leikina sem Kidd hefur spilað.

Hér fyrir neðan má sjá leikmenn ársins frá árinu 1980.

Ár - Nafn

2007 Jason Kidd

2006 Carmelo Anthony

2005 Shelden Williams

2004 Sean May /Chris Paul

2003 Tim Duncan

2002 Reggie Miller

2001 Chris Duhon

2000 Alonzo Mourning

1999 Gary Payton

1998 Elton Brand

1997 Earl Boykins

1996 Scottie Pippen

1995 Ray Allen

1994 Shaquille O'Neal

1993 Michael Finley

1992 Ólympíulið Bandaríkjanna 1992 (Draumaliðið)

1991 Christian Laettner

1990 Alonzo Mourning

1989 Larry Johnson

1988 Dan Majerle

1987 Danny Manning

1986 David Robinson

1985 Chuck Person

1984 Michael Jordan /Sam Perkins

1983 Michael Jordan

1982 Glenn "Doc" Rivers

1981 Kevin Boyle

1980 Isiah Thomas

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×