Körfubolti

Fjórtánda tap Miami í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dwyane Wade reynir að verjast LeBron James í leiknum í nótt.
Dwyane Wade reynir að verjast LeBron James í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images

Miami Heat tapaði sínum fjórtánda leik í NBA-deildinni í röð í nótt, í þetta sinn fyrir Cleveland, 97-90, á heimavelli.

Þetta fyrsti sigur LeBron James í Miami en hann skoraði 28 stig í leiknum og gaf þar að auki fimm stoðsendingar.

Fjórtán leikja taphrina Miami Heat er sú næstversta í sögu félagsins.

Þrátt fyrir tapið lék Dwyane Wade gríðarlega vel í leiknum. Hann skoraði 42 stig, gaf sjö stoðsendingar, tók sex fráköst og stal þremur boltum. Hann hitti úr 18 af 32 skotum sínum utan af velli og sjö af átta vítaköstum sínum.

Shaquille O'Neal lék í 28 mínútur í leiknum og skilaði tíu stigum og fimm fráköstum.

En það var bara ekki nóg. „D-Wade spilaði ótrúlega vel," sagði James eftir að hann klappaði honum vinsamlega á bakið í lok leiksins.

Önnur úrslit í NBA-deildinni í nótt:

New York Knicks - Boston Celtics 93-109

Washington Wizards - Dallas Mavericks 102-84

Charlotte Bobcats - San Antonio Spurs 86-95

Philadelphia 76ers - Indiana Pacers 103-110

Atlanta Hawks - Portland Trail Blazers 109-111

Houston Rockets - Seattle Supersonics 96-89

New Orleans Hornets - Milwaukee Bucks 106-92

LA Clippers - Utah Jazz 93-109

Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 108-109

Memphis Grizzlies - Chicago Bulls 104-90

Orlando Magic - Detroit Pistons 102-100

LA Lakers - Denver Nuggets 116-99

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×