Dallas fékk uppreisn æru Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas náði loksins að vinna Golden State eftir fimm töp í röð gegn liðinu í deildarkeppni og niðurlæginguna í úrslitakeppninni í vor. Körfubolti 9. nóvember 2007 09:14
Ég er enn mesti fanturinn í deildinni Miðherjinn Shaquille O´Neal hefur ekki riðið feitum hesti frá fyrstu leikjum sínum með Miami í NBA það sem af er leiktíðinni. Liðið tapar hverjum leiknum á fætur öðrum og tröllið virðist ekki geta borið liðið á herðum sér án Dwyane Wade sem er meiddur. Körfubolti 8. nóvember 2007 14:09
Skotglaður Durant Nýliðinn Kevin Durant hjá Seattle Supersonics í NBA deildinni er ekki hræddur við að taka skotin í fyrstu leikjum sínum meðal þeirra bestu. Skotgleði hans er sú næst mesta hjá nýliða í NBA í 30 ár. Körfubolti 8. nóvember 2007 13:59
Reikna með metáhorfi í Kína annað kvöld Segja má að sannkallað NBA æði gangi nú yfir Kína. Yfir 100 milljónir manna sáu leik Milwaukee og Chicago í landinu um síðustu helgi og þeir verða væntanlega enn fleiri annað kvöld. Körfubolti 8. nóvember 2007 10:43
Stjörnuleikurinn verður í Phoenix árið 2009 Nú hefur verið staðfest að hinn árlegi stjörnuleikur í NBA deildinni fari fram í Phoenix árið 2009. Leikurinn fór síðast fram í borginni árið 1995 þegar stórskyttan Mitch Richmond var valinn verðmætasti leikmaðurinn í stórsigri vesturliðsins. Stjörnuleikurinn 2008 verður haldinn í New Orleans í febrúar. Körfubolti 8. nóvember 2007 10:37
Boston valtaði yfir Denver Boston vann í nótt þriðja leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liðið burstaði Denver 119-93 á heimavelli sínum. Alls voru níu leikir á dagskrá í nótt og margir þeirra mjög áhugaverðir. Körfubolti 8. nóvember 2007 09:38
Metin féllu í Staples Center NBA lið New Orleans Hornets gerði góða ferð til Los Angeles í nótt þar sem það vann öruggan sigur á LA Lakers 118-104. Þeir Peja Stojakovic og Chris Paul settu glæsileg félagsmet í leiknum. Körfubolti 7. nóvember 2007 09:11
Rodman vill þjálfa í kvennadeildinni Villingurinn og fyrrum körfuboltakappinn Dennis Rodman hefur nú gefið það út að hann vilji gerast þjálfari í bandarísku kvennadeildinni í körfubolta - WNBA. Körfubolti 7. nóvember 2007 00:05
McGrady og Granger leikmenn vikunnar Tracy McGrady hjá Houston og Danny Granger hjá Indiana voru í gær útnefndir leikmenn vikunnar í NBA deildinni. Granger fór fyrir Indiana í 3-0 viku með því að skora tæp 23 stig og hirða 8,7 fráköst í leik og var valinn leikmaður vikunnar í Austurdeildinni. Körfubolti 6. nóvember 2007 13:07
Terry fór fyrir Dallas í sigri á Houston Aðeins einn leikur var á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt þar sem Texas-liðin Dallas og Houston áttust við. Varamaðurinn Jason Terry hjá Dallas leiddi sitt lið til 107-98 sigurs með frábærri innkomu af bekknum. Körfubolti 6. nóvember 2007 09:19
Phoenix skellti Cleveland Góður seinni hálfleikur tryggði Phoenix Suns 103-92 sigur á Cleveland í NBA deildinni í nótt en heimamenn voru án Amare Stoudemire sem hvíldi lúið hné í nótt. Miami Heat er enn án sigurs. Körfubolti 5. nóvember 2007 09:40
NBA í nótt: Frábær byrjun hjá Houston Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og má hér finna ítarlega umfjöllun um þá alla. Körfubolti 4. nóvember 2007 11:21
Boston fer vel af stað Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Boston Celtics unnu sannfærandi sigur á Washington Wizards í fyrsta leik sínum á tímabilinu. Körfubolti 3. nóvember 2007 12:06
Eigandi Sonics sækir um flutning á liðinu Clay Bennett, eigandi Seattle Supersonics í NBA deildinni, staðfesti í kvöld að hann ætlaði að óska eftir því við forráðamenn deildarinnar að liðið verði flutt frá Seattle eins fljótt og hægt er. Körfubolti 2. nóvember 2007 19:43
Boston - Washington í beinni á Sýn í nótt Sjónvarpsstöðin Sýn hefur beinar útsendingar frá NBA deildinni í körfubolta á miðnætti í nótt þegar stöðin sýnir beint frá viðureign Boston og Washington. Leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu í Boston. Körfubolti 2. nóvember 2007 17:20
Fjárfestar í Seattle vilja kaupa Sonics Hópur fjárfesta í Seattle gaf það út í dag að þeir hefðu í huga að kaupa NBA lið Seattle Supersonics af núverandi eiganda Clay Bennett, með það fyrir augum að halda liðinu í borginni. Fátt bendir til annars en að Bennett flytji liðið til heimaborgar sinnar Oklahoma. Körfubolti 2. nóvember 2007 16:13
Jón Arnór með fjórtán stig gegn Real Madrid Jón Arnór Stefánsson átti góðan leik þegar lið hans, Lottomatica Roma, tapaði á útivelli fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í körfubolta. Körfubolti 2. nóvember 2007 09:34
McGrady sallaði 47 stigum á Jazz Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Tracy McGrady var maður kvöldsins þegar hann skoraði 47 stig í góðum útisigri Houston á Utah 106-95. Körfubolti 2. nóvember 2007 04:48
Ginobili hetja San Antonio Það var nóg um að vera í NBA-deildinn í nótt en átta leikir fóru fram. San Antonio vann góðan sigur á Memphis í æsispennandi leik. Körfubolti 1. nóvember 2007 09:40
Odom fékk heilahristing eftir árekstur Framherjinn Lamar Odom hjá LA Lakers lenti í árekstri í gærkvöldi þegar hann var á leið á opnunarleik liðsins gegn Houston í gærkvöld. Benz-birfreið hans gjöreyðilagðist í árekstrinum og þurfti að klippa ökumann hinnar bifreiðarinnar út úr bílflakinu. Körfubolti 31. október 2007 23:30
Tvær beinar útsendingar á NBA TV í nótt Það verður mikil körfuboltaveisla á NBA TV í nótt þegar tveir leikir verða sýndir beint frá miðnætti. Meistarar San Antonio sækja Memphis heim og þá tekur Denver á móti Seattle um klukkan hálf þrjú í nótt. Körfubolti 31. október 2007 20:20
Magic: Kobe fer ekki til Chicago Magic Johnson, varaforseti LA Lakers í NBA deildinni, segir að ekkert geti orðið af því að Kobe Bryant fari til Chicago Bulls eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum síðustu vikurnar. Körfubolti 31. október 2007 18:58
Kobe með 45 stig en Lakers tapaði LA Lakers tapaði í nótt fyrsta leik sínum á tímabilinu fyrir Houston Rockets, 95-93, á heimavelli. Kobe Bryant skoraði 45 stig í leiknum en brenndi af níu vítaskotum. Það var þar að auki púað á hann fyrir leik. Körfubolti 31. október 2007 08:45
Howard kominn aftur til Dallas NBA lið Dallas Mavericks fékk góðan liðstyrk í nótt þegar liðið gekk frá samningi við framherjann reynda Juwan Howard sem keyptur var út úr samningi sínum hjá Minnesota á dögunum. Körfubolti 31. október 2007 04:30
Duncan að framlengja við Spurs Framherjinn Tim Duncan hjá San Antonio er búinn að samþykkja að framlengja samning sinn við félagið um tvö ár ef marka má fréttaskot ESPN sjónvarpsstöðvarinnar í kvöld. Körfubolti 30. október 2007 19:52
Hitað upp fyrir NBA-deildina - Kyrrahafsriðillinn Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. Körfubolti 30. október 2007 17:58
NBA deildin hefst í nótt Í kvöld hefst deildarkeppnin í NBA deildinni í körfubolta með þremur leikjum og verður leikur Golden State Warriors og Utah Jazz sýndur beint á NBA TV rásinni á fjölvarpinu klukkan hálf þrjú eftir miðnætti. Körfubolti 30. október 2007 17:55
Hitað upp fyrir NBA-deildina - Norðvesturriðillinn Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. Körfubolti 30. október 2007 17:51
Hitað upp fyrir NBA-deildina - Suðvesturriðillinn Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. Körfubolti 30. október 2007 17:44
Hitað upp fyrir NBA-deildina - Suðausturriðillinn Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. Körfubolti 30. október 2007 17:31