Hvað er að gerast á leikmannamarkaðnum í NBA? 20. febrúar 2008 17:38 Ron Artest er orðaður við Denver Nordic Photos / Getty Images Félagaskiptaglugginn í NBA deildinni rennur út annað kvöld og því er mikið slúðrað um hugsanleg leikmannaskipti á síðustu stundu. Leikmannamarkaðurinn hefur iðað síðustu daga eftir hver stórskiptin á fætur öðrum. Fæstir hefðu reiknað með öðrum eins látum á leikmannamarkaðnum og verið hafa undanfarnar vikur, en þar ber hæst að Shaquille O´Neal er genginn í raðir Phoenix Suns í skiptum fyrir Shawn Marion sem fór til Miami, Spánverjinn Pau Gasol fór frá Memphis til LA Lakers, Jason Kidd er genginn í raðir fyrrum félaga sinna í Dallas í skiptum fyrir Devin Harris og fleiri og leikstjórnandinn Mike Bibby fór frá Sacramento til Atlanta. Mikið er nú slúðrað um fjölda leikmanna á síðustu klukkutímunum fyrir lokun skiptagluggans. Þannig hermir Indianapolis Star að Indiana Pacers sé tilbúð að skoða öll tilboð í framherjann Jermaine O´Neal og er félagið sagt hafa rætt við Golden State, New Jersey og Sacramento um að taka við honum. O´Neal getur losað sig frá samningi við Indiana í sumar. Villingurinn Ron Artest hjá Sacramento hefur verið orðaður mikið við Denver Nuggets en sagt er að þeir samningar strandi á því að Denver vill ekki láta Linas Kleiza fara í skiptunum. Það var Sacramento Bee sem sagði fyrst frá þessu. Artest hefur látið í það skína að hann vilji fara frá Sacramento, en hann hefur reyndar verið orðaður við fleiri lið - m.a. meistara San Antonio. Leikstjórnandinn Andre Miller hjá Philadelphia hefur verið orðaður við aragrúa liða í allan vetur, en nýjustu fregnir frá Philadelphia herma að félagið vilji ekki láta hann fara. Bæði Eddy Curry og Zach Randolph hjá New York hafa verið orðaðir við brottfor frá félaginu, en það er reyndar ekkert nýtt að leikmenn New York séu í hringiðu slúðursins. Þannig hefur verið talað um að New Jersey, New York og Miami séu í viðræðum um stór skipti þar sem miðherjinn Curry færi til Miami, Vince Carter færi frá New Jersey til New York og að New Jersey fengi þá Jason Williams og Ricky Davis, sem báðir eiga lítið eftir af samningum sínum. Það var New York Daily News sem greindi frá þessu. NBA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira
Félagaskiptaglugginn í NBA deildinni rennur út annað kvöld og því er mikið slúðrað um hugsanleg leikmannaskipti á síðustu stundu. Leikmannamarkaðurinn hefur iðað síðustu daga eftir hver stórskiptin á fætur öðrum. Fæstir hefðu reiknað með öðrum eins látum á leikmannamarkaðnum og verið hafa undanfarnar vikur, en þar ber hæst að Shaquille O´Neal er genginn í raðir Phoenix Suns í skiptum fyrir Shawn Marion sem fór til Miami, Spánverjinn Pau Gasol fór frá Memphis til LA Lakers, Jason Kidd er genginn í raðir fyrrum félaga sinna í Dallas í skiptum fyrir Devin Harris og fleiri og leikstjórnandinn Mike Bibby fór frá Sacramento til Atlanta. Mikið er nú slúðrað um fjölda leikmanna á síðustu klukkutímunum fyrir lokun skiptagluggans. Þannig hermir Indianapolis Star að Indiana Pacers sé tilbúð að skoða öll tilboð í framherjann Jermaine O´Neal og er félagið sagt hafa rætt við Golden State, New Jersey og Sacramento um að taka við honum. O´Neal getur losað sig frá samningi við Indiana í sumar. Villingurinn Ron Artest hjá Sacramento hefur verið orðaður mikið við Denver Nuggets en sagt er að þeir samningar strandi á því að Denver vill ekki láta Linas Kleiza fara í skiptunum. Það var Sacramento Bee sem sagði fyrst frá þessu. Artest hefur látið í það skína að hann vilji fara frá Sacramento, en hann hefur reyndar verið orðaður við fleiri lið - m.a. meistara San Antonio. Leikstjórnandinn Andre Miller hjá Philadelphia hefur verið orðaður við aragrúa liða í allan vetur, en nýjustu fregnir frá Philadelphia herma að félagið vilji ekki láta hann fara. Bæði Eddy Curry og Zach Randolph hjá New York hafa verið orðaðir við brottfor frá félaginu, en það er reyndar ekkert nýtt að leikmenn New York séu í hringiðu slúðursins. Þannig hefur verið talað um að New Jersey, New York og Miami séu í viðræðum um stór skipti þar sem miðherjinn Curry færi til Miami, Vince Carter færi frá New Jersey til New York og að New Jersey fengi þá Jason Williams og Ricky Davis, sem báðir eiga lítið eftir af samningum sínum. Það var New York Daily News sem greindi frá þessu.
NBA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira