NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Óvíst með bæði Glen Davis og Rasheed Wallace fyrir leik kvöldsins

Boston Celtics fær í kvöld þriðja tækifærið í röð til þess að slá Orlando Magic út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og tryggja sér sæti í lokaúrslitunum á móti annaðhvort Los Angeles Lakers eða Phoenix Suns. Staðan er 3-2 fyrir Boston en sjötti leikurinn hefst klukkan 12.30 í Boston og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Körfubolti
Fréttamynd

Nefbrotinn Nash nennir ekki að væla

Steve Nash er ekkert að væla yfir því að vera með brotið nef. Hann býst við að geta beitt sér að fullu í fjórða leik Los Angeles Lakers og Phoenix Suns í nótt. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 01.00.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Líflína hjá Orlando Magic

Strákarnir í Orlando Magic björguðu andlitinu í úrslitarimmunni við Boston Celtics með því að klóra í bakkann í nótt. Eftir 96-92 sigur í framlengdum leik er staðan í einvíginu 3-1 fyrir Boston.

Körfubolti
Fréttamynd

Sektaður um 13 milljónir fyrir að tala um LeBron

Mark Cuban, hinn skautlegi eigandi Dallas Mavericks, hefur verið sektaður um 100.000 Bandaríkjadali fyrir það eitt að tala um LeBron James. Ekki tala við hann, heldur tala um hann. Upphæðin nemur tæpum 13 milljónum íslenskra króna.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston fíflaði Orlando á heimavelli

Boston Celtics slátraði Orlando Magic á heimavelli sínum í þriðju viðureign liðanna í úrslitum Austurstrandarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar, 94-71. Staðan í rimmunni er nú 3-0 og getur Boston nú tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri í næstu viðureign.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston komið í 2-0

Boston Celtics er komið hálfa leið í úrslit NBA-deildarinnar eftir að hafa unnið tvo fyrstu leikina í úrslitum Austurstrandarinnar gegn Orlando og báða á útivelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe sá um Phoenix

Kobe Bryant fór mikinn í liði Lakers í nótt sem vann afar öruggan sigur á Phoenix, 128-107, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston komið í 1-0

Boston Celtics er komið í 1-0 í einvígi sínu gegn Orlando Magic í úrslitum Austurdeildarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston sló Cleveland úr leik

Boston Celtics er komið áfram í úrslit Austurstrandarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir sigur á Cleveland á heimavelli í nótt, 94-85. Boston var þar með einvígi liðanna samtals 4-2.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Boston burstaði Cleveland - LeBron á leiðinni í sumarfrí?

Boston Celtics fór illa með LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í nótt og er Boston því komið 3-2 yfir í einvíginu. Boston vann leikinn með 32 stiga mun, 120-88, og getur tryggt sér sæti í úrslitum Austurdeildarinnar með sigri á heimavelli í næsta leik sem fer fram aðfaranótt föstudagsins.

Körfubolti