NBA í nótt: Pierce fór á kostum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2010 09:15 Paul Pierce fagnar eftir að hafa sett niður 20.000 stigið á ferlinum. Mynd/AP Paul Pierce fór á kostum þegar að Boston vann sigur á Milwaukee í framlengdum leik í nótt, 105-102. Pierce skoraði alls 28 stig í leiknum, þar af tólf í framlengingunni. Þar með er hann kominn yfir 20 þúsund stig á ferlinum. Þar að auki stal hann boltanum á lykilaugnabliki fyrir Boston, þegar 27 sekúndur voru til leiksloka. Ray Allen var með 23 stig fyrir Celtic, Rajon Rondo sautján og fimmtán stoðsendingar og Kevin Garnett með þrettán stig og átta fráköst. Andrew Bogut skoraði 21 stig fyrir Milwaukee og var þar að auki með þrettán fráköst. Ersan Ilyasova og Carlos Defino voru með fimmtán stig hvor. Boston var með sex stiga forystu þegar rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en Delfino náði að jafna metin þegar tíu sekúndur voru til leiksloka. Pierce stal svo boltanum þegar stutt var hálf mínúta var til leiksloka og Boston með tveggja stiga forystu. Leikurinn kláraðist á vítalínunni eftir það. Þetta var tilfinningaþrungin stund fyrir Pierce sem bætist í fámennan hóp leikmanna sem ná 20 þúsund stigum en hafa eingöngu spilað með Boston. Hinir eru Larry Bird og John Havlicek. LA Lakers vann Sacramento, 112-100, þar sem Kobe Bryant var með svakalega þrefalda tvennu - 30 stig, tólf stoðsendingar og tíu fráköst. Utah vann Toronto, 125-105. Deron Williams vantaði tvö fráköst upp á þrefalda tvennu. Hann var með 22 stig og fjórtán fráköst. Al Jefferson var með 27 stig fyrir Utah. Atlanta vann Detroit, 94-85, og er þar með enn ósigrað í deildinni. Atlanta komst á 18-4 sprett undir lokin sem tryggði liðinu sigurinn. Þar af skoraði Al Horford sex stig í röð. Orlando vann Minnesota, 128-86. Dwight Howard var með átján stig, sextán fráköst og átta varin skot. Dallas vann Denver, 102-101. Dirk Nowitzky skoraði 35 stig fyrir Dallas en það var Caron Butler sem var hetja liðsins en hann setti niður þrist á mikilvægu augnabliki undir lokin. Charlotte vann New Jersey, 85-83. Þetta var fyrsti sigur Charlotte á tímabilinu en liðið náði að vinna sigur eftir að hafa lent tíu stigum undir í leiknum. Philadelphia vann Indiana, 101-75. Elton Brand var með 25 stig og tólf fráköst og Thaddeus Young sextán stig fyrir Philadelphia sem vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í nótt. New Orleans vann Houston, 107-99. Chris Paul var með 25 stig og Marco Belinelli átján fyrir New Orleans sem er enn ósigrað. Houston er hins vegar enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Golden State vann Memphis, 115-109. Monta Ellis var með 39 stig, þar af sautján í fjórða leikhluta. San Antonio vann Phoenix, 112-110. Richard Jefferson setti niður fjóra þrista í fjórða leikhluta, þar af mikilvæga körfu þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. LA Clippers vann Oklahoma City, 107-92. Eric Gordon skoraði 27 stig og nýliðinn Eric Bledsoe sautján auk þess sem hann var með átta stoðsendingar. Kevin Durant náði sér engan veginn á strik með Oklahoma City. NBA Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Paul Pierce fór á kostum þegar að Boston vann sigur á Milwaukee í framlengdum leik í nótt, 105-102. Pierce skoraði alls 28 stig í leiknum, þar af tólf í framlengingunni. Þar með er hann kominn yfir 20 þúsund stig á ferlinum. Þar að auki stal hann boltanum á lykilaugnabliki fyrir Boston, þegar 27 sekúndur voru til leiksloka. Ray Allen var með 23 stig fyrir Celtic, Rajon Rondo sautján og fimmtán stoðsendingar og Kevin Garnett með þrettán stig og átta fráköst. Andrew Bogut skoraði 21 stig fyrir Milwaukee og var þar að auki með þrettán fráköst. Ersan Ilyasova og Carlos Defino voru með fimmtán stig hvor. Boston var með sex stiga forystu þegar rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en Delfino náði að jafna metin þegar tíu sekúndur voru til leiksloka. Pierce stal svo boltanum þegar stutt var hálf mínúta var til leiksloka og Boston með tveggja stiga forystu. Leikurinn kláraðist á vítalínunni eftir það. Þetta var tilfinningaþrungin stund fyrir Pierce sem bætist í fámennan hóp leikmanna sem ná 20 þúsund stigum en hafa eingöngu spilað með Boston. Hinir eru Larry Bird og John Havlicek. LA Lakers vann Sacramento, 112-100, þar sem Kobe Bryant var með svakalega þrefalda tvennu - 30 stig, tólf stoðsendingar og tíu fráköst. Utah vann Toronto, 125-105. Deron Williams vantaði tvö fráköst upp á þrefalda tvennu. Hann var með 22 stig og fjórtán fráköst. Al Jefferson var með 27 stig fyrir Utah. Atlanta vann Detroit, 94-85, og er þar með enn ósigrað í deildinni. Atlanta komst á 18-4 sprett undir lokin sem tryggði liðinu sigurinn. Þar af skoraði Al Horford sex stig í röð. Orlando vann Minnesota, 128-86. Dwight Howard var með átján stig, sextán fráköst og átta varin skot. Dallas vann Denver, 102-101. Dirk Nowitzky skoraði 35 stig fyrir Dallas en það var Caron Butler sem var hetja liðsins en hann setti niður þrist á mikilvægu augnabliki undir lokin. Charlotte vann New Jersey, 85-83. Þetta var fyrsti sigur Charlotte á tímabilinu en liðið náði að vinna sigur eftir að hafa lent tíu stigum undir í leiknum. Philadelphia vann Indiana, 101-75. Elton Brand var með 25 stig og tólf fráköst og Thaddeus Young sextán stig fyrir Philadelphia sem vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í nótt. New Orleans vann Houston, 107-99. Chris Paul var með 25 stig og Marco Belinelli átján fyrir New Orleans sem er enn ósigrað. Houston er hins vegar enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Golden State vann Memphis, 115-109. Monta Ellis var með 39 stig, þar af sautján í fjórða leikhluta. San Antonio vann Phoenix, 112-110. Richard Jefferson setti niður fjóra þrista í fjórða leikhluta, þar af mikilvæga körfu þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. LA Clippers vann Oklahoma City, 107-92. Eric Gordon skoraði 27 stig og nýliðinn Eric Bledsoe sautján auk þess sem hann var með átta stoðsendingar. Kevin Durant náði sér engan veginn á strik með Oklahoma City.
NBA Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira