NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

David Stern: Það er frábært tilboð á borðinu

David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, setti leikmönnum um helgina afarkosti í deilu sinni við eigendur félaganna en þeir fá aðeins frest til morgundagsins til að samþykkja nýjasta tilboðið. Leikmannsamtökin tóku strax illa í tilboðið og það fór ekki síst illa í þá að vera settir upp að vegg.

Körfubolti
Fréttamynd

Eigandi Miami sektaður fyrir ummæli á Twitter

Forráðamenn NBA-deildarinnar eru ekkert allt of hrifnir af því að eigendur liðanna séu að tjá sig um NBA-deiluna og nú hefur David Stern, yfirmaður deildarinnar, slegið á puttana á Micky Arison, eiganda Miami Heat, sem hefur verið að tjá sig um málið á Twitter.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaq gefur út bók - ætlaði að drepa Kobe

NBA-goðsögnin Shaquille O´Neal mun gefa út bók um miðjan mánuðinn sem á vafalítið eftir að vekja mikla athygli. Bókin heitir: "Shaq Uncut: My Story". Þegar er byrjað að birta safaríka hluta af bókinni í auglýsingarskyni og í einum þeirra tjáir Shaq sig um deiluna við Kobe Bryant en þeir voru ekki miklir félagar er þeir spiluðu saman með Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Vonarglæta í NBA deilunni eftir 10 tíma maraþonfund

Eftir 10 tíma sáttafund í gær telja fréttaskýrendur meiri líkur á því að verkbann NBA deildarinnar í körfubolta fari brátt að ljúka. Eigendur og talsmenn leikmannasamtaka hafa deilt um tekjuskiptingu og hafa langir sáttafundir ekki skilað árangri fram til þess.

Körfubolti
Fréttamynd

Dr. J er blankur - selur verðmæta minjagripi

Hinn eini sanni Dr. J sem gerði garðinn frægan með Philadelphia 76‘ers í NBA deildinni virðist vera í miklum fjárhagsvandræðum. "Doktorinn“ eða Julius Erving ætlar að selja minnjagripi sem eru í hans eigu og þar á meðal eru meistarahringir sem hann fékk á fingur sér eftir meistaratitla hans í NBA og ABA deildunum í Bandaríkjunum. Hinn 61 árs gamli Erving ætlar að selja gamlar keppnistreyjur og verðlaunagripi frá árinu 1980 þar sem hann var valinn besti leikmaður NBA deildarinnar (MVP).

Körfubolti
Fréttamynd

Obama vill lausn í NBA-deiluna

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er mikill íþróttaáhugamaður og vill að lausn verði fundin á NBA-deilunni sem allra fyrst og verkbanni leikmanna þar með aflétt.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA leikmaðurinn Ibaka samdi við Real Madrid

Spænski landsliðsmaðurinn Serge Ibaka hefur samið við Real Madrid en hann hefur látið að sér kveða með NBA-liðinu Oklahoma Thunder undanfarin ár. Ibaka varð Evrópumeistari með spænska landsliðinu í Litháen í haust en hann er fæddur í Kongó en er með spænskt ríkisfang. Ibaka gerði tveggja mánaða samning við Real Madrid. Ef verkbanninu í NBA deildinni verður aflýst mun Ibaka halda vestur yfir haf og leika með Oklahoma.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA-eigendurnir skiptast í tvo hópa - sumir tilbúnir að gefa eftir

Það berast engar góðar fréttir af NBA-deilunni og menn eru virkilega farnir að spá því að það verði ekkert NBA-tímabil í vetur. Bandarískir fjölmiðlar velta því samt upp hvort að það geti verið að það séu ekki allir eigendurnir sem vilja þvinga leikmenn til að samþykkja 50-50 siptingu á innkomunni.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe, LeBron og fleiri NBA-stjörnur á leiðinni saman í heimsferð

NBA-stórstjörnurnar Kobe Bryant, Amar’e Stoudemire og Kevin Durant eru í aðalhlutverki í nýju verkefni sem á að sjá til þess að nokkrir vel valdir NBA-leikmenn fái eitthvað að gera á næstunni þar sem að ekkert bendir til þess að verkfallið leysist. Þeir eru að skipuleggja tíu daga heimsferð þar sem lið þeirra mun spila í Púertó Ríkó, Evrópu, Asíu og Ástralíu. ESPN sagði fyrst frá þessari hugmynd.

Körfubolti
Fréttamynd

Will Smith og frú í nýja eigendahóp Philadelphia 76ers

Eigendur hinna NBA-liðanna í körfubolta hafa samþykkt söluna á Philadelphia 76ers liðinu til nýrra eigenda en þeir eru fjárfestingahópur í forystu Joshua Harris. Ed Snider og Comcast-Spectacor seldu 76ers fyrir á bilunu 270 til 290 milljónir dollara sem mörgum þykir ekki mikið fyrir svona fornfrægt NBA-félag.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA-deilan: Sextán tíma samningafundur að baki

Eigendur og fulltrúar leikmanna í NBA-deildinni eru að tala saman þótt ekkert bendi til þess að verkfallið í NBA-deildinni sé að fara leysast. Deiluaðilar hittust í New York í gær og stóð samningarfundurinn yfir frá tíu um morguninn fram til klukkan tvö um nóttina eða í heila sextán tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Bauð öllum starfsmönnum íþróttahússins út að borða

NBA-verkfallið bitnar ekki bara á NBA-áhugmönnum, milljarðamæringunum sem eiga félögin eða milljarðamæringunum sem spila leikinn. Það er fullt af fólki sem vinnur í kringum NBA-liðin og NBA-leikina og það hefur þurft að horfa á eftir miklum tekjumissi á meðan eigendur og leikmenn deila um hvernig þeir eiga að skipta öllum milljörðunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Stern óttast að það verði engir jólaleikir

David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, segist hafa tilfinningu fyrir því að það verði enginn NBA-bolti um jólin að þessu sinni. Hann segir að ef ekki verði búið að semja í deilunni næsta þriðjudag séu jólaleikirnir úr sögunni.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA deilan er enn í hnút, keppnistímabilið í uppnámi

Allt bendir til þess að næsta keppnistímabil í NBA deildinni í körfuknattleik sé í uppnámi. Ekkert þokast í deilum leikmanna og eigenda. Verkbann hefur staðið yfir í margar vikur. Engin niðurstaða fékkst í gær á löngum sáttafundi forráðamanna deildarinnar með talsmönnum leikmannasamtaka NBA.

Körfubolti