Körfubolti

Lakers að spá í Arenas

Arenas í leik með Orlando í fyrra.
Arenas í leik með Orlando í fyrra.
Fyrrum stjörnuleikmaðurinn Gilbert Arenas reynir nú allt hvað hann getur til þess að koma sér aftur inn í NBA-deildina. Hann hefur verið án félags síðan Orlando losaði sig við hann í byrjun desember.

Arenas var með æfingu í Los Angeles fyrir áhugasama í gær og þar voru meðal annars mættir útsendarar frá LA Lakers.

Leikmaðurinn ku hafa verið að æfa grimmt upp á síðkastið og segist ekki hafa liðið eins vel í mörg ár. Hann er búinn að vera í strangri meðferð enda verið slæmur í hnjánum lengi.

Hinn 30 ára gamli Arenas var með 18,9 til 29,3 stig að meðaltali í leik á árunum 2002 til 2008 en átti erfitt uppdráttar í hlutverki varaskeifu hjá Orlando á síðustu leiktíð. Hann var þá aðeins með átta stig að meðaltali í leik.

Lakers hefur ekki gengið sem skildi í vetur og aldrei að vita nema félagið taki áhættuna og semji við Arenas út leiktíðina.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×