Körfubolti

Garnett og Duncan ekki valdir en Dirk og Pierce verða með

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Nowitzki.
Dirk Nowitzki. Mynd/Nordic Photos/Getty
Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks, hefur ekki átt gott tímabil í NBA-deildinni í körfubolta en var engu að síður valinn í Stjörnuleikinn sem fram fer í Orlando 26. febrúar næstkomandi.

Það var tilkynnt í gær hverjir verða varamenn í leiknum í ár. Dirk var maðurinn á bak við sigur Dallas síðasta sumar en er "aðeins" að skila 17,6 stigum að meðaltali í leik í vetur.

Paul Pierce, leikmaður Boston Celtics var einnig valinn í liðið en hann hefur verið að vinna sig til baka eftir meiðsli. Kevin Garnett og Tim Duncan, fastamenn í liðinu í þrettán ár, verða hvorugir með að þessu sinni ekki frekar en menn eins Ray Allen og Amare Stoudemire.

Fimm leikmenn voru valdir í sinn fyrsta stjörnuleik en það eru þeir LaMarcus Aldridge hjá Portland, Marc Gasol hjá Memphis, Andre Iguodala hjá Philadelphia, Roy Hibbert hjá Indiana og Luol Deng hjá Chicago.



Stjörnulið Austudeildarinnar:

Byrjunarlið

Derrick Rose, Chicago Bulls (3. Stjörnuleikurinn hans)

Dwyane Wade, Miami Heat (8.)

LeBron James, Miami Heat (8.)

Carmelo Anthony, New York Knicks (5.)

Dwight Howard, Orlando Magic (6.)

Varamenn

Luol Deng, Chicago Bulls (Nýliði)

Joe Johnson, Atlanta Hawks (6.)

Deron Williams, New Jersey Nets (3.)

Paul Pierce, Boston Celtics (10.)

Chris Bosh, Miami Heat (7.)

Roy Hibbert, Indiana Pacers (Nýliði)

Andre Iguodala, Philadelphia 76ers (Nýliði)



Stjörnulið Vesturdeildarinnar:

Byrjunarlið

Chris Paul, Los Angeles Clippers (5. Stjörnuleikurinn hans)

Kobe Bryant, Los Angeles Lakers (14.)

Kevin Durant, Oklahoma City Thunder (3.)

Blake Griffin, Los Angeles Clippers (2.)

Andrew Bynum, Los Angeles Lakers (Nýliði)

Varamenn

Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (2.)

Kevin Love, Minnesota Timberwolves (2.)

LaMarcus Aldridge, Portland Trail Blazers (Nýliði)

Dirk Nowitzki, Dallas Mavericks (11.)

Steve Nash, Phoenix Suns (8.)

Tony Parker, San Antonio Spurs (4.)

Marc Gasol, Memphis Grizzlies (Nýliði)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×