Körfubolti

NBA í nótt: Parker sjóðheitur í sigri Spurs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Parker hefur spilað vel að undanförnu.
Parker hefur spilað vel að undanförnu. Mynd/AP
Tony Parker skoraði 37 stig þegar að San Antonio Spurs vann góðan útisigur á sterku liði Philadelphia 76ers í NBA-deildinni. Alls fóru ellefu leikir fram í deildinni í nótt.

Spurs vann tíu stiga sigur, 100-90, en þetta var aðeins fimmti sigur liðsins á útivelli í vetur. Liðið hefur unnið þrettán af fjórtán heimaleikjum sínum til þessa.

Gary Neal skoraði átján stig og Tim Duncan var með sextán og ellefu fráköst. Lou Williams var stigahæstur hjá Philadelphia með 22 stig.

Meistararnir í Dallas Mavericks höfðu betur gegn Denver Nuggets, 105-95 en liðið hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn í nótt. Dirk Nowitzky skoraði 25 stig fyrir Dallas.

LA Clippers tapaði fyrir Cleveland á útivelli, 99-92. Antawn Jamison skoraði 27 stig fyrir Cleveland og Ramon Sessions 24. Blake Griffin skoraði 25 stig fyrir Clippers og Chris Paul sextán auk þess sem hann gaf tólf stoðsendingar.

Orlando hafði betur gegn Miami, 102-89. Dwight Howard var með 25 stig og 24 fráköst en alls settu leikmenn Orlando niður sautján þriggja stiga skot í leiknum úr 42 tilraunum - sem er félagsmet.

Úrslit næturinnar:

Toronto - Milwaukee 99-105

Philadelphia - San Antonio 90-100

Washington - New York 93-107

Orlando - Miami 102-89

LA Clippers - Cleveland 99-92

New Jersey - Detroit 92-99

Atlanta - Indiana 97-87

Memphis - Minnesota 85-80

New Orleans - Chicago 67-90

Denver - Dallas 95-105

Portland - Houston 96-103

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×