Körfubolti

Shaq óskaði Kobe til hamingju

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Kobe Bryant varð á dögunum fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi og tók þar með fram úr Shaquille O'Neal. Þeir voru lengi samherjar hjá LA Lakers.

Shaq sendi Kobe hamingjuóskir á Twitter við það tilefni og samgladdist honum. „Hann er enn að spila. Ég er hættur. Þetta var því allt í góðu," sagði hann svo í samtali við bandaríska fjölmiðla um málið.

Mikið var gert úr sambandi þeirra Shaq og Kobe þegar þeir voru saman hjá Lakers en sá fyrrnefndi segir að það hafi verið bestu ár ævi sinnar.

„Það eru margir sem sögðu að við ættum í vandræðum með hvorn annan. En þessi vandamál voru búin til í þeim tilgangi að vekja athygli á okkur," sagði Shaq og bætti við að fjölmiðlar hefðu gert mun meira úr málinu en ástæða var til.

„Blaðamenn gerðu meira úr þessu til að fá fleiri lesendur. Þetta var eins og raunveruleikaþáttur sem fór aldrei í sjónvarp. En fólk er enn að tala um þetta og ég tók því greinilega virkan þátt í markaðssetningunni."

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×