Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Tónleikagestir fá frítt í Strætó

Tónleikagestir á stórtónleikum enska söngvarans Eds Sheeran, sem fram fara á Laugardalsvelli næstkomandi laugardags- og sunnudagskvöld, fá frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu um helgina.

Lífið
Fréttamynd

Sagnfræði á toppnum

Venjulega trónir glæpasaga í efsta sæti metsölulista Eymundsson. Listi síðustu viku er óvenjulegur að því leyti að í efsta sæti listans er Sapiens eftir Yuval Noah Harari í þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur. Strax við útkomu rauk bókin í fyrsta sæti listans.

Menning
Fréttamynd

Hamfaradagar

Spánska veikin var ein skelfilegasta farsótt sem gengið hefur yfir landið, ekki hvað síst fyrir það að hún lagðist þyngst á ungt fólk og fólk á besta aldri, þá sem báru uppi samfélagið bæði hvað varðar atvinnulíf og umönnun. Urðarmáni gerist á haustmánuðum 1918 þegar spánska veikin bættist eins og djöflakrydd ofan á eldgos með tilheyrandi öskufalli og nístandi ískulda sem þegar réðu lögum og lofum í Reykjavík og álagið á samfélagið var gríðarlegt, ekki síst á heilbrigðisstarfsfólk.

Menning
Fréttamynd

Hafdís Huld eignaðist dreng

Söngkonan Hafdís Huld greinir frá því á Instagram-síðu sinni að lítill strákur sé kominn í heiminn. Hafdís og eiginmaður hennar Alisdair Wright eiga fyrir dótturina Arabellu sem fæddist árið 2012.

Lífið
Fréttamynd

Lyftir tónleikahaldi hér á næsta stig

Tónleikar Eds Sheeran, stærstu stjörnu heims, verða þeir langstærstu sem hafa verið haldnir á Íslandi. Koma hans hefur átt sér langan aðdraganda og hann mætir með yfir 1.500 tonn af búnaði.

Lífið
Fréttamynd

Vel heppnað Norðanpaunk á Laugarbakka

Tónlistarhátíðin Norðanpaunk var haldin í sjötta skiptið á Laugarbakka um síðastliðna helgi. Skipulag Norðanpaunks er í höndum hljómsveitameðlima og gesta hátíðarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Öðruvísi prjónalist í Gallerý Port

Ýr Jóhannsdóttir hannar textíllistaverk undir nafninu Ýrúrarí. Hún tekur notaðar peysur og gefur þeim nýtt líf, oft í formi prjónaðra líffæra eða líkamsparta.

Menning
Fréttamynd

Vongóður um nýjan Uxa eftir „aftökuna“ 1995

Kristinn Sæmundsson, einn skipuleggjenda hinnar umdeildu tónlistarhátíðar Uxa '95 sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri árið 1995, segist vonast til þess að endurvekja hátíðina á 25 ára afmæli hennar á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Fátt kemur á óvart

Í glæpasögunni Ósköp venjuleg fjölskylda kynnist lesandinn fjölskyldu sem virðist lifa fremur venjulegu lífi. Faðirinn er prestur, móðirin lögfræðingur og þau eiga unga dóttur sem dag einn er grunuð um morð. Foreldrarnir leggja vitaskuld allt kapp á að vernda dóttur sína og eru tilbúnir að ganga ansi langt í þeim efnum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Toni Morrison látin

Bandaríski Nóbelsverðlaunahafin og rithöfundurinn Toni Morrison er látin, 88 ára að aldri. Morrison lést í gær í faðmi fjölskyldu og vina.

Erlent