Teiknaði einstaklinga af Instagram Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 9. október 2019 08:30 Hægt er að berja augum um 140 teikningar Melkorku af hinum ýmsu persónum á Instagram sýningunni. Fréttablaðið/Ernir Listakonan Melkorka Katrín Tómasdóttir opnar sýninguna Korkimonsters klukkan fimm í dag í Flæði við Grettisgötu. Listakonan, sem alla jafna gengur undir viðurnefninu Korkimon, bauðst til að teikna einstaklinga á samfélagsmiðlinum Instagram.Búddismi og þýska Melkorka hefur verið sjálfstætt starfandi síðan um áramótin, en hún lærði listsköpun í Sarah Lawrence í New York. „Ég útskrifaðist þaðan 2017. Ég lærði þar fyrst og fremst myndlist og listfræði en tók á hverri önn þriðja áfanga sem var mjög breytilegur hjá mér. Eina önnina tók ég búddisma í Austur-Asíu, aðra lærði ég um kvikmyndir fjórða áratugarins og svo tók ég þýsku í tvær annir, smá ólíkt,“ segir Melkorka og bætir við að þriðja fagið hafi alltaf náð að smita listsköpunina lítils háttar.Skiptinám á Íslandi Þriðja árið fór Melkorka í skiptinám í Listaháskóla Íslands. „Ég flutti til New York þegar ég var tólf ára. Ég átti nokkrar æskuvinkonur hér en mig langaði að styrkja tengslaböndin enn frekar við landið því ég vissi að mig langaði að flytja hingað aftur eftir námið.“ Hún segir löngun sína til að taka eitt ár í LHÍ hafa verið litaða af því að hún óttaðist að hún væri að missa af því sem væri í gangi hérna heima. „Eldri systkini mín voru öll í menntaskóla hérna heima og mig langaði að upplifa það líka,“ segir Melkorka og bætir við: „Í LHÍ kynntist ég mörgu fólki. Mér fannst nauðsynlegt að mynda sterkari tengsl til þess að halda rótum.“ View this post on Instagramsome of my korkimonsters see u tomorrow between 17–20!! A post shared by KORKIMON (@korkimon) on Oct 8, 2019 at 12:23pm PDTVildi mynda tengsl á Íslandi Melkorka tók fyrsta árið í skólanum hérna, þótt hún hefði í raun mátt fara beint á þriðja árið. „Mig langaði að fara inn á fyrsta árið. Ég vissi að það yrði aðgengilegast. Ekki bara það að fólkið á þriðja ári sé búið að mynda sín tengsl heldur kunna þau mun betur á skólann og vita hvað þau eru að gera.“ Eftir heimflutninga starfaði Melkorka sem listrænn markaðsstjóri fyrir Boxið, netverslun með heimsendingu fyrir heimilisvörur og mat. „Þar sá ég um auglýsingar og samfélagsmiðla. Ég var líka alltaf að sinna listinni á sama tíma. En svo hætti ég um þar síðustu áramót og fór í vinnusmiðju á Seyðisfirði í tvo mánuði, sem var alveg frábært. Í kjölfarið langaði mig að láta á það reyna að sinna listinni alfarið. Það getur verið mjög erfitt, maður þarf að setja sjálfum sér ströng mörk til að halda sér við efnið og sækjast sjálfur eftir tækifærunum,“ segir hún.Hundrað verkefni á fimm dögum Hún segist oft hafa gleymt sér og að sama skapi hafi hún einangrað sig mikið inn á milli. „Svo langaði mig aðeins að komast út úr minni rútínu hér og fór til London í einn og hálfan mánuð á námskeið í Central Saint Martins listaháskólanum. Þar fór ég á námskeið þar sem ég átti að gera hundrað verkefni á fimm dögum. Því er ætlað að endurræsa hugmyndaflugið og ferlið að skapandi hugsun.“ Hún segir að hlutirnir hafi þurft að gerast hratt, og stundum voru einungis tíu til fimmtán mínútur fyrir hvert verkefni. „Maður hafði ekki tíma til að hugsa, maður þurfti bara að byrja. Eitt af verkefnunum var að skapa tíu karaktera fyrir teiknimyndasögu fyrir ákveðið sögusvið. Ég valdi Instagram og fann þar tíu týpur sem mér þótti áhugaverðar og teiknaði þær, ásamt því að gera persónulýsingu.“Góð viðbrögð glöddu Melkorka sendi svo myndirnar sem hún teiknaði til fyrirmyndanna og hún segir að það hafi glatt hana mikið hver góð viðbrögð hún fékk. „Mér fannst gaman að gleðja aðra með myndunum mínum. Í kjölfarið spurðu fleiri hvort ég væri til í að teikna þá. Mig langaði líka að halda því í gangi að vera komin á skrið. Ég setti inn færslu á Instagram, án þess að hugsa of mikið um það, þar sem ég bauðst til að gera myndir af þeim sem sendu mér beiðni,“ segir Melkorka. Hana langaði að sjá hvort það væri einhver eftirspurn en viðtökurnar komu henni að óvart. „Ég bjóst við að nokkrir einstaklingar myndu kannski hafa samband. Ég setti stopp á þetta þegar það voru 140 manns búnir að biðja um mynd. Ég er búin með 136 teikningar.“ Enn er fólk að biðja hana um myndir og Melkorku finnst erfitt að segja nei. „Mér finnst svo mikið hrós að fólk vilji að ég teikni það.“ Sýning Melkorku stendur yfir í dag og á morgun. Opnunin er klukkan fimm í Flæði á Grettisgötu 3 í dag. View this post on InstagramKorkimonsters opnar á morgun kl 17! A post shared by KORKIMON (@korkimon) on Oct 8, 2019 at 10:17am PDT Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Listakonan Melkorka Katrín Tómasdóttir opnar sýninguna Korkimonsters klukkan fimm í dag í Flæði við Grettisgötu. Listakonan, sem alla jafna gengur undir viðurnefninu Korkimon, bauðst til að teikna einstaklinga á samfélagsmiðlinum Instagram.Búddismi og þýska Melkorka hefur verið sjálfstætt starfandi síðan um áramótin, en hún lærði listsköpun í Sarah Lawrence í New York. „Ég útskrifaðist þaðan 2017. Ég lærði þar fyrst og fremst myndlist og listfræði en tók á hverri önn þriðja áfanga sem var mjög breytilegur hjá mér. Eina önnina tók ég búddisma í Austur-Asíu, aðra lærði ég um kvikmyndir fjórða áratugarins og svo tók ég þýsku í tvær annir, smá ólíkt,“ segir Melkorka og bætir við að þriðja fagið hafi alltaf náð að smita listsköpunina lítils háttar.Skiptinám á Íslandi Þriðja árið fór Melkorka í skiptinám í Listaháskóla Íslands. „Ég flutti til New York þegar ég var tólf ára. Ég átti nokkrar æskuvinkonur hér en mig langaði að styrkja tengslaböndin enn frekar við landið því ég vissi að mig langaði að flytja hingað aftur eftir námið.“ Hún segir löngun sína til að taka eitt ár í LHÍ hafa verið litaða af því að hún óttaðist að hún væri að missa af því sem væri í gangi hérna heima. „Eldri systkini mín voru öll í menntaskóla hérna heima og mig langaði að upplifa það líka,“ segir Melkorka og bætir við: „Í LHÍ kynntist ég mörgu fólki. Mér fannst nauðsynlegt að mynda sterkari tengsl til þess að halda rótum.“ View this post on Instagramsome of my korkimonsters see u tomorrow between 17–20!! A post shared by KORKIMON (@korkimon) on Oct 8, 2019 at 12:23pm PDTVildi mynda tengsl á Íslandi Melkorka tók fyrsta árið í skólanum hérna, þótt hún hefði í raun mátt fara beint á þriðja árið. „Mig langaði að fara inn á fyrsta árið. Ég vissi að það yrði aðgengilegast. Ekki bara það að fólkið á þriðja ári sé búið að mynda sín tengsl heldur kunna þau mun betur á skólann og vita hvað þau eru að gera.“ Eftir heimflutninga starfaði Melkorka sem listrænn markaðsstjóri fyrir Boxið, netverslun með heimsendingu fyrir heimilisvörur og mat. „Þar sá ég um auglýsingar og samfélagsmiðla. Ég var líka alltaf að sinna listinni á sama tíma. En svo hætti ég um þar síðustu áramót og fór í vinnusmiðju á Seyðisfirði í tvo mánuði, sem var alveg frábært. Í kjölfarið langaði mig að láta á það reyna að sinna listinni alfarið. Það getur verið mjög erfitt, maður þarf að setja sjálfum sér ströng mörk til að halda sér við efnið og sækjast sjálfur eftir tækifærunum,“ segir hún.Hundrað verkefni á fimm dögum Hún segist oft hafa gleymt sér og að sama skapi hafi hún einangrað sig mikið inn á milli. „Svo langaði mig aðeins að komast út úr minni rútínu hér og fór til London í einn og hálfan mánuð á námskeið í Central Saint Martins listaháskólanum. Þar fór ég á námskeið þar sem ég átti að gera hundrað verkefni á fimm dögum. Því er ætlað að endurræsa hugmyndaflugið og ferlið að skapandi hugsun.“ Hún segir að hlutirnir hafi þurft að gerast hratt, og stundum voru einungis tíu til fimmtán mínútur fyrir hvert verkefni. „Maður hafði ekki tíma til að hugsa, maður þurfti bara að byrja. Eitt af verkefnunum var að skapa tíu karaktera fyrir teiknimyndasögu fyrir ákveðið sögusvið. Ég valdi Instagram og fann þar tíu týpur sem mér þótti áhugaverðar og teiknaði þær, ásamt því að gera persónulýsingu.“Góð viðbrögð glöddu Melkorka sendi svo myndirnar sem hún teiknaði til fyrirmyndanna og hún segir að það hafi glatt hana mikið hver góð viðbrögð hún fékk. „Mér fannst gaman að gleðja aðra með myndunum mínum. Í kjölfarið spurðu fleiri hvort ég væri til í að teikna þá. Mig langaði líka að halda því í gangi að vera komin á skrið. Ég setti inn færslu á Instagram, án þess að hugsa of mikið um það, þar sem ég bauðst til að gera myndir af þeim sem sendu mér beiðni,“ segir Melkorka. Hana langaði að sjá hvort það væri einhver eftirspurn en viðtökurnar komu henni að óvart. „Ég bjóst við að nokkrir einstaklingar myndu kannski hafa samband. Ég setti stopp á þetta þegar það voru 140 manns búnir að biðja um mynd. Ég er búin með 136 teikningar.“ Enn er fólk að biðja hana um myndir og Melkorku finnst erfitt að segja nei. „Mér finnst svo mikið hrós að fólk vilji að ég teikni það.“ Sýning Melkorku stendur yfir í dag og á morgun. Opnunin er klukkan fimm í Flæði á Grettisgötu 3 í dag. View this post on InstagramKorkimonsters opnar á morgun kl 17! A post shared by KORKIMON (@korkimon) on Oct 8, 2019 at 10:17am PDT
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira