Hætti að handrukka þegar mamma greindist með krabbamein Stefán Árni Pálsson skrifar 10. október 2019 10:35 Birgir Hákon átti einn daginn tíu milljónir í peningum fyrir fíkniefnasölu. Hann var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann byrjaði í neyslu. Stuttu seinna var hann byrjaður að selja fíkniefni og handrukka þá sem ekki borguðu. Hann sveifst einskis. Það kom því flestum á óvart þegar hann sneri blaðinu algjörlega við. Það gerðist þegar móðir hans greindist með krabbamein. Frosti Logason hitti Birgi Hákon Guðlaugsson á dögunum og fékk að heyra mjög svo áhugaverða sögu hans í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég ólst svolítið upp í kringum þetta og á eldri bræður og þeir voru mikið í þessu. Ég var svolítið lagður í einelti í skóla og ég sá að bræður mínir beittu ofbeldi og ég hélt að það væri bara það sem maður gerði,“ segir Birgir. „Það virkaði fyrir mig og var mjög mikil lausn fyrir mig, að ég hélt allavega. Ég setti fólki bara mörk með ofbeldi.“ Og það varð snemma ljóst í hvað stefndi. „Mamma mín var búin að pikka í mig síðan ég var örugglega tíu ára að ef ég myndi byrja drekka eða nota eiturlyf yrði ég líklegast fíkill þar sem það er mikill alkóhólismi í fjölskyldunni. Ég byrjaði að drekka í kringum fimmtán ára og það var mikið stjórnleysi. Ég lenti mikið í útistöðum við lögregluna mjög ungur og fannst lögin ekki alltaf eiga við mig. Ég var svo stjórnlaus þegar ég var í glasi og notaði kókaín til að vera aðeins skýrari. Svo endar það þannig að maður verður stjórnlaus í því líka.“Þá hófst ferill Birgis Hákons í fíkniefnasölu. „Ég byrjaði sextán, sautján ára að selja fíkniefni í Breiðholtinu og það leið ekki langur tími þar til að ég var kominn með mikið af peningum. Mamma mín er öryrki og mikið veik og pabbi minn fíkill og ég hugsaði bara að ég þyrfti að redda mér einhvern veginn. Ég ætlaði aldrei að verða svona. Það ætlar enginn að verða ofbeldismaður og ógæfumaður. Fyrir mér var þetta bara ég að reyna lifa af.“ Í tónlistarmyndböndum Birgis má sjá mikið um skotvopn, slagsmál og eiturlyf, en tónlist hans snýst að miklu leyti um lífið í undirheimunum.Átti tíu milljónir í peningum „Tónlist er bara tjáning og ég segi frá minni reynslu og segi bara frá eins og þetta er. Þegar ég var tvítugur átti ég tíu milljónir í peningum. Ég hef grætt þrjár milljónir á einum mánuði. Aftur á móti þegar ég fór eitthvert var ég alltaf að líta í kringum mig og skoða hvaða bíll þetta væri og svo var ég að fela peningana og jafnvel fyrir sjálfum mér,“ segir Birgir Hákon. Hann mælir ekki með þessu lifnaðarhætti. „Í þessum heimi er mikið um gasbyssur með stálkúlum í sem eru kannski ekki alveg jafn hættulegar og venjuleg skammbyssa en samt alveg stórhættulegt og getur drepið. Ég hef bæði skotið úr svona og fengið svona skot í mig. Ég hef nokkrum sinnum verið í lífshættu. Þetta er ógeðslegur heimur og það sem þú sérð í fréttunum er bara brot af því sem gerist. Það eru ákveðin lög á götunni og þú ferð eftir því. Gróft ofbeldi er daglegt brauð þarna.“Móðir Birgis berst við fjórða stigs krabbamein.Og sá dagur kom að Birgir Hákon fékk nóg af líferni sínu og vildi breytingar. „Ég var búinn að vera í þessu mjög lengi og mér leið ekkert vel. Maður var bara með einhvern front að það væri allt í lagi. Enginn í þessum heimi er hamingjusamur. Ég fann minn botn í neyslunni,“ segir Birgir Hákon.Fetaði í fótspor Herra Hnetusmjörs „Mamma mín veiktist og ég gat ekki farið upp á spítala því ég var í neyslu og gat ekki verið til staðar fyrir fjölskylduna mína. Mamma mín fékk fjórða stigs krabbamein sem byrjaði í eitlum og dreifði sér út um allt. Það er ekki hægt að lækna það og var bara ákveðið raunveruleikapróf fyrir mig og ég fattaði að ég þyrfti að taka ábyrgð á eigin lífi. Ég reyndi fyrst að gera þetta bara fyrir hana en það gekk ekki. Ég þurfti sjálfur að vilja gera þetta fyrir mig. Vinur minn, Herra Hnetusmjör labbaði út úr partíi hjá mér og fór í meðferð. Ég man að það var mikill missir fyrir mig á þeim tíma og mér fannst mjög leiðinlegt að hann hafi ákveðið að fara þessa leið,“ segir Birgir. Þá fór hann að sjá að líf Herra Hnetusmjörs fór að blómstra og hann var mikið að reyna fá Birgi til þess að reyna hætta. „Einn daginn lá þannig á mér að ég var til í að fara hitta hann og fá einhverja hjálp. Stuttu seinna náði ég að verða edrú og leitaði mér viðeigandi hjálpar og geri það á hverjum degi.“ En það var ekki einfalt að hefja nýtt líf og því fylgdu margar áskoranir „Það var mjög erfitt fyrir mig að slíta tengsl og fara úr því að hafa miklar tekjur í það að hafa þær ekki. En ég lít ekki til baka í dag.“ Og nú hefur Birgir Hákon verið án vímuefna í meira en ár og segist svo sannarlega vera breyttur maður í dag.Sjá má umfjöllun Ísland í dag ofar í fréttinni en hér fyrir neðan er myndband við lagið Starmýri. Fíkn Ísland í dag Tónlist Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Hann var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann byrjaði í neyslu. Stuttu seinna var hann byrjaður að selja fíkniefni og handrukka þá sem ekki borguðu. Hann sveifst einskis. Það kom því flestum á óvart þegar hann sneri blaðinu algjörlega við. Það gerðist þegar móðir hans greindist með krabbamein. Frosti Logason hitti Birgi Hákon Guðlaugsson á dögunum og fékk að heyra mjög svo áhugaverða sögu hans í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég ólst svolítið upp í kringum þetta og á eldri bræður og þeir voru mikið í þessu. Ég var svolítið lagður í einelti í skóla og ég sá að bræður mínir beittu ofbeldi og ég hélt að það væri bara það sem maður gerði,“ segir Birgir. „Það virkaði fyrir mig og var mjög mikil lausn fyrir mig, að ég hélt allavega. Ég setti fólki bara mörk með ofbeldi.“ Og það varð snemma ljóst í hvað stefndi. „Mamma mín var búin að pikka í mig síðan ég var örugglega tíu ára að ef ég myndi byrja drekka eða nota eiturlyf yrði ég líklegast fíkill þar sem það er mikill alkóhólismi í fjölskyldunni. Ég byrjaði að drekka í kringum fimmtán ára og það var mikið stjórnleysi. Ég lenti mikið í útistöðum við lögregluna mjög ungur og fannst lögin ekki alltaf eiga við mig. Ég var svo stjórnlaus þegar ég var í glasi og notaði kókaín til að vera aðeins skýrari. Svo endar það þannig að maður verður stjórnlaus í því líka.“Þá hófst ferill Birgis Hákons í fíkniefnasölu. „Ég byrjaði sextán, sautján ára að selja fíkniefni í Breiðholtinu og það leið ekki langur tími þar til að ég var kominn með mikið af peningum. Mamma mín er öryrki og mikið veik og pabbi minn fíkill og ég hugsaði bara að ég þyrfti að redda mér einhvern veginn. Ég ætlaði aldrei að verða svona. Það ætlar enginn að verða ofbeldismaður og ógæfumaður. Fyrir mér var þetta bara ég að reyna lifa af.“ Í tónlistarmyndböndum Birgis má sjá mikið um skotvopn, slagsmál og eiturlyf, en tónlist hans snýst að miklu leyti um lífið í undirheimunum.Átti tíu milljónir í peningum „Tónlist er bara tjáning og ég segi frá minni reynslu og segi bara frá eins og þetta er. Þegar ég var tvítugur átti ég tíu milljónir í peningum. Ég hef grætt þrjár milljónir á einum mánuði. Aftur á móti þegar ég fór eitthvert var ég alltaf að líta í kringum mig og skoða hvaða bíll þetta væri og svo var ég að fela peningana og jafnvel fyrir sjálfum mér,“ segir Birgir Hákon. Hann mælir ekki með þessu lifnaðarhætti. „Í þessum heimi er mikið um gasbyssur með stálkúlum í sem eru kannski ekki alveg jafn hættulegar og venjuleg skammbyssa en samt alveg stórhættulegt og getur drepið. Ég hef bæði skotið úr svona og fengið svona skot í mig. Ég hef nokkrum sinnum verið í lífshættu. Þetta er ógeðslegur heimur og það sem þú sérð í fréttunum er bara brot af því sem gerist. Það eru ákveðin lög á götunni og þú ferð eftir því. Gróft ofbeldi er daglegt brauð þarna.“Móðir Birgis berst við fjórða stigs krabbamein.Og sá dagur kom að Birgir Hákon fékk nóg af líferni sínu og vildi breytingar. „Ég var búinn að vera í þessu mjög lengi og mér leið ekkert vel. Maður var bara með einhvern front að það væri allt í lagi. Enginn í þessum heimi er hamingjusamur. Ég fann minn botn í neyslunni,“ segir Birgir Hákon.Fetaði í fótspor Herra Hnetusmjörs „Mamma mín veiktist og ég gat ekki farið upp á spítala því ég var í neyslu og gat ekki verið til staðar fyrir fjölskylduna mína. Mamma mín fékk fjórða stigs krabbamein sem byrjaði í eitlum og dreifði sér út um allt. Það er ekki hægt að lækna það og var bara ákveðið raunveruleikapróf fyrir mig og ég fattaði að ég þyrfti að taka ábyrgð á eigin lífi. Ég reyndi fyrst að gera þetta bara fyrir hana en það gekk ekki. Ég þurfti sjálfur að vilja gera þetta fyrir mig. Vinur minn, Herra Hnetusmjör labbaði út úr partíi hjá mér og fór í meðferð. Ég man að það var mikill missir fyrir mig á þeim tíma og mér fannst mjög leiðinlegt að hann hafi ákveðið að fara þessa leið,“ segir Birgir. Þá fór hann að sjá að líf Herra Hnetusmjörs fór að blómstra og hann var mikið að reyna fá Birgi til þess að reyna hætta. „Einn daginn lá þannig á mér að ég var til í að fara hitta hann og fá einhverja hjálp. Stuttu seinna náði ég að verða edrú og leitaði mér viðeigandi hjálpar og geri það á hverjum degi.“ En það var ekki einfalt að hefja nýtt líf og því fylgdu margar áskoranir „Það var mjög erfitt fyrir mig að slíta tengsl og fara úr því að hafa miklar tekjur í það að hafa þær ekki. En ég lít ekki til baka í dag.“ Og nú hefur Birgir Hákon verið án vímuefna í meira en ár og segist svo sannarlega vera breyttur maður í dag.Sjá má umfjöllun Ísland í dag ofar í fréttinni en hér fyrir neðan er myndband við lagið Starmýri.
Fíkn Ísland í dag Tónlist Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira